13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1899 í B-deild Alþingistíðinda. (2848)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Forseti (JörB):

Það fer fjarri því, að ég sé órólegur yfir efninu í ræðu hv. 6. þm. Reykv. En þingsköp heimila ekki, að þm. tali oftar en tvisvar í sama máli, aðrir en frsm. og flm., nema aðeins undir þeim kringumstæðum, að þeir þurfi að bera af sér sakir. Eigi að síður hefir tíðkazt að banna eigi smáaths., og gildir það vitanlega jafnt fyrir hv. 6. þm. Reykv. sem aðra. (SK: Ég var að bera sakir af mínu eigin kjördæmi, og álit það brýnt erindi).