26.02.1935
Sameinað þing: 2. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (216)

1. mál, fjárlög 1936

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Áður en ég vík að frv. því til fjárlaga fyrir árið 1936, sem hér liggur fyrir til 1. umr., vil ég, svo sem venja hefir verið til, gefa yfirlit um afkomuna á árinu 1934. Er mér jafnskylt að gefa þetta yfirlit, þótt núv. ríkisstj. hafi tiltölulega lítil áhrif getað á það haft, hvernig afkoman varð á því ári. Eins og kunnugt er, er afkomu ríkissjóðs að verulegu leyti ráðin fyrirfram með samningu fjárlaga, en það, sem á vantar að hún sé ráðin með fjárlögum. er afráðið þegar verklegar framkvæmdir eru ákveðnar, en slíkt gerist alltaf framan af ári.

Vil ég þá byrja með því að gefa yfirlit yfir rekstrarafkomu ríkissjóðs. En yfirlit þetta hlýtur þó að verða með þeim fyrirvara, að tölur geta breyzt nokkuð við endanlegan frágang reikninganna, þótt ekki ættu þær breytingar að vera stórvægilegar eða hafa mikil áhrif á heildarniðurstöðuna.

Tekjur hafa reynzt og verið áætlaðar sem hér segir. [Sjá rekstraryfirlit á bls. 23—26] Þá vil ég gefa yfirlit um aðrar greiðslur heldur en þar, sem teknar eru í rekstraryfirliti og ég nefni sjóðsyfirlit. Sjá sjóðsyfirlit á bls. 27—30.

Eins og rekstraryfirlit og sjóðsyfirlit bera með sér, hafa útgjöld ríkissjóðs farið mjög verulega fram úr áætlun á árinu 1934. Veldur þar miklu um, að margir stórvægilegir útgjaldaliðir, sem ákveðnir hafa verið með sérstökum lögum, voru ekki teknir upp í fjárlögin, og kem ég að því síðar.

Samkv. yfirlitinu hafa öll útgjöld ríkissjóð,, Þar með taldar afborganir af föstum lánum ríkissjóðs, en að frátöldum fyrningum, orðið rúmlega 17 millj. kr. 1934; en í fjárlögum voru útgjöldin áætluð kr. 11.6 millj. Eru því umframgreiðslur og greiðslur samkv. sérstökum lögum, lagaheimildum og þingsályktunum um kr. 5.4 millj. Rekstrarhallinn 1934 hefir orðið 1.188 millj. kr., en greiðsluhallinn 2.456 millj. kr. En í fjárl. var greiðsluhallinn áætlaður kr. 477 þús.

Tekjur ríkissjóðs hafa farið 3,4 millj. kr. fram úr áætlun. Útkoman sýnir það mjög glöggt, að fjárlög ársins 1934 hafa í raun og veru ekki gefið neitt nærri því rétta mynd af þeim greiðslum, sem fyrirhugaðar voru á því ári. Sýnir þetta enn sem fyrr, að ekki er nægilegt að afgr. lág fjárlög, ef upphæðir eru of lágt áætlaðar og fjöldi greiðslna ákveðinn utan fjárlaga. Hitt er aðalatriðið, að fjárl. á hverjum tíma sýni sem réttasta mynd af þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um greiðslur, og að endanleg útkoma landsreikninganna verði sem næst því, er fjárlögin gera ráð fyrir. Er það vel viðeigandi að minnast á það í þessu sambandi, að núv. ríkisstj. hefir stætt mjög miklu aðkasti fyrir það, að hafa afgr. fjárl. frá Alþingi, sem gera ráð fyrir um 14 millj. kr. útgjöldum árið 1935, og að þessu aðkasti á ríkisstj. að mæta frá þeim sömu mönnum „sjálfstæðismönnum“ sem bera ábyrgð á afkomu ríkissjóðs á árinu 1934, og þá því, að útgjöldin hafa reynzt 3 millj. kr. hærri en fjárlög núv. stj. gera ráð fyrir.

Það skiptir vitanlega nokkru máli, að sem gleggst greinargerð fáist fyrir því, að hve miklu leyti núv. ríkisstj. hefir haft áhrif á niðurstöður ársins 1434, og að hve miklu leyti menn eiga aðgang að henni með gagnrýni á afkomu ríkir sjóðs á árinu, sem aðrir bera þó vitanlega höfuðábyrgð á. Ég hefi gert nokkra athugun á því, hve miklu þau útgjöld nema, sem núv. stj. og stjórnarflokkar hafa innt af höndum árið 1934, án þess að þeim væri það skylt eftir ákvörðunum, sem áður höfðu verið teknar. Að vísu getur þetta yfirlit ekki orðið nákvæmt, en það mun verða svo nærri lagi, að engu verulegu getur skeikað. Hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að greiðslurnar séu sem hér segir:

1. Kauphækkun í vegavinnu .. um 100 þús. kr.

2. Kjötuppbót ................... — 88 - -

3. Kostnaður við kjötverðlags-

nefnd skv. lögum ................. — 20 - -

4. Síldaruppbót skv. lögum …. — 128 - -

5. Aukastyrkur til mjólkur-

búa (áætlað) ......................... ….. —150 - -

6 Viðbótarstyrkur til jarð-

skjálftahjálpar ............................... — 25 - -

7. Umframgreiðsla á atvinnu-

bótafé ........................................... — 33 - -

8. Kostnaður við skipulags-

nefnd ............................................ — 10 - -

9. Kostnaður við Stokkseyrar-

bryggju .................. — 7—

Samtals 561 þús. kr.

Hér á móti vil ég svo telja það, að núverandi stjórn og þingmeirihluti hefir aflað ríkissjóði tekna á árinu 1934 með 40% viðbótarskatti, og áætla ég, að sú tekjuöflun nemi á árinu um 300 þús. kr.

Eftir því, sem ég kemst þá næst, hefir núv. ríkisstj. og þingmeirihluti tekið ákvarðanir, sem aukið hafa greiðsluhalla ríkissjóðs 1934 um ca. 261 þús. kr. af þeim 2456 millj., sem greiðsluhallinn alls nemur. Ég geri ráð fyrir því, að aths. kunni að verða gerð um það í þessu sambandi, að fyrrv. stj. hefði einnig aflað ríkissjóði tekna með 40% viðbótarskatti, ef hún hefði setið áfram, og mun það rétt vera. En í því sambandi vil ég benda á það, að fyrrv. Landbúnaðarráðherra, Þorsteinn Briem, hefir hvað eftir annað talað um það opinberlega, að fyrrv. stj. myndi hafa greitt sumar þeirra upphæða, sem ég taldi áðan, að núv. stj. og þingmeirihl. hefði tekið ákvarðanir um og bæri ábyrgð á, og hefir hann þá átt við 2. og 5. greiðsluna, sem ég nefndi. Ber þetta því að sama brunni. Núv. ríkisstj. og þingmeirihl. bera ábyrgð á rúml. 260 þús. kr. af greiðsluhalla ársins 1934. Ennfremur mun það láta nærri, að af þeim 5,4 millj., sem greiddar hafa verið á árinu 1934 umfram fjárlög, hafi núv. ríkisstj. og þingmeirihl. ákveðið greiðslu á rúml. 300 þús. kr., sem ætla má, að ekki hefðu verið greiddar, ef fyrrv. stj. hefði starfað áfram.

