13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1912 í B-deild Alþingistíðinda. (2859)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Jörundur Brynjólfsson:

Ég verð að segja, að ég er hálf undrandi á þm., ef þeim líkar það, hvernig ræður manna hafa falið hér í kvöld. Ég veit ekki, hvort þeir álíta, að þetta sé máli því, sem til umr. er, til virðingar eða vegs. Mig furðar á því, að þm. skuli viðhafa þau orð, sem sumir ræðumenn hafa látið sér um munn fara í kvöld. Ég myndi hafa séð í genum fingur við þá, ef það hefði ekki borið á góma, sem snertir einkamál manna á leiðinlegan hátt. Það er leiðinlegt að vera að bera það inn á þing, sem gerist á flokksfundum, og þá ekki síður það, sem gerist í einkasamtölum eða í prívatmálum manna. En þar sem er verið að draga það í efa, að hv. 2. landsk. hafi fengið fé það, sem hann fékk til utanferðar, með vitund þeirrar stj., sem þá var við völd, þá vil ég segja það, sem ég veit réttast um það mál, og læt hvern einn um það, hvort hann álítur, að mér hafi gengið þar nokkuð til að halla þar réttu máli. Ég læt hvern einn um það, sem þekkir málflutning minn hér á þingi, og verður þá hver og einn að meta það, sem ég segi, eftir þeirri þekkingu, sem hann hefir á mér og því, sem hann veit um málflutning minn. Ég get sagt það, að ég átti tal við þáv. forsrh., Tryggva heitinn Þórhallsson, um siglingu Magnúsar Torfasonar, rétt áður en hún varð. Og það barst í tal þá, að hann vissi vel um þessa siglingu, og lét hann ekki í ljós, að hann væri ósamþykkur henni á neinn hátt. En ég veit ekki, hvaða orð hafa fallið milli Tryggva heitin, Þórhallssonar og Magnúsar Torfasonar. En frekar veit ég svo ekki um þetta mál. Mér þótti rétt að láta þetta koma fram, úr því að umr. hafa falið eins og raun er á orðin.