03.12.1935
Neðri deild: 89. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1431 í B-deild Alþingistíðinda. (2367)

164. mál, skipun barnakennara

Gísli Sveinsson:

Það hefði, ef vel hefði átt að vera, mátt segja nokkuð mörg orð um þetta mál, sérstaklega eins og það var rætt á síðasta fundi. En þegar málið er komið inn á þá braut, sem brtt. hæstv. kennslumálaráðh. hafa leitt það inn á, þá get ég vel sætt mig við — sérstaklega með tilliti til þess, að það á eftir að fara í gegnum Ed. — að falla frá orðinu og fylgja brtt. hæstv. ráðh.