Nema þær því nærri eins hárri upphæð og 40% skattaukinn, sem núv. stj. beitti sér fyrir, að samþ. yrði, og fyrrv. stj. myndi sennilega einnig hafa fengið samþykktan.

Það kann að vera, að mér hafi láðst að geta um nokkrar smáupphæðir, sem núv. stj. hefir tekið ákvarðanir um utan fjárlaga, en ekki munu þær vera svo margar né stórvægilegar, að nokkru muni, er heitið geti, í þessu sambandi.

Þá vil ég geta þess, að ég hefi ekki í yfirlitinu reiknað með þeim sparnaði, sem ríkisstj. hefir viðkomið með því að leggja niður varalögregluna, er hún tók við völdum.

Mun ég þá gera grein fyrir þeim mismun, sem fram kom í reikningsyfirlitinn á áætluðum tekjum og gjöldum eins og þau hafa reynzt. Mun ég fyrst minnast á nokkra þá tekjuliði, er mest hafa farið fram úr áætlun.

Tekjuskattur hefir farið fram úr áætlun um 497 þús. kr. Aðallega er þetta vegna þess, að í fjárl. 1934 var ekki reiknað með 40% skattaukanum, sem samþ. var á síðasta þingi og hefir valdið töluverðri hækkun á skattinum, eins og áður hefir verið drepið á.

Kaffi- og sykurtollur hefir farið fram úr áætlun um 323 þús. kr., aðallega vegna þess, að í fjárl. 1934 er ekki reiknað með 25% gengisviðauka á þessum tolli, sem þó var samþ. á vetrarþinginu 1933.

Vörutollur hefir farið fram úr áætlun um 500 þús. kr., og verðtollur um 686 þús. kr. Veldur hér langsamlega mestu um, að vöruinnflutningur 1934 varð meiri en menn gátu búizt við, eins og ég mun koma að síðar. Þá veldur hér einnig nokkru um hækkun verðtollsins, að á vetrarþinginu 1933 var verðtollur af ýmsum vörum töluvert hækkaður, en ekki reiknað með þeirri hækkun við áætlun tollsins.

Gjald af innlendum tollvörutegundum hefir farið 152 þús. kr. fram úr áætlun og reynzt tvöfalt á við það, sem gert var ráð fyrir. Veldur því bæði hækkun á sumum af þeim tollum, er falla undir þennan lið, samkv. ákvörðun vetrarþingsins 1933, og þó vafalaust eins miklu aukning sú, sem orðið hefir á innlendum iðnaði síðan fjárlög fyrir árið 1934 voru samin.

Veitingaskattur hefir reynzt 100 þús. kr., en hann var ekki áætlaður í fjárl. fyrir 1934. Ágóði viðtækjaverzlunarinnar, að frádregnum rekstrarhalla útvarpsins, nam um 117 þús., en í fjárl. var gert ráð fyrir 11 þús. króna rekstrarhalla hjá þessum stofnunum báðum saman.

Ágóði landssímans hefir orðið um 175 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir og tóbakseinkasölunnar 273 þús. kr. hærri. Hinsvegar hefir ágóði áfengisverzlunarinnar orðið 105 þús. kr. lægri en gert var ráð fyrir.

Þá mun ég víkja að þeim gjaldliðum, sem mest hafa farið fram úr áætlun, og ennfremur helztu greiðslum samkv. sérstökum lögum.

Útgjöldin samkv. 11. gr. (dómgæzla og lögreglustjórn) hafa farið um 555 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af er umframgreiðsla til landhelgisgæzlunnar 219 þús. kr., til toll- og löggæzlu um 70 þús. kr. og sakamálakostnaður 70 þús. kr. Þar í eru eftirstöðvar af kostnaði við varalögreglu og kostnaður við löggæzlu á Siglufirði, 24 þús. kr., en sú lögregla var lögð niður þegar núv. stj. tók við völdum.

Í 12. gr. (heilbrigðismál) eru umframgreiðslur 158 þús. kr., sem stafar af því, að rekstrarkostnaður allra spítalanna hefir farið fram úr áætlun. Mest á Nýja-Kleppi, 50 þús. kr., og þar næst á landspítalanum, 40 þús. kr.

Í 13. gr. A. (vegamál) hafa umframgreiðslur orðið 687 þús. kr.. og eru þar með taldar flestar þær vega- og brúagerðir, sem unnar hafa verið fyrir lánsfé. Stærstu umframgreiðslur til vega- og brúamála eru þessar (þá eru teknar með upphæðir greiddar af lánsfé, sem ekki eru færðar á 13. gr. A. í yfirlitinu:

Til nýrra vega 332 þús. kr., þar af 251 þús. kr. af lánsfé. Til viðhalds og umbóta á þjóðvegum 298 þús. kr., enda var sá liður ekki áætlaður í fjárl. nema 400 þús. kr., en hefir reynzt 698 þús. kr.

Til brúagerða hafa umframgreiðslur orðið 277 þús. kr., þar af 245 þús. kr. af lánsfé. — Mér þykir hlýða að taka það fram í þessu sambandi, að sú stefna, að taka lán til vega- og brúargerða, hefir haft það í för með sér, að í fjárlagafrv. fyrir árið 1936, sem nú er lagt fyrir, eru vextir og afborganir af þessum lánum orðnar 142 þús. kr., og nema fast að helmingi þeirrar upphæðar, sem í fjárl. er ætlað til vega- og brúagerða.

Í 13. gr. B. (samgöngur á sjó) hafa umframgreiðslur orðið 242 þús. kr., og er hér einungis um að ræða umframgreiðslur vegna strandferðakostnaðar ríkissjóðs. Mun láta nærri, að um 150 þús. kr. af þeirri upphæð eigi rót sína að rekja til þeirrar ketilbilunar, sem varð á Esju síðastl. ár. Eru þá bæði reiknuð bein útgjöld

Tekjur

Fjárlög

Innkomið

Tekjur:

2. gr. Skattar og tollar:

370000.00

368000.00

Fasteignaskattur

Tekjuskattur

1000000.00

1497814.00

Lestagjald

45000.00

56872.00

Aukatekjur

550000.00

566847.00

Erfðafjárskattur

55000.00

75506.00

Vitagjald

425000.00

456758.00

Leyfisbréfagjöld

15000.00

31161.00

Stimpilgjald

400000.00

430141.00

Bifreiðaskattur

280000.00

871534.00

Útflutningsgjald

800000.00

845684.00

Áfengistollur

450000.00

637270.00

Tóbakstollur

1150000.00

1326000.00

Kaffi- mg sykurtollur

975.000.00

1298293.00

Annað aðflutningsgjald

100000.00

100789.00

Vörutollur

1200000.00

1701029.00

Verðtollur

1000000.00

1686657.00

Gjald af innlendum tollvörum

150000.00

302873.00

Skemmtanaskattur

100000.00

134923.00

Skólagjald

150000.00

Veitingaskattur

100827.00

Samtals

9080000.00

11988978.00

÷ Endurgreiddar tekjur 186000.00

206000.00

11782978

3. gr. A. Innheimtulaun 20000.00

Ríkisstofnanir:

Póstmál

...

110000.00

Landssíminn

215000.000

390000.000

Áfengisverzlun

700000.00

595000.00

Tóbakseinkasala

350000.00

623000.00

Ríkisprentsmiðjan

40000.00

50000.00

Ríkisvélsmiðjan

25000.00

28000.00

Búin

7000.00

Viðtækjaverzlun

...

