07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (261)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 2. kafla (Bjarni Bjarnason):

Það hefir fallið í mitt hlutskipti að tala fyrir brtt. fjvn. við 14. og la. gr. fjárlfrv. Ennfremur að segja nokkur orð um starfsskrá þá, sem heft er inn með nál.

Ég get verið stuttorður, vegna þess að allar helztu brtt. eru teknar upp í nál. og gerð grein fyrir þeim þar. Mun ég því aðallega minnast a þær brtt., sem ekki er getið þar.

Um brtt. 100–192, við 14. gr. A., get ég vísað til þess, sem sagt er í nál., og hefi ekki þar við að bæta.

Brtt. 103–106 fundust n. eðlilegar í samræmi við annan sparnað.

Brtt. 107 er um að fella niður styrk til rekstrar rannsóknarstofu í lífeðlisfræði, vegna þess að Lárus Einarson, sem starfað hefir við háskólann og haft það starf með höndum, er farinn burt.

Brtt. 108–109 eru háðar hækkanir samkv. því, sem reynslan hefir sýnt að eyzt hefir.

Brtt. 110 er í samræmi við það, sem l. ákveða. Brtt. 111 er um að lækka námsstyrk, sem úthlutað er samkv. ákvörðun menntamálaráðs, úr 16 þús. niður í 10 þús. Lækkun á þessari fjárhæð, sem var á valdi n., gengur að vísu út yfir listamennina, þó það sé ekki af neinni andúð n. til þeirra. Það er gert í samræmi við aðrar ráðstafanir n. til þess að draga úr utanferðum vegna erfiðs árferðis og gjaldeyrisvandræða. Er það sama að segja um utanfararstyrki til lækna, kennara- og iðnaðarmanna, að fellt er niður á öllum liðunum.

Brtt. 112 er dálítil hækkun á skrifstofukostnaði fræðslumálastjóra, úr 10 þús. í 14 þús. Þó er það ekki eins mikið og farið var fram á, en n. gat ekki fallizt á meiri hækkun, einkum með tilliti til þess, að landsprófin gætu fallið niður, a. m. k. í bili.

Brtt. 114–115 eru við menntaskólann í Reykjavík. Hækkun á eldivið, ljósi og ræstingu er samkv. því, sem reynslan hefir sýnt. En viðhaldskostnaður er lækkaður um 2 þús., með það fyrir augum, að dregið sé úr öllu, sem ekki er bráðnauðsynlegt að lagfæra.

Brtt. 116 er um að lækka liðinn til stundakennslu við menntaskólann í Reykjavík. Hefir n. lækkað þennan lið við flesta skólana, með tilliti til þess, að hún hefir gert till. um, að kostnaður til prófdomenda falli niður á þann hátt, að kennarar annist prófdómarastörf hver hjá öðrum án endurgjalds. Þó sumir telji e. t. v. heppilegra að hafa við þau nýja framandi menn, er kennurunum aðeins sýnt það traust, sem ég tel, að þeir eigi og rétt sé, þó ég eigi þar nokkurn hlut að máli. Með þessu er sparað nokkurt fé, en lögð meiri vinna á kennarana, og mun leiða af því, að prófin standi yfir nokkuð lengri tíma.

Brtt. 117, um að niður falli læknisskoðun í menntaskólanum, er gerð í samráði við landlækni.

Brtt. 118 er um að lækka upphæðina, sem ætluð er til aukakennara og stundakennara við menntaskólann á Akureyri um 3 þús. kr. Skal ég aðeins árétta það, sem um þetta segir í nál., að þetta er gert með tilliti til þess, að 1. bekkur skólans, sem verið hefir tvískiptur, verði ein deild næsta vetur, og einnig með tilliti til þess, að greiðslur til prófdómenda falli niður samkv. því, sem ég hefi aður getið um. Ég býst við, að forstöðumönnum skólanna séu þessar breyt. óljúfar, en fjvn. hefir gert till. um sparnað á öllum liðum, sem henni virtist hugsanlegt að spara á.

Ég vil nú þegar geta þess, að þó allmikið hafi verið lækkað á þessari gr., hafa persónuleg laun ekki verið skert, nema ef telja skyldi embættiskostnað presta, sem þó hefir ekki verið talinn launauppbót, heldur skrifstofu- og ferðakostnaður, sem ekki hefir verið í fjárlögum nema fá ár. Sá liður er lækkaður um nær helming.

Þá eru brtt. 119–120 smávægilegar lækkanir. Brtt. 120 til samræmis við það, sem reynslan hefir sýnt, og hin um að spara 1000 kr. á viðhaldi menntaskólans á Akureyri.

Brtt. 121, 122, 123, 124 og 125, eru leiðréttingar.

