05.12.1935
Efri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (2812)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Jón Auðunn Jónsson:

Hæstv. ráðh. getur ekki snúið sig út úr þessu með neinum ósannindum, því að í frv. er talið upp, til hvers féð eigi að fara, þótt það kunni að vera rétt, að skattar þeir, sem fyrir eru, reynist ekki nógu háir til að mæta áætluðum útgjöldum, var opin leið til niðurfærslu á útgjöldunum, sem stór hluti af fjvn. hefir gengið inn á. Afsakanir hæstv. ráðh. eru því aðeins ný undanbrögð og ný ósannindi, sem að engu haldi koma.