145000.00

Samtals

1337000.00

1941000.00

....

÷ Ríkisútvarpið

28265.00

57000.00

1884000.00

1308375.00

3. gr. B. Tekjur af fasteignum

20100.00

20000.00

4. gr. Vaxtatekjur

522625.00

533000.00

5 gr. Óvissar tekjur

60000.00

25000.00

Samtals

10991460.00

14244978.00

Rekstrarhalli

1880000.00

16124978.00

vegna tjónsins og aukinn halli á rekstri skipsins vegna stöðvunarinnar, sem bilunin orsakaði.

Í 14. gr. B. (kennslumál nema umframgreiðslur um 206 þús. kr. Laun barnakennara hafa farið 56 þús. kr. fram úr áætlun, og til barnaskólabygginga hefir verið veittur 50 þús. kr. meiri styrkur en fjárl. gerðu ráð fyrir. Þá hefir rekstrarstyrkur til héraðsskóla reynzt of lágt áætlaður um 20 þús. kr. Aðrir liðir, sem fram úr áætlun hafa farið í þessari grein, eru svo lágir, að ég hirði ekki að nefna þá hér.

Í 16 gr. (til verklegra fyrirtækja) hafa gjöldin farið 321 þús. kr. fram úr áætlun. Eru þessar greiðslur helztar:

Jarðræktarstyrkurinn hefir farið 160 þús. kr. fram úr áætlun, og tillag til byggingarsjóða verkamanna samkv. lögum hefir reynzt um 50 þús. kr. of lágt áætlað. — Atvinnubætur hafa farið 33 þús. kr. fram úr áætlun. veldur því sérstakt tillag til atvinnnubóta í Reykjavíkurbæ, sem ríkisstj. veitti í haust eftir eindregnum tilmælum bæjarstj. Rvíkur.

Umframgreiðslur í 17. gr. (styrktarstarfsemi)

Gjöld

Fjárveiting

Greitt

7. gr.

Vextir

1456770.00

160570.00

8. gr.

Greiðsla til konungs

60000.00

60000.00

9. gr.

Alþingiskostnaður

231170.00

231170.00

10. gr .I

Stjórnarráðið o. fl.

252646.00

308116.00

10. gr. II

Hagstofan

55300.00

55659.00

11 .gr. II

Utanríkismál

82500.00

85082.00

11. gr. A

Dómgæzla og löggæzla

947260.00

1420000.00

11. gr. .

Sameiginlegur kostnaður

20700.00

290000.00

12. gr.

Heilbrigðismál

655006.00

842827.00

13. A.

Vegamál

1037262.00

1725000.00

13. gr. .

Samgöngur á sjó

681800.00

924706.00

13. gr. C

Vitamál

428451.00

472990.00

14. gr. .

Kirkjumál

367610.00

403576.00

14. gr. .

Kennslumál

1304392.00

1510760.00

15. gr.

Til vísinda, bókmennta og lista

173360.00

17347800

16. gr.

Til verklegra fyrirtækja

1719110.00

2040549.00

17. gr.

Styrktarstarfsemi

918000.00

1328635.00

18. gr.

Eftirlaun og styrktarfé

233275.00

237642.00

19. gr.

Óviss útgjöld

150000.00

499000.0

22. gr.

Sérstakar heimildir

131266.00

Þingsályktanir

171222.00

Væntanleg fjáraukalög

2076000.00

Sérstök lög

1400000.00

Rekstrarafgangur

30838.00

Samtals

10991460.00

16124978.00

hafa numið 410 þús. kr. Hefir berklavarnakostnaður farið 282 þús. kr. fram úr áætlun, enda ekki áætlaður nema 700 þús. kr. — Framlög til þeirra hreppa, er hafa fátækraframfæri fram yfir meðallag, hafa farið 85 þús. kr. fram úr áætlun. og tillag, til ellistyrktarsjóða 35 þús. kr. fram úr áætlun, sem stafar af lagabreytingu frá árinu 1933, sem ekki hefir verið reiknað með í fjárlögum.

Útgjöldin í 19. gr. (óviss útgjöld hafa reynzt 349 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Veldur hér mjög miklu kostnaður við breytingu enska lánsins frá 1921, sem fram fór á árinu og nam 243 þús. kr. Þessi kostnaður er áskilin 3% aukagreiðsla til allra skuldabréfaeigenda um leið og bréfin voru greidd, og umboðslaun til þess firma, sem sá um breytingu lánsins. — Þá er ennfremur færður á þessa gr. ferðakostnaður sendiherrans í Khöfn við samningaumleitanir, 22 þús. kr., kostnaður við Spánarsamningana, 18 þús. kr., og kostnaður við Þýzkalandssamninginn. 14 þús. kr. Ennfremur kostnaður við skipulaganefnd atvinnumála, 10 þús. kr.

Greiðslur samkv. sérstökum heimildum í fjrl. nema 131 þu?s. kr. Er það uppbót a? u?tflutt saltkjöt af framleiðslu ársins 1933, er nemur 88 þu?s. kr., og styrkur til mjo?lkurbu?a.

Inn

Áætlun

Reikningur

Sjóður

Tekjur samkvæmt rekstraryfirliti

10991460

14244978

.

Fyrningar

403803

303800

.

Útdregin bankavaxtabréf

24000

36400

3

Endurgreidd fyrirframgr.

10000

20450

4

Endurgreidd lán etc.

100000

334095

Greiðsluhalli

11529263

14939723

477486

2456762

12006749

17396485

Greiðsluhalli ársins hefir verið jafnaður sem hér segir:

Ný lán

700036

Hækkun á lausaskuldum

943700

Lán hjá Hambros Bank v. síldarbræðslu

996750

264048

Samkvæmt framansögðu var greiðsluhalli. 2456762 þar á móti fjárl. nema 131 þús. kr. Er það uppbót á útflutt saltkjöt af framleiðslu ársins 1933, er nemur 88 þús. kr., og styrkur til mjólkurbúa, sem nemur 43 þús. kr.

Greiðslur samkv. þingsályktunum nema 171 þús. kr., og eru þessar helztar:

1) Brúargerð á Múlakvísl kr. 57,6 þús.

2) vegna dýpkunarskipskaupa í Vestm.eyjum kr. 22 þús.

3) Kostn. við sjávarútvegsnefnd kr. 39,5 þús.

4) Kostnaður við launamálanefnd kr. 28,6 þús.

6) Kostn. við atvinnumálanefnd kr. 19 þús.

Greiðslur, sem færðar hafa verið á væntanleg fjáraukalög, nema 207 þús. kr., og er þar langstærsti liðurinn framlag til landskjálftahjálpar, 145 þús. krónur.

Greiðslur samkv. sérstökum lögum nema um 1.4 millj. kr., og skulu taldar nokkrar þær helztu:

1) Kostnaður við gjaldeyris- og gengisnefnd kr. 37 þús.

2) Hafnargerð á Skagaströnd kr. 32 þús.

3) Kostnaður við Sogsveginn kr. 80 þús.

4) Greidd síldaruppbót kr. 128 þús.