Brtt. 126, 127 og 128 eru viðvíkjandi vélstjóraskólanum og eru skýrðar í nál. Hefir fjvn. gert hér till. um, að enginn maður fái yfir 2500 kr. húsaleigustyrk á ári.

Brtt. 129, 130 og 131 eru skýrðar í nál.

Brtt. 132, 133 og 134 eru aðeins leiðréttingar.

Brtt. 135 er um að lækka styrkinn til verklegs framhaldsnáms erlendis úr 10 þús. kr. niður í 2 þús. kr. Ég hefi orðið var við, að þetta hefir valdið nokkurri óánægju, og get ég vísað til þess, sem ég hefi áður sagt, hvers vegna n. hefir lagt þetta til. En í þessu sambandi er rétt að athuga, til hvers er aðallega sótt um styrki af þessu fé. Flestir sækja um þá til þess að stunda ýmiskonar iðnaðarnám, en þar sem margar greinar iðnaðarins eru svo vel á veg komnar hér heima, að hægt er að fá þar fullkomna tilsögn, virðist ekki ástæða til þess að veita mönnum styrki til að stunda það nám erlendis, ekki sízt þegar um gjaldeyrisvandræði er að ræða.

Brtt. 136 þarf ekki frekari skýringa en koma fram í nál.

Brtt. 137 er um að lækka liðinn til eldiviðar og ljósa í Eiðaskóla, vegna þess að nú er rafstöðin þar komin til afnota.

Brtt. 138 er um að lækka liðinn úr 35 þús., sem átti að vera bæði til þess að fullgera rafstöðina og byggja sundlaug, um 8 þús. kr., með tilliti til þess, að byggingu sundlaugarinnar verði frestað.

Brtt. 139 þarf ekki skýringar.

Brtt. 140 er dálítil hækkun, eftir því, sem reynslan hefir sýnt.

Ég skal svo geta þess, að á þessari gr. hefir alls verið lækkað um 140 þús. kr. Ég vil einnig endurtaka það, sem ég gat lauslega um áður, að þessi sparnaður er gerður án þess að það komi niður á mönnum sem persónuleg launalækkun. Verð ég að líta svo á, að þess hafi verið full þörf, því eins og allir vita, er fjöldi manna, einkum sem kennslu stundar, mjög lágt launaðir.

Þá er ég kominn að 15. gr., og get ég verið fáorður um hana.

Brtt. 142 er við þjóðskjalasafnið, vegna þess að nýr maður hefir komið þar í embætti í stað annars, sem var á fullum launum.

Brtt. 143 fylgir grg. í nál.

Brtt. 144 og 145 eru smáægilegar breyt. samkv. reynslu.

Brtt. 147, um að styrkur til þjóðsagnasafns Sigfúsar Sigfússonar falli niður kemur af sjálfu sér, þar sem höf. er dáinn.

Brtt. 148, 149 og 150 eru smávægilegar breyt. á styrk til leikfélaganna í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði, um, að í stað ákveðinnar krónutölu komi „jafnmiklu“ frá hlutaðeigandi bæjarfélögum. Ennfremur, að ákvæðið um, að menntamálaráð samþ. starfsskrá fél, falli niður.

Brtt. 151 er um að veita nokkra fjárupphæð til sænskrar viku hér á næsta sumri, samskonar og íslenzka vikan, sem haldin var í Stokkhólmi síðastliðið sumar.

Brtt. 152 er fram komin vegna þess, að Sigurður Nordal hefir farið fram á, að hann yrði fluttur í 18. gr., og hefir n. fallizt á það.

Þá koma hér nokkrir nýjir liðir. Leggur n. til, að þeim Jóhannesi úr Kötlum og Guðm. Finnbogasyni verði hvorum um sig veittar 1000 kr. til ritstarfa.

Ennfremur leggur n. til, að Ásmundi Sveinssyni verði veittur 2500 kr. styrkur. — Þá vil ég geta þess, að Jón Stefánsson hefir fallið niður, en verður tekinn upp við 2. umr., sennilega með 3000 kr.

