13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1493 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

80. mál, nýbýli og samvinnubyggðir

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ef það er almanna vilji fyrir því í þessari hv. d. að fá það inn í þetta frv., að landbrh. og nýbýlanefnd fái yfirstjórn yfir því, til hvaða jarða eigi að velta lán til endurbygginga og nýbygginga, þá vildi ég benda þeim mönnum, sem flytja brtt. á þskj. 788, á það, að ef fyrri liður brtt. verður samþ., þá á vitanlega að falla burt síðari máls. fyrri málsgr. 23. gr. frv.

En hinsvegar vona ég, að ekki þurfi að koma með brtt. til að lagfæra þetta, og að menn geti orðið sammála um að drepa þessar till., því að það er áreiðanlega engin ástæða til þess að láta nýbýlan. og landbúnaðarrh. fá yfirráðin yfir því, hvaða lán eigi að veita úr þessari deild Búnaðarbankans frekar en öðrum deildum bankans. Það er einmitt — og ekki síður — ástæða fyrir nýbýlan. að skipta sér af ræktunarsjóðslánum, og þess vegna hygg ég enga ástæðu til þess að samþ. till.

því er snertir brtt. hv. þm. V.-Húnv., þá er ég þeim alveg mótfallinn. Það var talað um margar tölur í n. sem hámarkstölur fyrir lánveitingum, en síðast varð samkomulag í n. um þá tölu, sem stendur í brtt. hennar. Nm. voru að vísu sammála hv. þm. V.-Húnv. um það, að það væri full þörf fyrir þá, sem nýbýli byggðu, að fá hærri styrk og meiri lán. En n. byggði afstöðu sína til þessara till. á því, að þegar tillit er tekið til þess, að með því að skapa nýbyggjendum sérstaklega hagkvæm kjör, þá yrði töluverð hætta á því, að ýmsir af þeim bændum, sem erfiðasta aðstöðu hafa, freistuðust til þess að yfirgefa jarðir sínar og reyna að komast yfir nýbýli. Það var með tilliti til þessa, sem við vildum ekki fara hærra upp, og svo líka vegna þess, að við töldum betra, að vextir yrðu ekki lítt bærilegir.

Ég hygg, að hv. þm. V.-Húnv. hafi ekki athugað þessa hlið málsins nægilega, þegar hann samdi sínar brtt. En ég vona, að hv. þdm. geti eftir atvikum sætt sig við það, sem í frv. stendur, og legg ég því til, að allar brtt. við frv. verði felldar.