5) Kreppuráðstafanir landbúnaðarins:

a) vaxtatillag kr. 100,7 þús.

b) Tillag til Kreppulánasjóðs kr. 258,6 þús.

c) Yfirtekin lán vegna frystihúsa og mjólkubúa (áætlað kr. 500 þús.) (Samtals kr. 859.3 þús.).

6) Kostnaður við kjötverðlagsnefnd kr. 20 þús.

Mun ég þá enda yfirlitið um afkomu ríkissjóðs á árinu 1934 með því að gefa yfirlit yfir breytingar á skuldum ríkissjóðs á árinu:

Skuldir samkv. LR. 1933

39959181

Lán til byggingar síldarverskm.

996750

40954931

Yfirtekin lán vegna frystihúsa og mjólkurbúa

270000

Vega & brúagerðalán

380000

650000

Lán til Hambrosbank

878700

Ógreiddir vextir innanl.

65000

1593700

Afborganir fastra lána

912087

Greitt af lausaskuldum

314500

1226587

367113

Kr.

41322044

Ennfremur áfallinn ábyrgð af síldareinkasölu, sem

Ríkissjóður skuldar Landmandsbanken

250000

Skuldir í árslok 1934 kr.

41572044

Yfirlit

Út:

Áætlun

Reikningur

Gjöld samkvæmt rekstraryfirliti

1096022

16124978

1

Afborgun fastra lána

834127

912087

2

Ný símakerfi

124000

231000

3

Nýjar vitabyggingar

60000

97000

4

Lögboðin fyrirframgreiðsla

10000

31420

12006749

17396485

12006749

17396485

Lækkun á lausaskuldum

208000

Hækkun á innistæðu hjá ríkisstofnunum

106500

Lán til ýmsra

314500

Lagt í byggingu síldarverksmiðju

41400

652750

1008650

Mismunur

1631836

2640486

Í Lánsfé kr. 1631836. — Kr . 824926 er því sjóðslækkun á árinu 1931.

Eins og yfirlit þetta ber með sér, hafa skuldir ríkissjóðs hækkað á árinu 1934 um rúml. 11/2 millj. kr. af þessari aukningu er nálega 1 millj. kr. vegna byggingar síldarbræðsluverksmiðju á Siglufirði, og stendur verksmiðjan undir því láni sjálf. Ennfremur eru um 250 þús. kr. af þessari aukningu vegna áfallinnar ábyrgðar frá síldareinkasölunni. Er því skuldaaukningin á árinu 1934 vegna sjálfs ríkisrekstrarins 310 þús. kr. að viðbættum rúmlega 200 þús. kr., sem standa hjá ríkissjóði um áramót af láni síldarbræðslunnar, eða raunverulega alls um 1/2 millj. kr.

Af því að það skiptir töluverðu máli út af fyrir sig, hvernig lán ríkissjóðs skiptast í innlend og erlend lán, og hverjar breytingar verða á heildarupphæð erlendra og innlendra lána, vil ég geta þess, að ný erlend lán ríkissjóðs sjálfs hafa á árinu numið um 878,7 þús. kr., en afborganir fastra erlendra lána hafa numið um 700 þús. kr. Hafa því skuldir ríkissjóðs erlendis lækkað um 178 þús. kr. Er þá ekki talið með lánið vegna síldarbræðslunnar, sem hún á sjálf að standa straum af.

Eftir að hafa gert þannig grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1934, mun ég geta stutt yfirlit um afkomu þjóðarinnar út á við, eftir þeim bráðabirgðagögnum, sem fyrir liggja nú.

Helztu skýrslur, sem til er að vísa í því efni. er yfirlit um inn- og útflutning vara samkv. bráðabirgðayfirliti hagstofunnar fyrir árið 1934. Hefir vöruútflutningur frá Íslandi árið 1434 numið 44 millj. og 80 þús. kr. Til samanburðar vil ég geta þess, að í fyrra nam útflutningurinn samkv. sömu bráðabirgðaskýrslum 47 millj. Kr. Útflutningurinn á árinu er því um 2 millj. og 200 þús. kr. lægri að verðmæti en í fyrra. Liggur sá munur nær eingöngu í því, að miklu minna hefir selzt af fiski en árið 1933. Vöruinnflutningur hefir aftur á móti orðið. samkv. sömu heimildum, 48 millj. og 500 þús. kr., en árið 1933 nam vöruinnflutn. 44 millj. og 800 þús. kr., eða um 4 millj. kr. minna en árið 1934. Samkv. þessu er verzlunarjöfnuður ársins 1934 óhagstæður um 3 millj. og 700 þús. kr. Eins og oft hefir áður komið fram opinberlega liggja ekki fyrir fullkomnar skýrslur um önnur viðskipti vor við útlönd en vörukaup og vörusölu, og má gera ráð fyrir, að greiðslur okkar til útlanda, aðrar en fyrir vörur. séu um 7-8 millj. kr. meiri en innborganir frá útlöndum, aðrar en andvirði vara. Af þessu verður því ljóst, að hagur þjóðarinnar út á við hefir versnað mjög mikið á árinu 1934, sennilega um 10-11 millj. kr., og er því ástandið í þessum efnum mjög alvarlegt.

Ástæðurnar til þess, að verzlunarjöfnuðurinn, og þá um leið greiðslujöfnuðurinn, hefir orðið svo óhagstæður árið 1934, eru að mínum dómi nokkuð margar. Mun ég geta þeirra helztu hér.

Fyrst ber þess að minnast, að í ársbyrjun 1934 voru menn alveg óvenjulega bjartsýnir. Fjölda margir trúðu því, að úr kreppunni væri að rætast og að árið 1934 myndi verða hagstæðara viðskiptaár en árin 1932 og 1933. Af þessu leiddi vitanlega það, að þeir, sem áttu að skammta innflutning landsmanna, voru bjartsýnni um úthlutun innflutningsleyfa en ella myndi, og verzlunarrekendur djarfari í vöruinnkaupum en undanfarin ár. Þessi bjartsýni í byrjun ársins átti rót sína að rekja til þeirrar verðhækkunar á aðalframleiðsluvörum landsmanna, sem varð á árinu 1933.

Þá er og rétt að geta þess, að vegna ófullnægjandi fyrirmæla í gildandi lögum varð ekki fyllilega ráðið við innflutninginn á árinu 1934, og hefir oft áður verið á það drepið opinberlega. Er enginn vafi á því, að af þessum orsökum hefir verið meira flutt inn af ýmiskonar varningi en góðu hófi gegndi, án þess að við það yrði ráðið.

Þá hafa viðskiptin við Suðurlönd haft nokkur áhrif í þá átt að gera verzlunarjöfnuðinn óhagstæðan, þar sem nokkuð af vörum, en þó raunar ekki mjög mikið, hefir verið flutt inn þaðan, sem hægt hefði verið að spara innflutning á, ef verzlunaraðstaðan við þessi lönd hefði leyft slíkt.

