07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 1. kafla (Jónas Guðmundsson):

Í nál. fjvn. er gerð nokkur grein fyrir niðurstöðum þeim, sem leiðir af brtt., er n. flytur. Ég skal nú hv. þm. til skýringar taka þetta nokkuð nánar fram, áður en ég vík að þeim einstöku till., sem mér þykir þurfa að fara einhverjum orðum f. hönd n.

Það er þá um tekjubálkinn að segja, að samkv. till. n. eru tekjur í 2. gr.,

skatta- og tolltekjur, áætlaðar ............. 11265000 kr.

Tekjur í 3. gr. A. af rekstri ríkisstofnana .... 2437860 –

Tekjur í 3. gr. B. af fasteignum ríkisins ........ 24650 –

eins og áætlað er í fjárlagafrv.

Tekjur í 4. gr., vaxtatekjur, eru áætlaðar .... 515473 –

og ýmsar tekjur í 5. gr. ……………………… 50000

Raunverulegar peningatekjur ríkisins eru þannig samtals á

ætlaðar samkv. till. n. ........ 14477985 kr.

Heildarupphæð teknanna í niðurstöðutölum nál. er þó nærri 300 þús. kr. hærri, því þar eru meðtaldar fyrningar, sem fæðar eru til jafnaðar á eignahreyfingum.

Hinsvegar eru gjöldin alls samkv. till. n. áætluð 14634505 kr., en þar frá dragast fyrningar, sem til gjalda eru taldar í fjárlagafrv. og nema 289051 kr., svo raunverulegar greiðslur ríkissjóðs eru áætlaðar 14345454 kr. Tekjuafgangur verður því um 132500 kr., eins og segir í nál.

Þá skal ég víkja að brtt. þeim, sem fyrir liggja frá fjvn., og eru þær 99, sem í minn hlut kemur að tala um. Yfir tekjubálkinn get ég farið mjög lauslega. Eins og getið er um í nál., er aðaltekjuhækkunin í áfengistollinum, en aðaltekjulækkunin er hinsvegar á tekju- og eignarskattinum. Hinar aðrar brtt. við tekjubálkinn eru að mestu leiðréttingar í þá átt að gera fjárlagafrv. eins og það virðist eiga að vera eftir þeim reikningum, sem nú liggja fyrir fjvn., og eftir því, hvernig tekjurnar reyndust árið 1934, með tilliti til þeirra ráðstafana, sem gerðir voru á síðasta þingi að því er snertir tekjur ríkissjóðs. Tekjur af rekstri landssímans eru áætlaðar 55000 kr. hærri í till. n. heldur en frv.; stafar það af því, að n. leggur til, við framlag til einkasíma í sveitum lækki um 20 þús., og að starfsmannalaun o. fl. í rekstri og viðhaldi landssimans lækki um 35 þús. Þá er ríkisútvarpið; þar hækkar n. tekjuafganginn um 20000 kr. Stafar það af ýmsum breyt. á rekstri útvarpsins, sem n. gerir till. um. M. a. eru starfsmannalaun þar allmikið athuguð og samræmd; útvarpsefnið tekið sérstaklega út úr og útvarpsráðinu vegna þess fengnar til ráðstöfunar 1000 kr. á viku að meðaltali yfir árið. Ágóði viðtækjaverzlunarinnar er gert ráð fyrir, að renni allur í ríkissjóð; er það þó fremur skoðið sem greiðsla upp í væntanlegan kostnað við stækkun stöðvarinnar heldur en upphaflegan stofnkostnað.

