07.12.1935
Neðri deild: 93. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (2819)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Thor Thors:

Eins og hv. 3. þm. Reykv. gat um, þá hefir ekkert samkomulag milli flokka átt sér stað um það að hleypa þessu máli, sem skv. eðli sínu er eitt af stærstu deilumálum þingsins, gersamlega umr.laust framhjá 1. umr. Mér finnst það algerlega óverjandi af stjórnarandst. að hleypa þessu máli umr.-laust framhjá þessari umr., og ætla ég því að fara nokkrum orðum um það almennt, en þar sem ég geri ráð fyrir, að það taki nokkra stund, ætla ég fyrst að spyrja hæstv. forseta, hvort ég eigi að halda áfram nú eða ekki.