Ennfremur má geta þess, að útflutningur ársins 1934 hefir orðið minni en búizt var við í ársbyrjun, og er orsökina að finna í takmörkun innflutnings á fiski til Spánar, sem svo oft hefir verið gerð að umræðuefni, og tel ég því ekki ástæðu til að fara nánar út í það hér. En það er vitanlegt, að þessar takmarkanir hafa valdið mjög miklu um hinn óhagstæða verzlunarjöfnuð, eins og kom fram áðan, þegar skýrt var frá því, að útflutningurinn hefði orðið 2 millj. og 200 þús. kr. lægri 1934 en 1933. Ljóst varð þegar kom fram á árið 1934, að í óefni stefndi um verzlunarjöfnuð ársins. enda gerði núv. ríkisstj. ráðstafanir til þess, að dregið yrði úr úthlutun innflutningsleyfanna síðara hluta ársins, en mestur hluti innflutningsins var þá þegar ráðinn, er ráðstafanir núv. stj. gátu komið til framkvæmda. Þó var innflutningur á vefnaðarvöru hafður helmingi minni seinni hluta ársins en hinn fyrri, en þessar ráðstafanir hrukku ekki til að gera verzlunarjöfnuðinn hagstæðan, eins og rakið hefir verið hér að framan.

Nú er það öllum ljóst, að við svo búið má ekki standa, og að á ári því, sem í bönd fer. verður að draga stórkostlega úr innflutningi frá því, sem var í fyrra. Eftir öllum horfum nú, og þó einkum hinum síðustu tíðindum frá Ítalíu, er ómögulegt að áætla með fullum líkum, hverju útflutn. íslenzkra afurða muni nema á næsta ári, en hann getur farið að verðmæti niður fyrir 40 milljónir. Fari svo, þyrfti innflutningur að komast niður í ca. 32 millj., til þess að öruggt sé, að aðstaða þjóðarinnar út á við versni ekki á árinu. Þurfi að færa innflutninginn niður í 32 millj., mundi hann lækka um nál. 20 millj. frá því, sem hann væntanlega reynist 1934, eða um tæp 40%. Slíkum niðurskurði mundi óumflýjanlega fylgja gerbreyting í landinu. Vonandi verður afurðasala landsmanna ekki svo óhagstæð, að til þessa dragi, en eftir útlitinu, sem nú er, getur svo farið, og verða menn að vera við slíku búnir.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, skal ég taka það fram, að ríkisstj. hefir ekki hugsað sér, að hægt sé að minnka innflutning inn svo mikið, að innflutningur véla til Sogsvirkjunarinnar geti orðið innifalinn í þeirri tölu, sem ég áðan nefndi sem hugsanlegan innflutning 1935, enda hefir verið samið um lán til Sogsvirkjunarinnar, sem endurgreiðist á 30 árum. og er því engin ástæða til þess að reikna með því, að andvirði vélanna verði tekið af eins árs framleiðslu landsmanna.

Mér þykir rétt að benda á það þessu sambandi, þótt ég hafi raunar gert grein fyrir því áður, að minnkandi vöruinnflutningur hlýtur að hafa í för með sér mjög alvarlega skerðingu á tolltekjum ríkissjóðs, og vil ég í því sambandi benda á það, að tolla- og skattahækkanir síðasta þings voru einmitt gerðar með það fyrir augum, að vega upp á móti þeirri tekjurýrnun á árinu 1935, og eftir því, sem útlitið er nú, munu þær hækkanir alls ekki gera meira en að vega upp á móti þeirri rýrnun, og sennilega ekki vega hana upp, ef ekki rætist úr innflutningshorfum til Ítalíu frá því, sem nú er.

Þá vil ég minnast þess hér, að í sambandi við þá stefnu stj., að vinna að því að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd, heftir því mjög verið haldið fram af andstæðingunum, að sú stefna gati ekki samrýmzt í framkvæmdinni þeim fjárlögum, sem stj. fékk afgr. frá síðasta þingi, og þá vitanlega ekki heldur þeim fjárl. sem nú eru lögð fyrir og í höfuðdráttum eru samin á sama grundvelli og seinustu fjárlög.

Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram, að með því að vinna að auknum verklegum framkvæmdum með framlögum úr ríkissjóði, og með því að auka framlög úr ríkisjóði til atvinnuveganna og auka þannig atvinnu í landinu og dreifa kaupgetunni, þá stofni stj. til svo mikillar eftirspurnar eftir erlendum varningi, að greiðslujöfnuðinum við útlönd verði ekki haldið hagstæðum. Stj. hefir hinsvegar haldið því fram, að með því að hafa örugg tök á innflutningnum ætti að vera kleift, nema útflutningserfiðleikarnir vaxi þjóðinni yfir höfuð, að koma því til vegar, að ekki verði meira til landsins flutt en hægt er að greiða af ársframleiðslu landsmanna, og að með því móti beinist kaupgetan frekar að innlendum varningi en verða myndi, ef innflutningurinn væri gefinn frjáls. ríkisstj. heldur því þess vegna fram, að með því að dreifa kaupgetunni innanlands og halda jafnframt uppi öruggu eftirliti með vöruinnflutningi til landsins vinnist tvennt:

1) Að atvinnan í landinu aukist og atvinnuleysið þverri að sama skapi, og

2.) Að meiri og betri markaður verði fyrir innlendar afurðir en ella myndi.

Auk þessa má svo benda á það, að þótt atvinnan í landinu og tekjur almennings séu auknar með framlögum úr ríkissjóði, þá myndast ekki með því í sjálfu sér nein ný kaupgeta, heldur dreifist sú kaupgeta, sem fyrir er. Það er með öllu ósannað mál, að með slíkri dreifingu kaupgetunnar aukist eftirspurn eftir erlendum varningi. Margt bendir til þess, að með því að miðla þannig þeirri kaupgetu milli margra, sem áður var hjá fáum, verði fullt svo mikið aukin eftirspurn eftir innlendum vörum. T.d. má benda á, að ef teknar eru 2—300 kr. í skatt af manni með 10 þús. kr. árslaun, og þessar krónur renna svo sem vinnulaun til fjölskyldu, sem átt hefir við þröng kjör að búa, eru mikil líkindi til, að fjölskyldan, sem þannig verður þessa fjár aðnjótandi, verji því fremur til kaupa á matvælum á innlendum markaði en maðurinn með 10 þús. kr. árslaunin, sem jafnt eftir sem áður getur veitt sér þau innlend matvæli, sem hann girnist, en hefði haft ástæður til að eyða þessum krónum til kaupa á miður þörfum varningi frá útlöndum. Einnig finnst mér vel geta til mála komið bein afskipti í þá átt, að keyptar séu innlendar vörur fyrir hluta af því, sem fram er lagt til styrktar og atvinnuaukningar.

Því hefir verið haldið fram af stjórnarandstæðingum, að ekki myndi mögulegt að halda greiðslujöfnuðinum við útlönd í sæmilegu lagi á meðan nokkur innflutningur lánsfjár til landsins ætti sér stað. Virðist það þó liggja í augum uppi, hve fjarstæðar slíkar kenningar eru. Vitanlega stendur það yfirleitt í valdi þjóðarinnar sjálfrar, hvort hún notar ný lán, sem tekin eru, til þess að kaupa fyrir eða til þess að létta á eldri skuldum. Séu lánin notuð til þess að létta á eldri skuldum, auka þau vitanlega ekkert kaupgetuna í landinu né eftirspurnina eftir erlendum varningi. Lántökur ársins 1935 munu áreiðanlega ekki valda neinum vandkvæðum að þessu leyti, því að skuldirnar við útlönd eftir árið 1934 eru svo tilfinnanlegar hjá bönkum og öðrum, að fyllilega mun vera not fyrir lánsupphæðirnar eða tilsvarandi upphæðir til þess að létta á þeim skuldum. — Sogslánið, það er að segja sá hluti þess, sem fer til kaupa á erlendum vélum til virkjunarinnar, hefir að þessu leyti alveg sérstöðu, og hefir verið drepið á hana áður. Þrátt fyrir það, að stjórnarandstæðingar hafa þannig í öðru orðinu alltaf haldið því fram, að við innflutninginn yrði ekki ráðið til neinnar hlítar, hefir það þó alltaf komið fram í hinu orðinu, að þeir búast við því, að við hann geti að öllu leyti orðið ráðið, en þá hefir það fylgt um leið, að ef vöruinnflutningurinn væri takmarkaður svo, að framboð erlendra vara væri ekki í réttu hlutfalli við eftirspurnina í landinu, þá yrði óbærileg verðhækkun.

