14.12.1935
Neðri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2018 í B-deild Alþingistíðinda. (2941)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Frsm. 1. minni hl. (Páll Þorbjörnsson) [óyfirl.]:

Ég býst við, þó brtt. þeirra hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. Vestm. yrði samþ., eða a. m. k. 1. liður hennar, þá mundi það ekki limlesta svo frv., að það yrði til einskis gagns. En ég er hræddur um, á sá liður brtt., sem mælir fyrir um, á landssíminn setji stöðvarnar í skipin og leigi þær, verði frv. banabiti. Vitanlega gæti svo farið, að krafizt yrði að landssíminn láni stöðvar í öll skip, sem undir frv. heyra, og munu þau vera um 60. Nú eru loftskeytastöðvar í þeim flestum og eign útgerðarfélaganna, en mundu ef brtt. yrði samþ. allar verða eign landssímans í framtíðinni. Ég veit ekki hvort fjárhag símans er svo háttað, að hann gæti lagt fram fé fyrir 6-10 stöðvar á ári. Það þarf a. m. k. að athuga, áður en brtt. er samþ.

Viðvíkjandi því, sem hv. 6. þm. Reykv. kom inn á, að láta mann með stýrimannsprófi annast um loft skeytastöðina, skal ég aðeins segja það, að enginn mun óska eftir að knésetja útgerðina með því að skapa henni óþörf útgjöld í þessu efni og munu því ekki hafa á móti því, ef öryggið er jafnt.

En ég get ekki verið hv. þm. sammála um þetta. Þó nokkurt öryggi sé í því fyrir viðkomandi skip, verða stöðvarnar ekki opnar, nema þegar skipið þarf að nota þær sjálft, og heyra því ekki skeyti frá öðrum. En þegar stýrimenn starfrækja loftskeytastöðvar, þá er ekki hlustað eftir öllum skeytum, heldur eru stöðvarnar starfræktar nokkurn hluta dagsins, þegar von er sérstaklega á skeytum, sem skipverja varðar, svo sem veðurfregnum og skeytum frá útgerð skipsins, og þegar skipin þurfa að senda skeyti.

Þá vildi hv. 6. þm. Reykv. halda því fram, að loftskeytastöðvar á flutningaskipum væru eingöngu öryggistæki og ekkert annað. Mesti kostur þeirra er öryggið, sem þær veita. En það er engan veginn þeirra eini kostur. Ég veit, að hv. þm. verður mér sammála um það. Það er alls ekki ótítt, að flutningaskip verða að sigla á aukahafnir, einungis til þess að fá fregnir frá sínu útgerðarfélagi. Þetta mundu þau losna við, ef þau hefðu loftskeytatæki. Ýmsar aðrar fregnir gætu þau einnig fengið gegn um loftskeytatæki, sem gætu haft fjárhagslega þýðingu fyrir skipin.

Þá kom hv. 6. þm. Reykv. inn á annað atriði. Hv. þm. hélt því fram, að það mundi vera auðvelt fyrir stýrimannaskólanema, ef þeir vildu, að læra að fara með loftskeytatæki samtímis því, sem þeir stunduðu sitt skólanám, eins og því nú er háttað. Þetta held ég, að sé misskilningur. Ég get ekki trúað því að óreyndu, að sá maður, sem hefir haft kennslu þessara manna á hendi, láti það út úr sér, að maður, sem þarf að jafnaði nú 14-15 mánuði til þess að ljúka námi í siglingafræði, að hann geti hætt á sig, með því að leggja lítilsháttar meira á sig, námi, sem hingað til hefir tekið 5-6 mánuði.

Ég hefi svo ekki meira að segja um þetta mál, en vænti, á hv. þm. sýni málinu velvild. Sérstaklega vil ég vekja athygli manna á síðastáminnstu atriði.