05.11.1935
Neðri deild: 65. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1712 í B-deild Alþingistíðinda. (2681)

40. mál, iðnaðarnám

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Ég skal ekki hafa langt mál, ég vildi aðeins skjóta því til hv. 2. þm. Árn., hvort hann geti ekki fallizt á að taka brtt. sínar aftur til 3. umr. Ef fleiri kæmu fram með brtt. fyrir þann tíma, gæti vel svo farið, að okkur menntmn. - sem svo hefir verið að ágætum höfð fyrir afskipti sín af frv. - tækist að sameina þær brtt., er fram koma, og færi vel á því, að umr. færu nú að styttast.

Ég get ekki fallizt á að vísa máli þessu í hina mjúku sæng, heldur vil ég láta það ganga til 3. umr. Út af þeirri stóru ádeilu og miklu umvöndunum hv. 1. þm. Árn., sem hann hefir hér látið falla, held ég, að vandlætingarorð hans séu fleiri en svari réttu hlutfalli við þá kritik, sem kom fram á frv. Það, sem hann gerir mest úr, er misræmið milli þeirra, sem njóta, og hinna, sem einskis njóta, þeirra, sem á að knýja til náms, og hinna, sem sleppa eins og t. d. stúlkurnar. Ég verð að segja það við aðalmótmælum hv. þm., um að hér sé þvingunarvinna, að það er ekki meira en aðrar skyldur, sem lagðar eru á menn, þó þeir séu látnir vinna fyrir námskostnaði. Er ekki lengra farið í þessu efni en þar, sem menn eru lögskyldaðir til að vinna þjóð sinni og héraði gagn, sem er grundvöllur allrar þegnskylduvinnu, og það er ekki einu sinni gengið eins langt, því þeir eiga að fá menntun í staðinn, ókeypis kennslu, fyrir að vinna að þörfum framförum innan sýslunnar, nauðsynlegum vegagerðum, brúarbyggingum eða öðru þ. u. l. Af þessum rökum, þó ekki v:eri annað, er fjarstæða að taka frv. þetta svo, sem hér sé um þvingunarráðstafanir að ræða.

Við vitum, að aðalhvatamaður þessa frv., margnefndur sýslum. Björgvin Vigfússon, leggur höfuðáherzluna á þá siðferðislegu tilfinningu, sem þurfi að glæða og hlúa að, og sem sé grundvöllur þessa frv. Þó ég á engan hátt vilji draga úr því, sem betur má fara, vildi ég mega vanta þess, að orð þau, sem hér hafa fallið, séu ekki öll út í bláinn, heldur verði þau tekin til athugunar af menntmn. og yfirvegunar til 3. umr.