Ég skal ekki bera á móti því, að ef eftirspurnin verður meiri innanlands en hægt er að fullnægja með erlendum vörum, þá kunni vöruseljendur að falla fyrir freistingunni og hækka verð á vörunum, en í þessu sambandi finnst mér þó rétt að taka það fram, að víðast hvar á landinu starfa kaupfélög, sem vafalaust telja það hlutverk sitt að halda verðlagi hæfilegu.

Um leið og stjórnarandstæðingar gagnrýna á þennan hátt, sem ég nú hefi rakið, fjármálastefnu stjórnarinnar, halda þeir því fram, að einungis eitt óbrigðult ráð sé til til þess að halda greiðslujöfnuðinum við útlönd hagstæðum. Ráð þetta sé að takmarka kaupgetuna í landinu með því að skera niður verklegar framkvæmdir. Það þarf ekki að lýsa því með mörgum orðum, hverjar afleiðingar af slíkri fjármálastefnu myndu verða: Atvinnuleysi myndi aukast, kaupgeta almennings minnka, markaður fyrir allar vörur, og þar með taldar og ekki sízt innlendar framleiðsluvörur, myndi stórlega versna, og yrðu það þá ekki einungis verkamenn, sem sypu seyðið af þessari stefnu, heldur einnig bændur, iðnaðarmenn og allir þeir, sem eiga afkomu sína undir því, að vörusalan innanlands gangi greiðlega. Hygg ég, að engum geti blandazt hugur um, að það er skynsamlegri stefna í þessum málum að takmarka innflutninginn með sérstökum opinberum ráðstöfunum, án þess að draga nokkuð úr kaupgetunni hjá almenningi, og fá þannig um leið aukinn og bættan markað fyrir innlendar framleiðsluvörur, heldur en að halda greiðslujöfnuðinum við útlönd hagstæðum með því að þrengja kosti almennings svo mjög, að hann eigi ekki kost vörukaupa, og stórskemma þá um leið markað fyrir innlenda framleiðslu og rýra afkomumöguleika allra þeirra, sem lifa af framleiðslu fyrir innlendan markað. Hitt er annað mál, að svo getur að ríkissjóði sorfið í sambandi við almenna fjárhagsörðugleika, að lækka þurfi framlög til framkvæmda af þeim orsökum.

Ég vænti, að það hafi nú komið greinilega fram hjá mér, að stefna stj. í þessum málum er sú, að koma jöfnuði á viðskipti okkar við útlönd. Er þetta í beinu framhaldi af því, sem ég lýsti yfir á síðasta Alþingi. Í fjárlagaræðunni á síðasta Alþingi komst ég m. a. svo að orði, þegar ég lýsti athugunum stjórnarinnar á þessum málum:

„Varð þá fyrst að slá því föstu, að innflutningur vara hlýtur að miðast við það, sem þjóðin getur borgað með andvirði þess hluta ársframleiðslu sinnar, sem seldur er til útlanda og ekki rennur til greiðslu af lánum og annara óumflýjanlegra útgjalda. Til lengdar er ekki hægt að halda áfram að stofna til skulda erlendis vegna of mikilla vörukaupa“.

Hinu ber alls ekki að leyna, að til þess að stöðva skuldasöfnunina við útlönd þarf þjóðin að gera mikið átak. Það er og ljóst, að sú truflun, sem stórfelld takmörkun innflutningsins hefir á öll viðskipti, verður miklu stórfelldari vegna þess, hvernig um þessi mál hefir farið undanfarin ár. Athugið það, að 1933 seljum við vörur til útlanda fyrir 51 millj. og 800 þús. kr., og þó versnar hagur okkar um a. m. k. 3 millj., og 1934 — síðasta ár — höfum við selt vörur til útlanda fyrir um 49 millj. króna (endanlegur útflutn. reynist yfirleitt 10% hærri en samkvæmt bráðab.skýrslu), og samt hefir hagur þjóðarinnar út á við versnað stórkostlega, sennilega um 10 millj. króna. Á þessu ári getum við hinsvegar jafnvel búizt við, að útflutn. okkar fari niður í 40 millj., en því fremur verður að stöðva skuldasöfnunina. Meðalútflutningur síðustu 2 ára hefir numið rúml. 50 millj. Sú upphæð hefir þó alls ekki verið látin nægja til vörukaupa og annara greiðslna. Skuldir hafa safnazt. Þær víðtæku ráðstafanir, sem gera þarf nú til þess að stórum lækkaður útflutningur verði látinn nægja til greiðslu vara og annara greiðslna til útlanda, verða vitanlega ekki sársaukalausar, en þær verða að framkvæmast. Þess er líka skylt að minnast, að þær hefðu valdið minni sársauka og ekki þurft að vera eins víðtækar, ef andvirði útflutningsvaranna undanfarið, þegar betur áraði, hefði verið látið hrökkva fyrir greiðslum þjóðarinnar.

Yfirlit það, sem ég nú hefi gefið um afkomu ríkissjóðs á árinu 1934, og afkomu þjóðarinnar út á við á því ári, sýnir að mestu það ástand, sem ríkir í þessum málum, þegar núv. stj. tekur við. Verður það ástand að teljast alvarlegt, þar sem greiðsluhalli ríkissjóðs hefir orðið mjög verulegur, útgjöldin reynzt um 17 millj., verzlunarjöfnuðurinn við útlönd verið okkur mjög óhagstæður, þrátt fyrir meiri útflutning en búast má við á þessu ári, og afkoma okkar út í við sennilega versnað um 10—11 millj. kr. á árinu 1934.

Það fyrsta, sem ríkisstjórnin taldi, að hún yrði að snúa sér að í fjármálunum, var að gera ráðstafanir til þess að stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar við útlönd. Hefi ég nokkuð drepið á það hér að framan. Verður slíkt vitanlega ekki létt verk, þar sem innflutningurinn þarf að færast jafnstórkostlega niður og raun er á. Þessi mikli niðurskurður á innflutningnum eykur vitanlega þá erfiðleika, sem fyrir eru á því að halda jöfnuði á tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Á síðasta þingi tók ríkisstj. þá stefnu, að vega upp á móti væntanlegri tekjurýrnun af minnkuðum innflutningi með því að gera nokkra hækkun á sköttum og tollum og reyna að tryggja ríkissjóði svipaðar tekjur og hann hefir haft undanfarin ár, eða um 14 millj. kr. Jafnframt væru í fjárl. fyrir árið 1935 gerðar ráðstafanir til þess að halda uppi verklegum framkvæmdum.