Þá eru hér tveir nýir liðir, brtt. 16. a. og b., en það eru tekjur af bílaeinkasölu og raftækjaverzlun ríkísins, sem nú eru áætlaðar í fjárlögum í fyrsta sinn. 17. brtt., sundurliðun landssímans, þarf ekki að fjölyrða um. þó skal ég benda á viðaukagreinina, sem í till. n. stendur, um að símtalauppbót greiðist eftir fyrirmælum fjvn. Um greiðslu þessarar uppbótar er nokkuð breytt til á þann veg, að hún fellur óskipt til þeirra, sem lægst eru launaðir, en dregst úr henni að því er snertir þá, sem hærra eru launaðir. Fæst með þessu nokkur sparnaður, eins og fram kemur í till. n. Þá er í 18. brtt. — sem er við sundurliðun landssímans, eignabreytingar, — lagt til, að dregið verði úr byggingu nýrra símalína, þannig, að fyrir 90000 komi 50000. Er það í samræmi við aðrar till., sem n. gerir, um að draga helzt úr þeim framkvæmdum, sem nota þarf til mikið af útlendu efni. Það er ætlunin, að fyrir þá upphæð, sem eftir stendur, verði fyrst og fremst byggð ein lína, sem orðin er ónothæf, Raufarhafnarlínan; álítur landssímastjóri, að 50 þús. kr. geri ekki mikið meira heldur en að hrökkva til hennar.

Um hækkunina á brúttótekjum áfengisverzlunarinnar er það að segja, að það er leiðrétting samkv. því, sem tekjurnar hafa reynzt að undanförnu, og kemur sú hækkun vitanlega fram á 3. gr. A.

Sundurliðun ríkisútvarpsins hefir n. unnið að, í samráði við útvarpsstjóra og útvarpsráð, að gera greinilegri en verið hefir.

Þá er 21. brtt., um vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Það er leiðrétting, sem leiðir af því, að á árinu fór fram stórkostleg lántaka fyrir ríkissjóð, þannig aðlausaskuldirnar minnkuðu mjög mikið, en föstu ensku lánin jukust að sama skapi.

Þá er 22. brtt., sem er við alþingiskostnaðinn. Þar gerir n. till. um 60 þús. kr. sparnað, sem byggist á því, að felld verði niður ritun þingræða og prentun umræðuparts. Till. svipaðs efnis var vísað frá í fyrra af hæstv. forseta, á þeim grundvelli, að lagabreyt. þyrfti að ganga á undan. Virðist því vera þýðingarlaust að bera fram þessa till. fyrr en lagt hefir verið fram a. m. k. frv. um þingskapabreyt. í þessa átt og fenginn meiri hl. fyrir því. Ímynda ég mér, að ekki sé um annað að gera fyrir fjvn. heldur en að taka þessa till. aftur til 3. umr., þar sem telja má víst, að henni verði ella vísað frá (Forseti: að skoða þetta þannig, að till. sé tekin aftur?). Nei, ég vil bera mig saman við fjvn. um þetta. Sjálfur er ég á móti till., og ég geri ráð fyrir, að fleiri úr mínum flokki séu það, en slíkt kemur fram þegar málið verður sérstak lega til umr., ef frv. kemur fram um það. Hinsvegar ber n. fram sína till. af því, að þarna vill hún sýna fram á, að spara mætti 60 þús. kr. Og ég mun halda mér hér við þá hlið, sem að sparnaðinum lýtur, án tillits til annara ástæðna, sem vera kunna með eða móti einstökum till.

Um 23. og 24. brtt., sem eru um stjórnarráðið og ríkisféhirði, og 25. brtt., sem er um hagstofuna, er það að segja, að allt eru þetta leiðréttingar samkv. því, sem álitið er, að þessir liðir þurfi að vera.

26. brtt. gerir ráð fyrir 4000 kr. lækkun á heildarkostnaðinum við sendiráðið í Kaupmannahöfn. Stafar það af niðurfærslu á launum sendiherra, sem nú er gert ráð fyrir, að hafi sömu laun og ráðherra. Hinsvegar hækkar embættiskostnaðurinn nokkuð á móti, en mismunurinn nemur 4000 kr. sparnaði.

Þá er 27. brtt. við liðinn: samningar við erlend ríki; þar er gert ráð fyrir stórkostlegri hækkun, eða úr 15000 kr. upp í 60000. Fyrir dyrum standa — eða eru máske hafnir — samningar við Spán; ekki er annað vitað en að það þurfi að hafa samninga við England á næsta ári, og ennfremur er ráðgerð endurskoðun á samningum við Noreg. Til þessa alls — og sennilega fleiri ferða til samninga — hefir þótt rétt að ætla nokkra upphæð í fjárl., samkv. till. hæstv. fjmrh.

