18.11.1935
Neðri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (2409)

150. mál, Brunabótafélag Íslands

Jakob Möller:

Minn fyrirvari gildir almennt um Brunabótafélag Íslands, þannig, að ég tel varlegra um sinn, að starfsemi félagsins sé lítið beint að vátryggingu lausafjár í stórum stíl. Að vísu er í þessu frv. ekki heimilað að vátryggja vörubirgðir verzlana, sem er áhættusamast, og sé ég því ekki ástæðu til að gera frekari ágreining, en tel hinsvegar rétt að fara varlega í þessar vátryggingar.