Fjárlagafrv. það, sem hér liggur fyrir, er samið á sama grundvelli og fjárlagafrv., sem stj. lagði fyrir síðasta þing, verklegar framkvæmdir eru svo að segja hinar sömu. Hinsvegar eru útgjöld þessa fjárlagafrv. rúml. 300 þús. kr. hærri en útgjöld frv., sem stj. lagði fyrir síðasta þing, en því nær jöfn útgjöldum gildandi fjárlaga fyrir árið 1935. — Ástæðurnar til þess, að stj. hefir orðið að hafa þetta frv. rúml. 300 þús. kr. hærra en frv. fyrir 1935, eru þær, sem nú skal greina.

Afborganir lána á árinu 1936 verða nál. 200 þús. kr. hærri en þær voru áætlaðar í fjárlagafrv. fyrir 1935. Kemur þessi hækkun þannig fram, að 1936 kemur í fyrsta skipti til greiðslu á afborgun af enska láninu frá 1930, sem nemur um 117 þús. kr. Ennfremur verður að hækka afborganir af vega- og brúargerðalánum um 40 þús. kr., og reikna verður með afborgun af láni vegna ábyrgðar fyrir síldareinkasöluna, sem nemur 50 þús. kr. þá verður að telja afborgun af láni, sem tekið var af landssímanum til þess að reisa stuttbylgjustöð, og nemur hún um 76 þús. kr. Ennfremur eru nokkrar hækkanir á afborgunum af öðrum lánum, sem ég sé ekki ástæðu til að telja hér upp. Hinsvegar þarf ekki að reikna með afborgun af láni útvarpsstöðvarinnar hjá Marconi-félaginu, þar sem greiðslu þess láns verður lokið árið 1935, og nemur sú upphæð 124 þús. kr. Þannig nema hækkanir afborgana að frádr. lækkunum nálega 200 þús. kr., eins og áður er sagt.

Þá hefir stj. og orðið að hækka ýmsa áætlunarliði í fjárl. með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengizt hefir á árinu 1934, en ekki lá greinilega fyrir, þegar fjárlagafrv. fyrir 1935 var samið. Þær áætlunarupphæðir eru þessar helztar: Barnakennaralaun um 40 þús. kr., tollgæzlukostnaður um 20 þús. kr., rekstrarstyrkur héraðsskóla um 20 þús. kr., lögboðið tillag til byggingarsjóða verkamanna um 20 þús. kr. og sakamálakostnaður um 20 þús. kr. Samtals um 120 þús. kr.

Þannig stendur þá á hækkun útgjaldanna frá frv. stj. í fyrra: nál. 200 þús. kr. vegna afborgana af lánum, og rúml. 100 þús. kr. vegna hækkunar áætlunarliða.

Tekjur ríkissjóðs eru í frv. áætlaðar svo að segja þær sömu og í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Lá ekkert fyrir, þegar frv. var samið, sem gaf ástæðu til verulegra breytinga á þeim áætlunum. Hinsvegar hafa síðan komið mjög alvarlegar fregnir um takmarkanir fiskinnflutnings til Ítalíu. Á tímabilinu frá 19. febr. til 31. marz mun niðurfærslan nema um 80%. Ef ekki rætist úr þessu, má búast við, að ekki standist tekjuáætlanir fjárl.frv. né heldur áætlun gildandi fjárlaga, vegna minnkandi innflutnings. Er það og karlmannlegra, að taka því, þótt tolltekjurnar bregðist, heldur en að halda uppi óeðlilega háum vöruinnflutningi til þess að skapa ríkissjóði tekjur.

Stjórnarandstæðingar tala mikið um eyðslu stj. og þau háu fjárl., sem borin séu fram. Þessar ásakanir þykir stj. næsta einkennilegar, þegar þar koma frá mönnum, sem hafa borið ábyrgð á þing- og stjórnarráðstöfunum undanfarinna ára. Sjálfstfl. átti mikinn þátt í og bar vitanlega fulla ábyrgð á frágangi fjárl. fyrir árin 1933 og 1934. Það er að vísu rétt, að útgjaldahlið þessara fjárlaga var lægri en útgjaldahlið þeirra fjárlaga, sem núv. stj. leggur fyrir, en útgjaldahlið landsreikninganna fyrir þessi ár sýnir allt aðra niðurstöðu. Hún sýnir 15 millj. kr. útgjöld 1933 og 17 millj. kr. útgjöld 1934. Sjálfstæðismenn eru einnig sýnilega í hinum mestu vandræðum með afstöðu sína, og ber málflutningur þeirra þess ljósan vott. T. d. vil ég taka hér upp ummæli úr grein, sem fyrir nokkrum dögum kom í Mbl., og væntanlega kemur í Ísafold. Greinin er um fjárlögin og fjármálastefnu stjórnarinnar. Í greininni er talað um þá hækkun á útgjöldum, sem sé í þessu fjárlagafrv., sem hér liggur fyrir, miðað við frv., stj. frá í fyrra. Er á þennan hátt gerð grein fyrir útgjaldahækkunum. Blaðið spyr fyrst:

„En hvernig stendur þá á þessum gífurlegu útgjöldum á fjárlagafrumvarpinu? munu ýmsir spyrja. Svar við þeirri spurningu liggur orðið fyrir. Það er uppskeran af fjármálastefnu stjórnarinnar og síðasta þings, sem er nú að koma í ljós. Það eru hin mörgu og alóþörfu lög bundnu útgjöld, sem síðasta þing samþykkti, sem nú hækka stórlega heildargjöldin á fjárlagafrumvarpinu. Það eru hin mörgu embætti, bitlingar og bein, sem falin eru í ýmsum lögum, sem nú verða að ganga fyrir framlögum til verklegra framkvæmda. Þessi alóþörfu útgjöld nema vafalaust hundruðum þúsunda króna“.

Ég gerði áðan grein fyrir hinum raunverulegu orsökum hækkunarinnar. Blaðið minnist ekki á þar. Það slær því föstu, að hækkunin sé vegna stórfelldri lögboðinna útgjalda, sem síðasta þing hafi gengið frá. Sannleikurinn er sá, að í þessu fjárlagafrv. er ekki ein einasta upphæð til hækkunar, sem nokkru máli skiptir, sem í frv. er sett samkv. fyrirmælum laga frá síðasta þingi. Ummæli blaðsins um þetta atriði eru því ósannindi, og vitanlega sett fram í þeim eina tilgangi að villa þá, sem lesa blöð Sjálfstfl. ein og trúa blint því, sem í þeim stendur. Þá er ekki síður ástæða til að minnast á skraf annara blaða. Í Framsókn er t. d. sagt þannig frá hækkun lánsheimildar handa ríkisstj., sem samþ. var af öllum flokkum nú í þingbyrjun:

„Áður en gengið var til forsetakosninga í þinginu í gær, var útbýtt frumvarpi frá fjármálaráðherra um að veita stjórninni heimild til að taka lán handa ríkissjóði allt að 113/4 millj. króna. Bærilega byrjar það“.

Öll klausan er með breyttu letri. Með þessu á að gefa það í skyn, að nú ætli stj. að auka skuldir ríkissjóðs um þessa upphæð. Þó veit sá, sem klausuna ritar, jafnvel og allir þeir, sem með þessu hafa fylgzt, að lánið á að ganga til greiðslu eldri lausaskulda, undanskilið rúml. 800 þús., sem ganga væntanlega til þess að létta erfiðleikana við fisksöluna, skv. lögum um fiskimálanefnd o. fl.

