09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

1. mál, fjárlög 1936

Magnús Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég ætla að segja fáein orð út af því, sem hv. þm. Ísaf. sagði um niðurfellingu á prentun þingtíðindanna.

Meiri hl. fjvn. hefir lagt til, að þingkostnaðurinn verði lækkaður úr 245 þús. niður í 185 þus. kr. Hv. þm. Ísaf. hefir farið fram á það við hæstv. forseta, að þessari till. verði vísað frá á þeim grundvelli, að þingsköp mæli svo fyrir, að prenta skuli ræður þm. á þingi. Út af þessu vil ég taka það fram, að það, sem hér kynni að verða samþ. í þessu efni, segir ekkert til um það, hvort draga skuli þennan kostnað frá eða ekki. Hér er um áætlunarupphæð að ræða, en hitt er annað mál, að n. hefir gert till. um þetta með það fyrir augum, að þarna yrði dregið úr. Fari svo, að þingið samþ. þetta ekki og ekki verði bætt úr þessu með aukatill. frá fjvn., þá er ekkert annað fyrir hendi en það, sem komið hefir fram annarsstaðar í fjárl. við umframgreiðslur á liðum, því að það er ekki hægt að fella niður prentun þingtíðindanna nema þingið samþ. það, og um það mun koma fram till. síðar, en fyrr en séð er, hver afdrif hennar verða, er ekki hægt að segja, hvort það er nægilegt, sem veitt er, eða ekki. En ég vil neita því, að hæstv. forseti hafi nokkra heimild til þess að vísa þessari till. frá fyrir þessar sakir, því að í till. sjálfri er ekkert sagt um það, á hvaða lið eigi að spara. Það eitt, sem getur orðið að lögum í þessu tilfelli, er sú upphæð, sem ætluð er til þingkostnaðar. Það getur verið of hátt eða of lágt, en um það er ekki verið að ræða. Eins og kunnugt er, eru margir liðir í fárl., sem enginn veit, hve háir verða, og eins er um þennan. Ég vil benda a það í þessu sambandi, að ef hæstv. forseti ætlar að vísa þessum lið frá, þá verður hann líka að vísa mörgum öðrum liðum og till. fjvn. frá, því að margar þeirra byggjast á lagabreyt., sem ekki eru komnar fram og enginn veit með vissu, hvort muni ná fram að ganga. Ég ætla ekki að telja þessa liði upp, en þeir eru hingað og þangað í till. fjvn. ég man eftir því, að hæstv. forseti vísaði í fyrra frá till. um að hætta að prenta þingtíðindin. En ég hygg, enda þótt ég muni það ekki með vissu, að þetta hafi verið tekið fram í till. sjálfri, en hér er ekki um það að ræða. hér er aðeins verið að ræða um það, hve mikið eigi að áætla til þingkostnaðar yfirleitt, og ef ekki kemur breyt. á prentun þingtíðindanna, þá verður að prenta þau, hvað sem sagt er í fjárl., því að af þeim sést ekkert annað í þessu tilliti en að liðurinn er of lágt áætlaður, ef hann verður ekki hækkaður síðar, sem gert er ráð fyrir, að verði gert, ef þingið samþ. ekki að fella niður prentun þingtíðindanna á árinu 1936. Ég ætla ekki að þessu sinni að gera grein fyrir fyrirvara þeim, sem ég og fleiri hv. nm. hafa skrifað undir með, því að nál. segir í rauninni frá því, í hverju sá fyrirvari er fólginn.