03.12.1935
Neðri deild: 89. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (2326)

179. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég ætlaði bara að geta þess, að ég var kosinn frsm. að þessu máli til 2. umr., en var þá veikur, og vildi ég því nú láta það koma fram, að allshn. er öll sammála um að leggja til, að frv. þetta verði samþ. Er hér ekki um annað að ræða en að flytja prestssetrið frá Svalbarði til Raufarhafnar, sem allir geta verið með, að sé rétt.