Þá er 28. brtt. um hæstarétt. Hún gerir ráð fyrir 6000 kr. hækkun, sem stafar af því, að samkv. l. um hæstarétt, sem samþ. voru hér í fyrra, á hæstiréttur nú sjálfur að ráða ritara sinn, og fellur þar af leiðandi niður athugasemdin, sem fylgt hefir þessum lið í fjárl. Hæstaréttarritari hefir hingað til ekki tekið laun sín hjá hæstarétti sjálfum nema að nokkru leyti, heldur hafa laun hans verið talin hjá ráðuneytinu, en nú á hæstiréttur að greiða þau sjálfur samkv. l. frá því í fyrra. Því þykir óhjákvæmilegt að hækka þennan lið verulega, og hafa hæstaréttardomararnir fært n. heim sanninn um, að um lægri upphæð gæti ekki verið að ræða.

Þá eru brtt. 29.–31. leiðréttingar á viðkomandi liðum á þann hátt, sem áður hefir verið lýst.

Í 32. brtt. hefir liðurinn „skrifstofukostnaður tollstjóra“ af misgáningi orðið 4800 kr. lægri en vera átti, því það fell niður að telja laun eins tollritarans, eins og sjá má af samanburði við starfsmannaskrána. Mun n. að sjálfsögðu bera fram leiðréttingu á þessu áður en umr. líkur.

33. brtt. er leiðrétting frá því, sem er í frv. Þá er 34. brtt. um að lækka og orða um liðinn: Lögreglustjóri, húsal. o. fl. Stafar það af því, að húsnæði logreglunnar verður ekki hér eftir talið til útgjalda, þar sem hún fær nú til afnota sérstakt hús í bænum.

35. brtt. er aðeins leiðrétting.

36. brtt. er um hækkun á liðnum toll- og löggæzla, sem stafar aðallega af því, að nauðsynlegt er talið að kaupa nýjan bíl til lögreglueftirlits, þar sem sá bíll, sem notaður hefir verið, er orðinn ónothæfur, og viðhaldskostnaðurinn gerir hann dýrari en að hafa nýjan bíl. Auk þess leiðir nokkur hækkun af aukinni löggæzlu; sérstaklega gera innflutningshöftin það að verkum, að betra eftirlit verður að vera með tollgæzlunni en verið hefir.

Af hækkun þeirri, sem 37. brtt. gerir ráð fyrir til Litla-Hrauns. er ætlazt til, að 5000 gangi til endurbóta á hælinu, en 10000 í rekstrarkostnað. Í fjárlagafrv. er rekstrarkostnaðurinn talinn a. m. k. 5000 kr. lægri heldur en hann kemur til með að verða á þessu ári, og aukin innrétting á byggingunni, til þess hægt sé að taka á móti fleirum, leiðir vitanlega af sér aukinn rekstrarkostnað.

Um lið 38 er það að segja, að þar er um að ræða greiðslu til kaupa á nýjum löggildingartækjum. Það er búið að kaupa þessi tæki, en þau koma ekki til greiðslu fyrr en á næsta ári.

Um lið 39 er það að segja, að þar er ráðgert að hækka um 1000 kr. styrkinn til barnaverndar. Þetta er aðeins leiðrétting, því að minni upphæð er ekki hægt að komast af með í sambandi við framkvæmd l. um barnavernd.

Sama er að segja um 40. lið, að þar er aðeins um leiðréttingu að ræða.

Um liði 41, embættisskeyti, 42, brunaábyrgðargjöld o. fl., 43, skattanefndir og skattstofa, 44, eyðublöð, bókband o. fl., 43, skrifstofukostnaður landlæknis, er hið sama að segja, að á öllum þessum liðum er aðeins um leiðréttingar að ræða, sem n. hefir orðið að gera, vegna þess að kostnaðurinn hjá þessum skrifstofum er orðinu þetta nú þegar.

