10.12.1935
Neðri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2035 í B-deild Alþingistíðinda. (2968)

133. mál, framfærslulög

Frsm. (Bergur Jónsson) [óyfirl.]:

Eins og ég gat um áðan, þegar hæstv. forseti ætlaði að taka málið fyrir, þá hefir allshn. ekki tekið til athugunar brtt. við frv. á þskj. 7-10, og er til atkv. kemur, þá hefir n. óbundnar hendur um þær. N. hefir ekki getað komið saman til þess að athuga þær, því að tveir af nm. voru bundnir við umr. um málið, sem lá fyrir til umr. næst á undan þessu, og einn nm. var fjarverandi, svo að það hefir ekki verið hægt að taka afstöðu til till.

Í nál. allshn. á þskj. 715 er í stuttu máli bent á aðalbreyt., sem fólgnar eru í frv., til framfara frá núgildandi l. En þær eru að fella niður ákveðin um sveitfestistíma, afnema sveitarflutninga og að framfærslukostnaði er jafnað niður eftir sérstökum reglum. Það mun vera ágreiningslaust meðal nm. að ganga saman um þessi atriði frv. En aftur á móti hafa þeir óbundnar hendur um einstakar brtt., sem þeir bera fram eða aðrir.

Eins og kunnugt er, þá eru núgildandi fátækralög byggð á fátækralögunum, sem sett voru 1905. Það var þá reynt að gera þau mjög vel úr garði, því að þau voru gerð af hinum færustu lögfræðingum, meðal annars Jóni Magnússyni og fleirum. En á þessum 30 árum, sem síðan eru liðin, hefir það sýnt sig, að sumpart vegna þeirra breyt., sem orðið hafa í þjóðfélaginu, og sumpart vegna þess, að þá hafa l. ekki verið eins vel úr garði gerð og æskilegt hefði verið, að þau þurfa lagfæringar við. Sérstaklega vil ég benda á það, sem þegar kom í ljós á fyrsta ári, og reyndar alltaf síðan fátækralögin voru sett 1905, að það hefir staðið hin einkennilegasta togstreita milli sveitarfélaganna um það, hverjir eigi að sjá fyrir framfærslu þurfalinga. Það eru til hinar skringilegustu sögur um það, hvernig oddvitar sveitarfélaganna hafa hagað sér í því að reyna að koma af sveitarfélögunum ómögum, og málin, sem risið hafa út af slíku og stall hafa til úrskurðar í atvmrn., en þau voru áður í annari skrifstofu stjórnarráðsins, hafa sennilega skipt hundruðum frá því, að fátækralögin gengu fyrst í gildi. Þetta út af fyrir sig er ekki stórt atriði, þó að þessi skriffinnska hafi fylgt gömlu l. En það er stórt atriði, og það hefir líka legið til grundvallar togstreitunni milli hinna einstöku sveitarfélaga, að í þessum l. er það svo, að fæðingarsveit skal yfirleitt vera grundvöllur undir það, hvar framfærslusveitin er. Um þetta hefir barátta staðið hina síðustu áratugi og sveitfestistíminn verið færður niður, svo að hann van lengi vel 10 ár og síðan færður niður, þangað til hann var orðinn 4 ár, og árið 1927 var hann svo lækkaður enn meira. En afleiðingin af þessu ákvæði um það, að hver og einn skuli eiga framfærslusveit í fæðingarsveit sinni, eftir l. þar sem foreldrar hans eru fæddir, en í framkvæmd hefir það verið þar sem hann sjálfur er fæddur, þangað til hann hefir áunnið sér sveit annarsstaðar, hefir ekki aðeins orðið til þess að skapa deilur, heldur til þess að eyðileggja fjárhag einstakra sveitarfélaga. Ég gæti nefnt áberandi dæmi um það að sveitarfélag hefir fengið 1-2 þús. kr. af þurfalingum, en hefir orðið að taka á sig 2-3 þús. kr. skell af ómögum á einu ári. Þetta er það, sem ég álít, að sé aðallega bætt úr með frv., og ég álít, að þetta sé svo mikilsvert atriði fyrir þjóðarbúskapinn, að það megi ekki dragast að koma því í h, hvað sem segja má um hin önnur atriðin í frv. Það nær engri átt að gera íbúa einstakra landshluta að vanskilamönnum vegna þessa, og álasa svo þeim, sem á eftir koma, án þess að geta eða vilja hjálpa. Það var gerð tilraun til þess með h 1932, þar sem ákveðið var að gera upp þau sveitarfélög, sem væru verst stæð, en þetta var káktilraun, og það er ekki sýnt, að hún hafi haft neina verulega þýðingu. En orsökin að þessu var hið gamla ákvæði um að fæðingarsveitin skyldi vera framfærslusveit, og það er þetta ákvæði, sem hefir steypt tugum sveitarfélaga, og á eftir að gera það, ef Alþ. vill ekki ganga inn á þá breyt. á þessu ákvæði, sem frv. fer fram á, en hún er sú, að heimilissveitin sé framfærslusveit manna.

