17.12.1935
Neðri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1925 í B-deild Alþingistíðinda. (2872)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Það hafa ekki komið fram mikil andmæli gegn þeirri ræðu, sem ég flutti áðan. Ég mun því ekki verða langorður um málið að þessu sinni. Ég skil vel afstöðu hv. 11. landsk. Hann sagði eins og er, að með þessari till. er verið að beita fyrir þá menn, sem bera hag Suðurlandsundirlendisins fyrir brjósti, og hann kallaði þessa beitu tálbeitu. Ég álít, að það sé rétt. Það er auðvitað ákaflega mikil freisting að taka fegins hendi hverri þeirri till., sem tryggir Suðurlandsundirlendinu öruggari samgöngur, sérstaklega yfir veturinn, heldur en nú er kostur á. En það er sannast að segja um þessa till., að hún tryggir ekki þetta, en hún tryggir annað, - hún tryggir tekjur fyrir ríkissjóð um langan aldur. Við vitum, að skattar þeir, sem á eru lagðir, eru aldrei afnumdir, og við vitum það, að fólkið á þessu hafnleysissvæði fær að borga mest af þessum skatti allra landsmanna. Um ófyrirsjánlega framtíð fær það að standa undir þessum skatti, en hefir ekki nokkra minnstu tryggingu fyrir því, að fyrir það fáist leyst úr samgönguleysisvandræðum Suðurlandsundirlendisins, af því margföld reynsla sýnir það, að sköttum hefir verið viðhaldið án þess að fullnægt væri því tilefni, sem notað var til að koma þeim á. Slík dæmi eru kunn hér á þingi, og mér er ekki kunnugt um, að komið hafi hér fram sú krafa, að önnur héruð standi að sama skapi undir þessari samgönguþörf. Ég skil vel aðstöðu hv. 11. landsk. Hann sér, að hér er verið að hampa tálbeitu, og ég skil, að hann vill ekki gefa neina yfirlýsingu um fylgi við þessa till. Ég hygg, að hann hafi valið hið rétta og hafnað því, sem hafna bar.

Hæstv. fjmrh. sagði hér nokkur orð, sem ég tel ekki þörf á að svara. Ég vil aðeins geta þess, að fulltrúar Sjálfstfl. í fjvn. tjáðu sig frá öndverðu andvíga þessum skatti. Ég gat þess í fyrri ræðu minni, að dæmi væru fyrir slíkum skatti sem þessum á Alþingi, en að slík misbeiting á valdi þingsins og aðferðin við að samþ. þennan skatt ætti sér engin dæmi í þingsögunni, þar sem nú á að samþ. skattinn til fulls við aðeins tvær umr., sína í hvorri deild. Annað eins hefir aldrei komið fyrir áður. (Fjmrh.: Eins og í þessu máli?). Eins og á þessu þingi. Ég hygg, að hæstv. fjmrh. viti það, að form. flokks hans flutti í hv. Ed. ekki færri en 17 brtt. um breytingar á ýmsum lögum í sambandi við alveg óskylt mál, þegar eftir voru aðeins tvær umr. um málið.

Hv. 2. þm. Reykv. átti erfitt um mál hér áðan, enda er það svo, að fortíð hans sæmir bezt þögnin. Hann ætlaði að skjótast út áðan meðan ég var að tala, en ég náði í hann og skoraði á hann að vera kyrr í d. og reyna að verja sig. Það gat orkað tvímælis, hvort réttara væri fyrir hann að sitja undir ádeilunni eða að renna. Hann tók þann vonda kost að sitja. Það var að vísu mannalegra, en óhyggilegra, úr því hann fór að reyna að tala. Það er auðvitað erfitt fyrir hann að verja það, eftir að hann var búinn að vera á móti benzínskatti, þegar skatturinn var 10 sinnum lægri en hann er nú, að hann skuli nú berjast fyrir því að tvöfalda skattinn, svo hann verð 20 sinnum hærri en hann var meðan hv. þm. barðist harðast móti honum. Hv. þm. ætlaði að reyna að leita sér skjóls í því, að einhver annar Alþfl.maður en hann hefði barizt á móti benzínskattinum áður, en væri nú með skattinum. Ég man ekki eftir því. 2. landsk. Magnús Torfason, var ekki sósíalisti þá. Ég skil, að hv. þm. vilji gjarnan finna einhvern sósíalista, sem skipt hefir um skoðun eins og hann, en ég held, að hann finni engan. Hv. þm. bar það í bætifláka fyrir sig, að skatturinn ætti allur að fara í vegi. Ég sagði, að engin sönnun væri fyrir því, að svo færi, enda gat hann ekki komið með neina sönnun fyrir því, að skatturinn færi eingöngu til vegagerða í framtíðinni. Hann sagði: Ég veit ekki, hvað þm. G.-K. vill í því efni, en ég ætlast til þess, að skatturinn fari til vegagerða“. En hvað er að marka orð þessa hv. þm., sem 1927 barðist svo hart á móti þessum skatti, meðan hann var 20 sinnum lægri en þessi hv. þm. vill hafa hann nú? Hver treystir því, að þessi hv. þm. geti ekki orðið 20 sinnum verri á næsta þingi? Hver treystir því, að hann skipti ekki um skoðun eins og Magnús Torfason? Ég efast ekki um, ef stjórnin á erfitt með að hanga á næsta þingi, og þá svíkur þessi hv. þm. öll sín loforð og afsakar sig með því, að ríkissjóður sé tómur og hann megi ekki verða gjaldþrota. Þetta er honum vorkunn, en það dugir ekki fyrir reynda þm. eins og hv. 2. þm. Reykv. að telja mönnum trú um það, að þessum skatti verði alltaf varið í einum og sama tilgangi. Það er eins og einn af hv. þm. Reykv. greip fram áðan, að þetta er ekkert annað en gamall hrekkur, þegar verið er að leggja á nýja skatta, að þá eru loforð gefin um það, að verja þeim aðeins til nauðsynlegra framkvæmda, en það er aldrei nein trygging fyrir slíkum loforðum. Þó hér sé atvinnuleysi, sem kannske á eftir að aukast, þá er það ekki ráð að auka svo þennan skatt á þjóðinni, að hann verði 20 sinnum hærri en hann var þegar hv. 2. þm. Reykv. kallaði hann gífurlegan skatt.

Ég held ég hafi þá svarað þeim málefnalegu gagnrökum, sem fram hafa verið borin móti mínum rökum. Mér þykir engin ástæða til þess að deila. við hv. 1. þingkjörinn, Magnús Torfason. Hann var hér að segja fréttir af sjálfum sér, að hann skammaðist sín ekkert fyrir að snúast í þessu máli síðan 1927. Ég best við, að hann skammist sín frekar, ef hann er ekki alltaf að snúast, og það veit ég, að hann verður aldrei svo gamall, að hann geti ekki breytt um skoðun, ef hann sér, að það borgar sig, eins og hann sjálfur sagði. Ég hygg, að það sé rétt hjá honum, að Suðurlandsundirlendið muni vera eina héraðið hér á landi, sem sjálft þarf að borga sínar eigin vegabætur, en mér finnst hann undarlega lítilþægur að vera að þakka fyrir það. Annars þega leika lausum hala. Hann veit, að hann hefir ekki ástæðu til að vera oftar í kjöri í sinni sýslu og má þykjast góður að geta hangið þetta þing og það næsta.