Klausuritarinn veit það líka jafnvel og aðrir, að núv. ríkisstj. hefir ekki myndað þær lausaskuldir, sem greiða á með þessu láni. Hann veit og mjög vel, að Þ. Briem, 10. landsk., sem stendur að blaðinu, hefir átt drjúgan þátt í að mynda þessar skuldir. En þó að klausuritarinn viti þetta allt mjög vel, þá grunar hann, að til séu þeir meðal lesenda, sem ekki viti þetta, og því sé ómaksins vert að prófa, hvort ekki sé hægt að læða því inn hjá einhverjum, að stj. sé nú að auka ríkisskuldirnar með 113/4 millj. nýrri lántöku.

Það væri óneitanlega æskilegt, að umræður um fjármál, sem alltaf hljóta að verða nokkuð flóknar, gætu farið þannig fram, að allir byggðu á þeim tölulegu staðreyndum, sem fyrir liggja, blekkingalaust. Hitt er svo annað mál, að ágreiningur getur verið um sjálfa fjármálastefnuna.

Ef fjármálastefna stj. væri jafnfráleit og andstæðingarnir halda fram, ætti þeim einmitt að vera umhugað um að flytja hana fólkinu eins og hún raunverulega er.

Það er augljóst, að lækkun ríkisútgjaldanna frá því, sem nú er, er mjög erfitt verk, og verður ekki framkvæmt svo að nokkru verulegu nemi, nema niður verði skorin framlög til verklegra framkvæmda og til atvinnuveganna. Þau framlög ber þó vitanlega ekki að lækka nema brýn þörf sé fyrir hendi og ókleift reynist að afla fjárins handa ríkissjóði.

Annars er það mjög eftirtektarvert, hve lögbundin útgjöld ríkissjóðs eru orðin há. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að þetta stafar að verulegu leyti af því, að ýmsir lagabálkar hafa verið samþ., án þess að Alþingi hafi gert sér fulla grein fyrir þeim útgjöldum, sem af þeim leiddi. Reynsla undanfarinna ára í þessum efnum gefur að mínu áliti fullt tilefni til þess, að upp verði tekin sú regla, að ekkert lagafrv. verði afgr. frá Alþingi, sem útgjöld hefir í för með sér, án þess að útgjöldin séu takmörkuð við einhverja hámarksupphæð. Á síðasta þingi drap ég á, að reglu þessa yrði að taka upp. En sú uppástunga fékk ekki verulegar undirtektir. Að þessu verður þó að hverfa, til þess að ekki reki á reiðanum um afkomu ríkissjóðs.

Áður en ég lýk máli mínu um fjárlagafrv. fyrir 1936 og fjármálastefnu stj., mun ég minnast nokkrum orðum á ríkisábyrgðirnar. Stj. tók þá afstöðu á síðasta Alþingi að standa yfirleitt á móti ríkisábyrgðum. Á þessu þingi mun stj. halda fast við þá stefnu. Hefir hún ekki tekið upp í fjárlagafrv. neina nýja ábyrgðarheimild, aðeins gert ráð fyrir framlengingu tveggja ábyrgða, sem eru í gildandi fjárl. Stj. var það þegar í upphafi ljóst, að í fullt óefni var komið ábyrgðarveitingum ríkissjóðs. Við athugun á málinu nú á milli þinganna kom það í ljós, að ríkisábyrgðir voru 74 talsins og námu samtals um 27 millj. króna. Þar af eru erlend lán rúml. 35 millj. Á síðasta landsreikningi eru hinsvegar taldar 27 ábyrgðir. Hefir því vantað allmikið á, að allar væru taldar. Hinsvegar voru það þó yfirleitt hinar smáu ábyrgðir, sem á reikninginn vantaði.

Sennilega eru fá ríki svipað stödd að þessu leyti og við. Veldur því ýmislegt, en þó ekki sízt smæð þjóðarinnar og þörf fyrir erlent veltufé. Verður ekki hjá því komizt að taka upp nýjar leiðir í þessum efnum.

Þá þykir mér hlýða að skýra frá því, að á laugardaginn var gengið frá hinn fyrirhugaða ríkisláni til greiðslu á eldri skuldum, og var jafnframt notaður hluti af lánsheimild í lögum um fiskimálanefnd o. fl. Lánið er 580 þús. sterlingspund að upphæð. Vextir eru 4%, útboðsgengi 96%, kostnaður erlendis, þar á meðal stimpilgjald, 3%, og verður því útborgun til lántaka 93%. Lánið er til 35 ára og afborgunarlaust fyrstu 2 árin.

Lánið nemur um 11740 þús. ísl. kr. Að frádregnum afföllum og kostnaði um 10900 þús. Af þeirri upphæð fara um 6,7 millj. til greiðslu á lausaskuldum ríkissjóðs, sem myndazt hafa árin 1930 (1,5 millj.) og 1932—34, um 3315 þús. ganga til greiðslu á lausaskuld Útvegsbankans frá 1930—31, sem ríkissjóður var í ábyrgð fyrir. Afgangurinn, um 850 þús. kr., er því tekinn að láni samkv. lögum um fiskimálanefnd o. fl. En samkv. þeim lögum er heimilt að verja allt að einni millj. kr. til þess að styrkja nýjar verkunaraðferðir á fiski og annað, sem verða mætti til bjargar fiskframleiðslu landsmanna.

Raunverulegir vextir af láni þessu eru 4,58%. Til samanburðar má geta þess, að vextir af Sogsláninu voru um 5,35 % og vextir af ríkisláninu 1930 um 6,12%. Erfiðara er að fá fullan samanburð við „konverteringarlánið“, sem tekið var í fyrra. Nafnvextir á því voru 5%.

Ávinningurinn fyrir ríkissjóð við þessa lántöku er í fyrsta lagi fólginn í ca. 24 þús. kr. vaxtasparnaði á ári, miðað við vaxtagreiðslu af þeim lánum, sem fyrir voru. Í öðru lagi því, að lán til 35 ára er nú komið í stað lausra lána, sem hægt var að segja upp svo að segja hvenær sem var.

Ég hefi nú ef til vill verið langorðari en góðu hófi gegnir og komið víðar við en sumum finnst ástæða til. En venjulega hefi ég ekki tíma til að taka þátt í hinum stöðugu blaðaumræðum um fjármál né, koma á opinberan vettvang öllum þeim leiðréttingum, sem þörf væri á, og verð ég því að nota þetta tækifæri til þess að koma fram með þær skýringar og þau rök, sem mér þykir mestu máli skipta.

Áður en ég læt staðar numið vil ég taka það fram, að síðan fjárlagafrv. fyrir 1936 var samið, nú fyrir mánuði síðan, hefir viðhorfið breytzt töluvert. Síðan hafa komið fregnir um stórfelldar innflutningstakmarkanir á Ítalíu. Veit enginn, hversu fer um þann innflutning á þessu ári. Ef ekki rætist úr frá því, sem nú horfir, rýrist fiskútflutningur okkar enn stórlega frá því, sem var í fyrra. Gæti svo farið, ef ekki fengist frekari vitneskja um fisksöluna á þessu ári, áður en til endanlegrar afgreiðslu fjárl. kæmi, að réttara þætti að draga hana þangað til síðar á árinu.