07.11.1935
Neðri deild: 67. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

164. mál, skipun barnakennara

Flm. (Bjarni Bjarnason):

Verið getur, að þetta sé of rækilega fram tekið í frv. En tilgangurinn er vitanlega sá, að auk þess að auglýsa, þá geri skólanefnd það, sem í hennar valdi stendur, til þess að útvega hæfan kennara. Yrði það vitanlega á valdi skólanefndar og fræðslumálastjóra í hvert sinn að skera úr, hvað telja má hæfan mann, eða hvern hæfastan af þeim, sem kostur er á.