03.12.1935
Efri deild: 85. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1299 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Við 2. umr. þessa máls spurðist hv. 10. landsk. fyrir um það, hvort samningar hefðu farið fram milli hlutaðeigandi hrepps og Hafnarfjarðarkaupstaðar viðvíkjandi þessu máli. Þessu er því að svara, að engir samningar hafa enn átt sér stað milli þessara aðilja hvað mái þetta snertir. En eins og ég skýrði frá við síðustu umr. þessa máls hér í hv. d., þá hefir orðið samkomulag um mál þetta í hv. Nd. Ennfremur hefir fengizt staðfesting á því, að hv. þm. Barð., sem er form. sýslunefndar Gullbringusýslu, og hv. þm. Hafnf. hafi lýst því yfir, að þeir gætu báðir sætt sig við frv. eins og það er. Aðrar upplýsingar get ég ekki gefið um þetta. Að sjálfsögðu verður samið um þetta eins og gert er ráð fyrir í frv. og skaðabætur greiddar.

Að andstaða sé ekki gegn frv., sést bezt á því, að þessir tveir aðilar, sem ég nefndi, hafa komið sér saman um málið og eru því meðmæltir. — Að svo mæltu vil ég leggja það til, að frv. verði samþ. óbreytt.