Annars eru aðalbreyt. þær, sem fólgnar eru í frv., teknar fram í grg. þess, og ætla ég, til þess að tefja ekki umr., að nota mér þá upptalningu. Þessar breyt. eru:

1. Sveitfestitíminn er afnuminn.

2. Hver matur á framfærslurétt í heimilissveit sinni og öðlast þann rétt strax og hann sezt að í annari sveit.

3. Sveitarflutningar eru afnumdir. Þetta atriði hefir mikla þýðingu í augum sumra, sem hafa alizt upp á meðan sveitarflutningahneykslið átti sér stað. En þetta hefir lítið verið tíðkað nú um skeið, en ég játa, að ef þetta ákvæði er notað, þá getur það verið ómannúðlegt.

4. Ríkissjóði er gert að jafna framfærslukostnaðinn eftir ákveðnum reglum. Inn á þessar reglur ætla ég ekki að fara að svo stöddu, en ef tilefni gefst með brtt., sem kunna að vera fluttar, þá er það sjálfsagt.

5. Ekkjur og fráskildar konur njóta samkv. frv. sama eða svipaðs réttar og ógiftar mæður. En svo undarlega hefir verið frá þessari löggjöf gengið, að ógiftar mæður hafa verið betur settar samkv. löggjöfinni heldur en þessar konur, sem nefndar voru.

Að lokum eru svo í frv. sett nánari ákvæði um stjórn framfærslumála.

Ég geri ráð fyrir, að flest af þessum atriðum séu í samræmi við skoðanir meðnm. minna í allshn. Ég hefi ekki haft tækifæri til þess að bera það undir meðnm. mína, hvort þeir eru fylgjandi eða hvaða afstöðu þeir taka til brtt., sem eru fluttar af hv. þm. V.-Sk. og tveim öðrum hv. þm. Þessu þskj. var útbýtt í gær, og síðan hefir verið nóg að vinna, og því ekki gefizt tími til þess að athuga brtt. nægilega. Ég get þó sagt, að ég vil ekki ganga inn á það fyrir mitt leyti, að fella niður ákvæðið um framfærslunefndir, sem gert er ráð fyrir í frv. Ég hygg, að þær komi á sumum stöðum að betra liði en hinar almennu hreppsnefndir. Ég mundi heldur vilja ráða hv. flm. til að taka aftur brtt. sínar við þessa umr. og flytja þær þá aftur við 3. umr. Ég skal þá gera mitt til þess að allshn. athugi þær og taki afstöðu til þeirra. 3 þm. úr allshn., og þar á meðal ég, hafa flutt brtt. á þskj. 748, og ég get fyrir mitt leyti gengið inn á, að þær séu geymdar til 3. umr., ef hv. flm.brtt. á þskj. 740 ganga inn á að geyma sínar til 3. umr., og ég mun reyna að fá meðflm. mína til þess að samþykkja það. Ég vil þó taka það fram, að þar er um smávægilegar breyt. að rata, sem ég býst við, að allflestir geti gengið inn á, án mikillar yfirvegunar. Nokkrar þeirra eru teknar úr syrpu af brtt., sem bárust allshn. frá Mæðrastyrksnefndinni.

En ég er til með, ef mnm. mínir vilja fallast á það, að taka aftur til 3. umr. brtt. á þskj. 748, ef hv. flm.brtt. á þskj. 740 vilja einnig taka hana aftur nú, svo málið geti gengið til 3. umr.