05.12.1935
Efri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1822 í B-deild Alþingistíðinda. (2802)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. fjmrh. fór að svara hér nokkrum orðum því, sem hv. þm. N.-Ísf. hafði vikið að þessu frv., og gefur það mér tilefni til, af því að það er að nokkru leyti það sama, sem ég sagði við 1. umr., að rifja það mál upp.

Ég sagði þá, það sem nú er séð að var satt, að fjvn. hefði tekið inn í till. sínar marga af þeim gjaldliðum, sem hér er stungið upp á að afla tekna fyrir, og þó hafði fjvn. eftir till. sínum nokkurn tekjuafgang. Eftir þessu ætti að vera augljóst, að það þarf ekki eins miklar tekjur eins og ber er gert ráð fyrir, svo framarlega sem till. fjvn. verða samþ., en um það veit enginn enn. Það eru ekki nema 4 liðir, sem ekki eru tekjur fyrir, og þó ekki að öllu, eingöngu eru það ekki nema tveir liðir, 300 þús. og 200 þús. krónur, því þó samþ. verði frv., um fóðurtryggingar og kartöfluverðlaun, sem er vafasamt, þá er tekjuafgangur fyrir því. En hæstv. ráðh. segir, að hann telji, að tekjuáætlun sé of há, og kemur mér ráð á óvart, því hæstv. ráðh. var með í því, fyrst þegar nefndin byrjaði starf sitt, að áætla þessar tekjur, og ég veit ekki betur en að hann hafi fengið till. sínum framgengt þá. Hann kom svo á fund og sagði, að það yrði að lækka ýmsa áætlunarliði um hálfa millj. kr., en var aftur á móti fús til að hækka ágóða vínverzlunarinnar um 200 þús. kr., og mig undrar það ekki, því tekjur af vínverzluninni voru áætlaðar 200 þús. kr. lægri en þær sjáanlega verða þ. á. Því hefir verið lýst yfir, að ætlunin væri að hækka verð vinanna, og ætti þetta því að vera óhætt. Ég kæri mig ekki um það nú að fara nákvæmlega út í þetta; ég geri ráð fyrir, að tækifæri verði til þess við umr. um fjárlög, en ég er hræddur um, að hæstv. ráðh. hafi gleymt einum verulegum tekjulið, sem kemur nú á þessu ári, sem sé tollum af efni og vörum til Sogsvirkjunarinnar. Ég hefi útvegað mér upplýsingar um þetta, og það er ekki smáræði, því það, sem flutt hefir verið inn á þessu ári, er ekki nema brot af því, sem flutt verður inn næsta ár, ég hygg ekki meira en 1/5 af því. Ég hefi eftir góðum heimildum, að tollar af þessum vörum muni nema 1/4 millj. alls. Ég vildi, að þetta kæmi fram hér, en ég mun nánar koma að því undir umr. um fjárl. í Sþ.

Ég sagði hér nokkur orð við 1. umr. málsins, en varð þá að fara á fjvn.fund og veit því ekki vel, hverju hæstv. ráðh. hefir svarað þá. Ég hefi þó fengið útdrátt úr svörum hans, en ég bið afsökunar, ef ekki er rétt með farið; ég svara eftir því, sem í útdrættinum stendur. Hann sagðist ekki hafa tekið á byrgð á því, að áætlunarliðir fjárl. stæðust. Ég hefi aldrei sagt, að hann hafi gert það. Hitt sagði ég, að hann lýsti yfir í fyrra, að ástæðan til þess, hve fjárl. voru áætluð há, væri sú, að hann hefði áætlað í fyrsta skipti rétt liði fjárlaganna. Ég sagði honum það þá, og segi það aftur nú, að þetta er viðleitni, sem alltaf hefir verið viðhöfð og alttaf hefir mistekizt, eins og líka hefir komið fram nú. Hans áætlanir í fyrra reyndust of lágar, svo nú hefir orðið að hækka stórlega hans eigin áætlun.

Ég talaði nokkuð um það, að bak við fjvn. sé komið með nýja skatta og ný aukin gjöld, því það var aldrei orðað í fjvn., að ríkisstj. væri að koma með nein aukin tekjuöflunarfrv. nema aukinn benzínskatt. En ég sé ekki, að það frv. hafi komið fram, og mér er nær að halda, að það eigi ekki að koma fram. Er það kannske nýr samningur á milli stjórnarflokkanna, sem ég veit ekki um.

Mér virðist það ákaflega ógætilegt að demba á gjöldum, sem eiga að standa til langfram, en koma með tekjuauka, sem allir viðurkenna, að ekki geti staðið nema eitt ár. Ég gerði fyrirspurn um það, hvað væri hugsuð um tekjuöflun í stað þessara bráðabirgðatekna, þegar næsta ár væri liðið. Ég veit ekki til, að það hafi komið nokkurt svar; ég sé, að hér í því, sem. hv. 1. þm. Reykv. hefir ritað niður eftir hv. 4. landsk., er það sagt, að ekki skuli standa á tekjuöflunartill. frá hans flokki, en engar upplýsingar um það, hvaða tekjur það séu, svo ég skoða þetta því ekki svar.