Þá hefi ég lauslega hlaupið yfir þær brtt. við 14. og 75. gr., sem n. leggur til við þessu umr. Ég ætla þá með örfáum orðum að gera grein fyrir, hvað fyrir fjvn. vakir með starfsmannaskrá þeirri, sem ég hefi aður getið um. Ég finn ekki ástæðu til að vera margorður um starfsmannaskrána yfir höfuð, því þau atriði, sem nefnd eru í nál., mun ég ekki endurtaka að neinu verulegu leyti. Þó vil ég taka fram, að fjvn. er það vel ljóst, að starfsmannaskráin er ófullkomin, vegna þess að n. vannst ekki tími til að undirbúa hana eins og þurfti. vegna annara umfangsmikilla starfa. En n. væntir þess, að hæstv. ríkisstj. taki hana til athugunar í samráði við helztu menn hverrar stofnunar, og að þannig verði hægt að fullkomna þá byrjun, sem hér er hafin, og það er meginatriðið í þessu sambandi. Fyrst og fremst þarf að stefna að því, að engum séu greidd óhóflega há laun. Nú hafa ráðh. um 10 þús. kr. laun, og ætti enginn einn maður að hafa eins mikið, hvað þá meira. Svo ættu að nálgast ráðherralaun laun forstjóra við helztu ríkisstofnanirnar. En það, sem gerir þetta erfitt í framkvæmd, er, að mörg einkafyrirtæki greiða hærri laun en ríkið til sinna starfsmanna. Þess vegna vilja ýmsir gegnir menn fara frá ríkinu, eða a. m. k. bera launin saman. Hitt er sjálfsagt, og vill n. leggja áherzlu á það, að sömu laun séu greidd fyrir sömu störf. Einnig að vinnutími sé alstaðar hinn sami, frá kl. 9 f. h. til kl. 5 síðd., eða 7 stundir (1 st. til hádegisverðar dregst frá) á dag, og að skrifstofukaup og eftirvinnukaup sé alstaðar það sama.

Þá leggur n. áherzlu á, að föstum launum sé stillt í hóf og ekki sé hlaðið á einstaka menn margháttuðum aukastorfum. Einkum telur hún það mjög athugavert, þegar lítið er um atvinnu, að einstakir menn hafi margföld laun, en aðrir lítið eða ekkert til þess að lifa af. Nú er það vitanlegt, að fjöldi vel hæfra manna er atvinnulaus, en aðrir hafa óhófleg laun, af því að þeir eru duglegir að ná sér í aukastorf samhliða föstum störfum. Þessu ætti að vera hægt að miðla betur en hingað til hefir verið gert, ef hæstv. ríkisstj. hefir glöggt yfirlit yfir störfin á hverjum tíma. Hefir fjvn. bent í þessa átt með starfsmannaskránni. sem fylgir nál.

Af þessu, sem nú hefir verið bent á, er nauðsynlegt að vinna að því, að ekki rísi óánægja milli manna vegna óþarfa misréttis. Ég skal nefna fáein dæmi þessu til sönnunar. Skal þá fyrst litið á, hvernig þessu er varið hjá stjórnarráðinu, og er þá ekki hægt að segja, að ráðist sé á garðinn þar, sem hann er lægstur. Dæmi er til þess, að skrifstofustjóri í stjórnarráðinu hafi haft yfir 20 þús. kr. á ári, þar sem ráðh. hefir aðeins haft 10 þús. kr., enda hafa skrifstofustjórar þar sjaldan undir 14 þús. kr. í árslaun, þó að laun þeirra eigi að vera 6 þús. kr., þegar full aldursuppbót er komin til greina. Það má líka benda á, að einstakir starfsmenn í stjórnarráðinu komast jafnhátt ráðh. að launum, án þess þó, að þeir séu skrifstofustjórar. Þetta er ekki haganlegt og ætti ekki að vera svona. Það er ekki vert að fara út í þetta í einstökum atriðum, en það væri hægt að nefna mörg dæmi í viðbót. Ég skal aðeins geta þess, að 2 forstjórar ríkisstofnana hafa 12 þús. kr. í árslaun hvor, og að þetta hefir ekki breytzt, þó að þeir hafi tekið að sér aðrar stofnanir. Þessir tveir forstjórar eru forstjóri tóbakseinkasölunnar, sem hefir tekið að sér að vera forstjóri fyrir raftækjaeinkasölunni, og landssímastjóri, sem nú er orðinn forstjóri póstmálanna. Nú hefir n. gert það að till. sinni, að laun þessara forstjóra lækki einnig um 2 þús. hjá hvorum fyrir sig þrátt fyrir þó bætzt hafi við önnur stofnun til umsjónar og forustu. Samkv. till. n. verður enginn starfsmaður ríkisins, sem fjvn. nær til með till. sínum, yfir ráðherralaunum, og sárafáir yfir 8 þús. kr. Og ég vil geta þess, að ef það er sanngjarnt, að ráðherrar eins þjóðfélags hafi ekki hærri laun en 10 þús. kr., þá mælir engin sanngirni með því, að aðrir starfsmenn ríkisins hafi hærri laun.

En svo eru til ýmsir starfsmenn, sem fjm. hefir ekki náð til, svo sem nefndir í þágu atvinnuveganna og starfsmenn stofnana, sem eru undir sérstöku ráði, eins og t. d. bankar. En fjvn. hefir beint því til ríkisstj. að taka laun þessara starfsmanna ríkisins einnig til athugunar og vinna að því fyrir næsta þing, að fjárl.frv. geti fylgt skrá yfir starfsmenn ríkisins og laun þeirra.

