07.12.1935
Neðri deild: 93. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (2818)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Jakob Möller:

Hv. fjmrh. minntist á það við mig áðan, hvort við mundum vilja falla frá því, að nokkrar verulegar umr. yrðu um þetta mál við þessa umr. Hvað mig snertir, sem á sæti í í fjhn., sem fær þetta mál til meðferðar, stendur nokkuð sérstaklega á. Það er yfirleitt ekki siður, að þeir nm., sem eiga að fá mál til meðferðar, ræði þau mikið við 1. umr. í annan stað hefir nokkuð verið rætt um þetta mál í sambandi við eldhúsumr., svo það er í sjálfu sér óþarft að ræða það við þessa umr. Hinsvegar get ég ekki gefið neitt fyrirheit um það af hálfu Sjálfstfl., að engar umr. hefjist nú, og hafa sjálfstæðismenn því óbundnar hendur um það, hvernig þeir haga sér í þessu efni. En ef umr. verða um málið á annað borð við þessa umr., þá áskil ég mér rétt til þess að taka þátt í þeim.