Um lið 46 er það að segja, að þar er skipt upphæð, sem áður var á annan veg í fjárl., til 3 hreppa í Dalasýslu, og er það gert eftir beiðni hv. þm. Dal., en n. hafði ekki veitt þessu athygli.

Um lið 47.a er það að segja, að þar er lagt til, að styrkur til radíumsjóðs falli niður, og er það gert með samþykki þeirra, sem hlut eiga að máli.

Þá er 47.b nýr Iiður, sem er til kaupa á thoræcoskop, en það er áhald, sem notað er við berklalækningar. Má það teljast óhjákvæmilegt að verja 1600 kr. til kaupa á þessu áhaldi.

Þá er liður 48, þar sem n. leggur til, að liðurinn „utanferðir héraðslækna“ falli niður, og er það í samræmi við það, sem n. hefir lagt til, að utanferðastyrkir séu takmarkaðir eða felldir niður að mestu leyti, til þess að spara er lendan gjaldeyri.

Þá er liður 49, þar sem lagt er til, af námsstyrkur til geðveikralækna sé lækkaður um helming. Styrkurinn var upphaflega veittur til 2. en nú er aðeins 1 við nám, svo að n. hefir lækkað styrkinn um helming

Um brtt. frá 50 til 37 vil ég segja það, að eins og tekju er fram í nál. fjvn., þá hefir allur rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna verið saminn upp af fjvn. í samráði við landlækni og yfirstjórnir sjúkrahúsanna, og má ætla, að þessi áætlun standist, því það hefir verið reynt að hafa hana líka því, sem kostnaðurinn mun reynast í ár. Það hefir orðið samkomulag um, að reynt verði að lækka rekstrarkostnað sjúkrahúsanna enn um 10%, því það hefir sýnt sig, að sjúkrahús okkar eru dýrari í rekstri en sjúkrahús nágrannaþjóða okkar, eins og t. d. í Danmörku. Ég vil sérstaklega benda á 56. lið, þar sem sundurliðuð eru gjöld og tekjur hjá hverju sjúkrahúsi, og eftir þeirri niðurstöðu, sem þar er, ætti halli sjúkrahúsanna að nema 387 þús. og 321 kr. En n. ætlast til, að ef framkvæmdur er þessi 10% sparnaður, sem lagt er til í till. n., þá ættu heildarútgjöldin að vera tæplega 260 þús. kr. Hvort það tekst að öllu leyti, eða að hve miklu leyti það tekst, fer eftir því, hvert kapp einstakir læknar og stjórnir sjúkrahúsanna leggja á það, að þessi sparnaður verði raunverulegur.

Þá kem ég að 57. lið, sem er við 12. gr. 18 a, sem er um það, að fella niður styrkinn til sjúkrahúsa. Þessi styrkur til sjúkrahúsa, sem áætlaður er í fjárl. 15. þús. kr., er búinn að standa lengi í fjárl., og var hann upphaflega og á sínum tíma ætlaður til þeirra sjúkrahúsa, sem voru starfandi, þegar hann var settur inn í fjárl. En síðan hafa svo að segja árlega bætzt við ný sjúkrahús, og eru sum þeirra stór. Sum þessara sjúkrahúsa njóta styrks annarsstaðar, t. d. í Rvík. En þar sem styrkurinn hefir staðið óbreyttur í fjárl., en sjúkrahúsum hefir fjölgað mikið, þá er hann orðinn lítils virði. Honum hefir verið skipt niður ettir legudögum, og er hann nú ekki orðinn nema 10 aurar á sjúkrarúm fyrir hvern legudag. Nú hefir landlæknir átt tal við fjvn. og bent á, að nauðsynlegt sé að koma upp hjálparstöðvum, sem vísir er að í Rvík og á Akureyri. Og álítur hann, að það komi að betra haldi, ef þessir liðir eru sameinaðir í fjárl. og heilbrigðisstjórninni fengið nokkurt fé til þess að ráðstafa í samráði við bæina, til þess að reyna að bæta úr hinni miklu þörf, sem er fyrir það, að koma upp öflugum hjálparstöðvum í kaupstöðunum, og þá sérstaklega í Rvík, með tilliti til þess að hjálpa til að koma í veg fyrir sýkingarhættu og leiðbeina sjúklingum, sem eru með sjúkdóm á byrjunarstigi, svo að þeir þurfi ekki sjúkrahúsvist, og greiða fyrir sjúklingum, sem þurfa eftirlits með eftir að þeir eru komnir af sjúkrahúsum. N. fellst á að gera till. um það, að þessi styrkur til sjúkrahúsa, sem er í 12. gr. 18 a, sé felldur niður með öllu, en styrkirnir í 12. gr. 18.l. og m. sameinaðir og látnir heita til heilsuverndarstöðva, gegn tvöföldu framlagi annarsstaðar að, svo að þessi upphæð verður allt að 50 þús. kr. Nú var bæði landlækni og fjvn. það ljóst, að þessi styrkur er lítill, ef það ætti að koma upp öflugum heilsuverndarstöðvum strax. En meiningin er, að þetta sé aðeins byrjun, en sýni það sig, að þessar heilsuverndarstöðvar séu heppilegar og að bæjafélögin vilji styrkja þær, þá verður ekki hjá því komizt að auka þessa upphæð í næstu fjárl. En það er ekki ætlunin að fara hærra nú, heldur sjá til, hvernig þessi byrjun reynist, og verður þá auðvitað mest lagt upp úr því, hvernig reynslan verður í Rvík.

