18.12.1935
Neðri deild: 102. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1960 í B-deild Alþingistíðinda. (2894)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Jakob Möller:

Úrskurður hæstv. forseta er á annan veg en ég hafði búizt við. Ég leyfi mér að mótmæla því, að það hafi þýðingu í þessu sambandi, hvaða fordæmi liggja fyrir í þessu efni á Alþingi, því að sé eitthvað ekki í samræmi við stjskr., þá verður svo ekki fremur fyrir það, þótt áður hafi verið brotið gegn stjórnarskránni.