10.12.1935
Sameinað þing: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (297)

1. mál, fjárlög 1936

Eiríkur Einarsson:

Hv. frsm. III. kafla fjárlfrv., hv. þm. A.-Sk., veik að till., sem ég flutti ásamt tveim öðrum hv. þm., á þskj. 727, og lýtur að vegagerð á Hellisheiði. Hann lét þá ósk í ljós fyrir hönd fjvn., að við tækjum till. aftur til 3. umr. Ég segi fyrir mitt leyti, að það fer eftir því, hvers vegna þessa er óskuð, hvort ég sé mér fært að fallast á, að till. verði tekin aftur til 3. umr. Ef tilgangur hv. fjvn. er sá, að þreifa fyrir sér, í því skyni að reyna að afla till. þess fylgis, að hún geti náð fram að ganga, þá er ég fús til að verða við ósk hv. n. Ef þessu er öðruvísi farið, þá sé ég hinsvegar ekki ástæðu til þess. Ég óska eftir upplýsingum um þetta, áður en ákvörðun er tekin.