Um lið 58, sjúkrahús á Reyðarfirði, er það að segja, að n. leggur til, að hann falli niður, þar sem vitað er, að af þeirri byggingu verður ekki.

N. leggur til, að næsti liður, 59, sé hækkaður um 6 þús., en þar er um að ræða upphæð til læknisbústaða og sjúkraskýla. Alþ. berast alstaðar af landinu beiðnir og kröfur um hjálp til þess að kaupa eða byggja hús handa læknum, sem þeir staðir, er beiðnirnar senda, telja sig þurfa. Það er ætlazt til, að þessi styrkur skiptist þannig, að til sjúkrahúss og læknisbústaðar á Húsavík séu veittar 7500 kr., til sjúkrahúss og læknisbústaðar á Djúpavogi 5000 Kr., til sjúkrahúss og læknisbústaðar á Hofsósi 700 kr., til kaupa á röntgentækjum á Sauðárkróki 2800 kr. Auk þessa hafa borizt umsóknir frá Akureyri og Vík í Mýrdal til Röntgentækjakaupa, og er gengið út frá því, að þessir 2 kaupstaðir komi næst til álita, þegar styrkur verður veittur. Það hefir verið venja, að þetta hefir farið eftir því, sem umsóknir hafa borizt og meðmæli landlæknis hafa legið fyrir. Og svo er um bæði þessi kauptún.

Þá kem ég að lið 60, sem er um það, að veita 3 þús. kr. byggingarstyrk til fávitahælis á Sólheimum. Það er vitað, að fjárhagur þessa fyrirtækis, sem er einkafyrirtæki, hefir verið örðugur. Þetta er eina starfandi fávitahæli hér á landi, sem hægt er að koma sjúklingum á, og er því viðkunnanlegt að veita því þá viðurkenningu frá ríkissjóði, sem þessi styrkur er.

Næsta brtt., 61, er um næma sjúkdóma, og er hún nánast leiðrétting. Næmir sjúkdómar hafa geisað víða undanfarið. t. d. mænusótt, og verður óhjákvæmilegt vegna hennar að gera frekari ráðstafanir heldur en hægt er að gera með því fé, sem áætlað hefir verið í frv. til þessa, og því hefir þessi upphað verið hækkuð. Þá kemur liður 62. sem ég hefi minnzt á áður, sem er um það, að breyta 2 liðum, 1. og m., í einn lið, sem heitir til heilsuverndarstöðva. Og þarf ég ekki að fara frekari orðum um það.

