09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 3. kafla (Þorbergur Þorleifsson):

Aðeins örfá orð út af fyrirspurn hv. þm. V.-Sk. um skiptingu á fé því, sem í fjárlfrv. er ætlað til sandgræðslu. Eins og ég helt fram í framsöguræðu minni, þá hefir n. ekki tekið afstöðu til skiptingar á þessu fé, en það mun rétt hjá hv. þm., að í fyrra var lofað framhaldsfjárstyrk til sundgræðslu þeirrar, sem Meðallendingar byrjuðu og veitt var fé til síðustu ár. Nú hefir landbúnaðarráðh. skýrt svo frá í viðtali, að næsta ár verði tekið af fé því, sem ætlað er til sandgræðslu, nokkur upphæð til styrktar sandgræðslunni þarna austur frá.

Um brtt. þær, sem komið hafa frá einstökum hv. þm., hefir n. ekki tekið afstöðu, og mun ég því ekkert víkja að þeim nú.

Hv. þm. Ak. vék hér áðan nokkrum mjög óviðeigandi orðum að skáldinu Halldóri Kiljan Laxness, en þar sem hann er ekki viðstaddur nú, mun ég láta niður falla að sinni að svara honum. Sömuleiðis mun ég láta það bíða í þetta sinn að gera brtt. þá að umtalsefni, sem þessi hv. þm. á á þskj. 727, um að styrkur til skáldsins falli niður.