Ég skal geta þess, að fjvn. hefir skipt sér niður í smádeildir, og hafa þær átt tal við forstjóra ríkisstofnanna, og hafa þeir yfirleitt tekið vel í þetta mál. Mér er líka kunnugt um það persónulega, af samtali við ýmsa starfsmenn þessara stofnana, að þeir hafa yfirleitt tekið vel í það, þó laun þeirra væru lækkuð, og hafa þeir játað, að full þörf væri á því að koma samræmi á laun starfsmanna hins opinbera og reyna að stilla þeim í hóf. Það voru margir, sem bjuggust við því, að starfsfólkið myndi taka till. illa og jafnvel gera verkfall, ef þær yrðu samþ., en ég hefi ekki getað orðið var við neitt í þá átt. Fjvn. reyndi líka að vera eins sanngjörn í till. og henni var auðið, og þó að sjálfsagt megi eitthvað finna að þeim, þá munu þær þó hafa verið til bóta. Og þó að það sýnist svo, sem lækkað hafi verið mismunandi mikið á ýmsum stofnunum, þá fer það eftir tölu starfsmanna hjá viðkomandi stofnun, en er ekki af því, að storkostlega hafi verið lækkað hjá einstaklingum einnar stofnunar fram yfir það, sem gert hefir verið hjá öðrum stofnunum. Ég vil geta þessa til þess að ekki líti svo út, sem það séu óhóflega há laun hjá einstaklingum einnar stofnunar. Það er eðlilegt, að það beri mest á lækkuninni hjá landssímanum, því það er stærsta fyrirtækið og því flest starfsfólkið þar. Sumstaðar litur svo út, sem launin samkv. till. fjvn. hafi hækkað samanborið við launalögin, og get ég í því sambandi nefnt póstmennina. En það stafar af því, að póstmenn hafa lengi haft frímerkjasöluuppbót. Lítur því út sem laun þeirra hafi nú verið hækkuð, með hliðsjón af launalögum, en þar er frímerkjauppbótin ekki tiltekin. Póstmenn hafa því alllengi haft þessi laun, sem launaskráin sýnir, og nefndin taldi ekki sanngjarnt að breyta launum póstmanna. Ég vil biðja hv. þm. að athuga þetta.

Þá hefir mér verið bent á, að einstaka menn hafi verið ósanngjarnlega lækkaðir. Það getur vel verið, að svo sé. En ég treysti þá ríkisstj. til þess að leiðrétta það, þegar l. eru færð til meira samræmis, og að hún láti ekki einstaka starfsmenn gjalda þess, þó að fjvn. hafi gert till., sem séu ekki sem sanngjarnastar.

Annars skal ég geta þess, að þeir starfsmenn, sem till. n. ná til, eru tæplega 700 að tölu, og eru það aðeins þeir starfsmenn, sem taldir eru í 3., 9., 10., 11. og 13. gr. En til þeirra, sem taldir eru í 12. gr. og aftan við 13. gr., ná till. n. ekki, og eru það prestar, læknar, sýslumenn, kennarar og fleiri. En eftir því, sem næst verður komizt, koma brtt. n. niður á tæplega 700 mönnum, og nemur sú lækkun, sem þar er gerð, eitthvað milli 150 og 160 þús. kr. Þó má geta þess, að lægstu laun eru hvergi skert, eða laun, sem eru fyrir neðan 3000 kr., og laun, sem eru frá 3000–4000 kr., eru mjög sjaldan skert. Ég vil sérstaklega geta þess, að í von um það, að töluvert af eftirvinnu eða aukavinnu sparist, þá hefir vinnutíminn verið ákveðinn frá kl. 9 f. h. til kl. 5 e. h., en áður var hann frá 10–4. Á þessum 2 tímum, sem vinnutíminn er lengdur um, er gert ráð fyrir því, að hægt sé að vinna mikið af þeim störfum, sem nú er borgað aukalega fyrir, en þessa lengingu vinnutímans er ekki hægt að kalla ósanngjarna. Og í framtíðinni má búast við því, að meira sparist á aukavinnu en gert er ráð fyrir samkv. till. n.

Ég held, að það sé ekki ástæða til að fara fleiri orðum um starfsmannaskrana. Ég get búist við, að einstakir hv. þm. geri við hana aths., og mun ég þá svara þeim síðar. En ég vænti þess, að hv. þm. skilji, að það er ekkert áhlaupaverk að semja slíka starfsmannaskrá. Það er viðurkennt af n., að þetta er ófullkomið verk og aðeins byrjun á öðru betra.