Þá er liður 63, til sjúkraskýlis í Sandgerði, og er lagt til, að hann falli niður, þar sem byggingunni er lokið. Þá er brtt. 61, við 12. gr., sem er nýr liður og er um að veita 10 þús. kr. styrk til hjálpar mænusóttarsjúklingum þeim, sem verst hafa orðið úti. Skýrslur sýna, að 51 af þeim, sem veikina hafa tekið, hafa fengið lömun, talsvert mikla, en flestir þessara manna eru fátækir og verða því að liggja á kostnað hins opinbera, því að fáir þessara manna eiga að skyldmenni, sem eru aflögufær. Það er því lagt til, að heilbrigðisstj. fái 10 þús. kr. í þessu skyni. En það er auðvitað allt of lítið til þess, að sjúklingum þessum geti orðið verulegur atyrkur að því, en þetta er þó viðleitni, sem fjvn. hefir viljað sýna.

Þá kemur að 13. gr. fjárl., sem er náttúrlega einhver mesti vandræðagripur, og er vanalega sú greinin, sem mestri togstreitu og mestum ágreiningi veldur. Þá er fyrst brtt. 65 og 66, sem eru til fyrirtækja, sem eru í sambandi við vegamálastjóra. Annarsvegar er hækkun á aðstoð, sem vegamálastjóri hefir haft, og hinsvegar hækkun á skrifstofukostnaði, og eru þetta í raun og veru leiðréttingar, því það verður ekki komizt af með minna fé. Það eru sífellt að aukast þau störf, sem eru vegamálastjóra viðkomandi, vegna viðhalds og nýbygginga vega, og leiðir það af sjálfu sér, að skrifstofukostnaður hlýtur að aukast eins og hjá tilsvarandi stofnunum. Mun þar þó vera haldið svo vel á, að betur er ekki gert annarsstaðar hjá ríkissjóði.

Um allar till. frá 67–82, að báðum meðtöldum, er það að segja, að n. hefir gert um þá liði tili. með tilliti til þess, að sá skattur verði lagður á, sem mjög hefir verið rætt um meðal þm., þó að till. um hann hafi ekki enn komið fram. En þetta er hinn nýi benzínskattur, 4 aurar á lítra, sem ætlazt er til, að verði lagður á, og á að verja honum til malbikunar fjölförnustu vega umhverfis Rvík, til Suðurlandsbrautar og Holtavörðuheiðar og annara kafla á aðalþjóðleiðinni norður til Akureyrar og austur á land, sem nauðsynlegt er að endurbæta vel eða stytta. En þær reglur, sem eiga að gilda um þetta, eru ekki enn komnar til umr. En það má segja fyrirfram um þetta fyrirkomulag n., að ef þessi áætlaði benzínskattur verður ekki lögleiddur og látinn ganga til annara þjóðvega en þeirra, sem áætlaðir eru sérstak lega í fjárl., þá verður óhjákvæmilegt að endurskoða flestar till. n., ef ekki koma aukin framlög úr ríkissjóði. N. leggur til, að fjárveitingin til Holtavörðuheiðarvegar sé látin falla niður og að hann sé einn af þeim vegum. sem teknir eru á hinn nýja benzínskatt, en hann er einna þýðingarmesti kaflinn á aðalleiðinni norður. Út frá þessu sjónarmiði hefir n. svo skipt vegafénu á svipaðan hátt sem í fyrra, og reynt að skipta því sem jafnast á milli sýslna, og þó hlutfallslega látið mest ganga til þeirra, sem enn hafa minnst og ófullkomnast vegakerfi. Ég ætla að lesa upp skiptinguna eins og hún verður eftir till. n., sem fyrir liggja, og eftir frv.:

Gullbr.- og kjósarsýsla ....... ..... 10 þús.

