09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

1. mál, fjárlög 1936

Thor Thors:

Á þskj.727 á ég tvær smávægilegar brtt. við fjárl. Sú fyrri, merkt V., er um tillag til Ólafsvíkurvegar, að það hækki úr 3 þús. upp í 5 þús. kr. Svo er mál með vexti, að vegur þessi tengir Ólafsvík og Staðarsveitina við veginn til Borgarness og Stykkishólms. Í Staðarsveitinni verður vegurinn gersamlega ófær á nokkrum köflum á veturna. Er áætlað, að til að laga þessa kafla þurfi um 5 þús. kr., en það fjárframlag, sem ráðgert er í fjárlfrv., er 3 þús. kr. og nægir því ekki. En úr því farið er á annað borð að veita fé til þessa vegar, sem er hið mesta nauðsynjamál, þá vænti ég, að hv. þm. geti falizt á að hækka fjárveitinguna um þessa óverulegu upphæð, svo tryggt verði, að viðgerðin verði traustari og varanleg.

Hin brtt. er XlII. á sama þskj. og fer fram á, að í stað í þús. kr. verði veitt 7,5 þús. kr. til hafnargerðar í Ólafsvík. Þetta er nánast leiðrétting, því svo er ákveðið í lögum, að hreppsfélagið skuli leggja fram 2/3, en ríkið 1/3 hluta. Nú hefir hreppurinn lagt fram 15 þús. kr. þrátt fyrir mjög erfiðar fjárhagsástæður. Þessi hækkun er því aðeins til samræmis við hafnarlög fyrir Ólafsvík. Þar sem hér er ennfremur um mjög smávægilega upphæð að ræða, vænti ég þess, að hv. þm. geti fallizt á þessa leiðréttingu.