Borgarfjarðarsýsla ............. ..... 10 –

Mýrasýsla ........................... ..…. 6 –

Snæfellsnessýsla .............. ... 10,5 –

Dalasýsla .................... ... 10,5 –

Barðastrandarsýsla ........... ... 10,5 –

Vestur-Ísafjarðars. (hækkun 2 þús.) 8 –

Norður-Ísafjarðarsýsla ....... ..... 8 –

Strandasýsla ................. ..... 10,5 -

vestur-Húnavatnssýsla ........ ..... 6 –

Austur-Húnavatnssýsla (Vatnskarðið) 6 –

Skagafjarðarsýsla …………… …. 17 –

Eyjafjarðarsýsla með Siglufirði ....17 –

S.-Þingeyjarsýsla ............. ..... 15 –

N.-Þingeyjarsýsla ............. ..... 10 –

Múlasýsla ................. ..... 16 –

Seyðisfjörður (Fjarðarheiði) . ..... 8 –

S.- Múlasýsla ................. ..... 16 –

Norðfjörður .................. ..... 15 –

A.-Skaftafellssýsla ............ ..... 8 –

V.-Skaftafellssýsla ............ ..... 8 –

Rangárvallasýsla ............. ..... 10 –

Árnessýsla ................... ….. 13 –

Alls 247 þús. s.

Auk þess er meiningin að taka til ræktunarvegar í Vestmannaeyjum 5 þús. kr., sem hefir því miður fallið niður úr till. n. við 16. gr. Þá er brtt. 82 um það, að framlagið til viðhalds þjóðvega hækki úr 550 þús. kr. upp í 650 þús. kr., og byggist það á reynslu þessa árs. Og ber að líta á það í þessu sambandi, að þetta fé fer fyrst og fremst til þeirra sýslna, sem eru búnar að fá vegina, og viðhaldsféð fer þá til þess að skapa atvinnu í þessum sýslum, og það ekki síður en það fé, sem varið er til nýbygginga vega, því að viðhaldsféð fer svo að segja eingöngu í vinnu.

Þá kem ég að lið 83, þar sem n. ætlast til, að framlagið til brúargerða sé lækkað um 30 þús. kr. Það er í rauninni ekki sýnt, hvort þetta tekst, og er það vegna eftirstöðva, sem eru á greiðslum vegna Hvítárbrúarinnar og Skjálfandafljótsbrúarinnar. Eftir upplýsingum frá vegamálastjóra má telja vafasamt, hvort þessi liður fær staðizt. Þær brúargerðir, sem gert er ráð fyrir að fari fram á næsta ári fyrir þessar 70 þús. kr., eru allar smávægilegar; og eru það þessar: Grafará hjá Hofsosi, Hólselskvísl á Fjöllum, Holtsá og Skógá undir Eyjafjöllum og Vesturdalsá í Miðfirði. Þessar brýr eru allar litlar, og kosta ekki mikið samanborið við þær stórbrýr, sem reistar hafa verið á undanförnum árum.

Um vegina skal ég ekki fara miklu fleiri orðum en ég hefi áður gert. Menn geta auðvitað deilt um það, hvað réttilega fénu hefir verið skipt niður, enda verður því aldrei skipt svo, að öllum líki.

Þá vil ég geta þess, að ein till. n. er það, að tillögin til sýsluvegasjóða lækki úr 100 þús. kr. niður í 70 þús. kr. Til þess að samþ. þessa till. þarf þingvilji að vera fyrir því, hvort menn vilja lækka hámark gjalds til sýsluvegasjóða úr 69% niður í 5%, og lækka þá framlag ríkissjóðs að sama skapi, og má með þessu gera ráð fyrir 30 þús. kr. lækkun. Þá er með brtt. 84 lagt til, að framlagið til akfærra sýsluvega sé hækkað um 2 þús. kr., og er það rétt með tilliti til þess, sem veitt hefir verið undanfarin ár.

Þá kem ég að 13. gr. B. 1. a og B. 1. b, sem er um samgöngur á sjó. Þar er gert ráð fyrir tveim stórum lækkunum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því, að styrkurinn til strandferðaskipanna lækki úr 400 þús. kr. niður í 300 þús. kr. Ástæður þær, sem færðar eru fyrir þessari lækkun, eru þær, að eftir því, sem vegakerfið verður fullkomnara og meira fé er varið til landsamgangna, virðist nokkuð mega draga úr sjósamgöngum yfir sumarið, og því megi draga úr ferðunum eitthvað frekar en gert hefir verið. Enn liggja þó ekki fyrir fullnaðargögn um það, hvort þennan sparnað allan verður hægt að framkvæma, en væntanlega koma fram gögn um það fyrir atkvgr., eða í síðasta lagi fyrir 3. umr. Afleiðingin verður óhjákvæmilega sú, að leggja skipunum meira upp á næsta ári en gert hefir verið í ár. Þetta kemur vitanlega langharðast niður á Austfirðingum, sem nálega engar samgöngur hafi við Rvík, nema ríkisskipin. En þegar spara á útgjöld frá því, sem nú er, verður vitanlega að klípa eitthvað af svo stórum lið sem þessum.

Ennfremur er lækkaður styrkurinn til Eimskips úr 200 þús. kr. niður í 150 þús. kr. Um þetta er svipað að segja og um ríkisskipin. Afkoma félagsins hefir verið sæmileg síðastl. ár, og þegar dregið er úr styrk til strandferða ríkissjóðs, er tæplega hægt hjá því að komast að draga úr styrk til Eimskips. Félagið nýtur auk þessa útsvars- og skattfrelsis. N. vill þó ekki með þessu sýna félaginu neina óvinsemd, enda hefir það á allan hátt sýnt það síðastl. ár, að það vill sem bezta samvinnu við ríkisstj., og væntir því n. þess, að félagið liti á þessa niðurfærslu sem illa nauðsyn, er ríkisvaldið verður að gera á þessum erfiðleikatímum.

Þá er brtt. 89, um flóabátana, aðeins orðalagsbreyt., og þar er bætt við aths. frv., að skip og bátar, sem njóta styrks úr ríkissjóði, eru skyld til að flytja póst endurgjaldslaust, sé þess krafizt.

Þá eru brtt. 90–94, allt brtt. viðvíkjandi vitamálaskrifstofunni, og þurfa þær ekki skýringa við, því þær eru aðeins leiðréttingar og byggðar á því, sem liðirnir munu raunverulega reynast í framtíðinni, og eru þetta mest launagreiðslur.

Þá er brtt. 95 (sjómerki), þar sem hækkað er um 2 þús. kr. vegna nýrra sjómerkja.

Þá er brtt. 96, sem er nýr liður og á að fara til hafnargerðar á Skagaströnd. Þessi hafnargerð hefir notið styrks áður, en er í miklum fjárhagslegum vandræðum.

Þá er brtt. 97 (hafnargerð á Sauðárkróki). Þar er sama upphæð og sú, sem er; frv., sem veitt er til þess að greiða fyrir því, að hægt sé að gera samning um byggingu hafnarinnar, og á að bjóða bygginguna út í ákvæðisvinnu. Taldi fjvn. rétt að taka þessa fjárveitingu inn í frv. með þeirri aths., að þetta sé 2. fjárveiting af 10, og að fjárveiting til þess fyrirtækis megi ekki fara yfir 2/5 kostnaðar.

Þá er brtt. 98 og 99, og er allt fé tekið inn á þá liði, sem varið er til hafnarbóta og brimbrjótsins í Bolungavík, sem lofað hefir verið og þáltill. liggur fyrir um, og hefir verkið þegar verið framkvæmt með lánum á ýmsum stöðum, og er ekki hægt að komast hjá því að veita þetta fé. Að öðru leyti verða ýmsar till. við þessa grein að bíða til 3. umr., og hefir n. hug á að lækka á henni, ef tök eru á.

Þá skal ég geta þess, að ekki var útrætt í n., hvernig varið yrði því fé, sem lagt er til vitamála og lendingarbóta, og hefir n. því ekki komið fram með neinar brtt., hvorki til hækkunar eða lækkunar á þeim 70 þús. kr., sem til þess voru áætlaðar í frv. Verður það að bíða til 3. umr., en þá mun n., í samráði við vitamálastjóra, koma fram með till. um, hve miklu verði til þess varið og hvernig því verður skipt, hvert því verður varið og hvað miklu í hvern stað.

Ég skal svo ekki segja fleira að sinni, en vil aðeins taka fram, að ég mun ekki minnast á brtt. einstakra þm. við fjárlfrv. fyrr en talað hefir verið fyrir þeim af flm.