14.12.1935
Neðri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2045 í B-deild Alþingistíðinda. (2978)

133. mál, framfærslulög

Frsm. (Bergur Jónsson) [óyfirl.]:

Við 2. umr. þessa máls var farið fram á það), að brtt., sem þá voru fluttar við frv. til framfærslulaga, væru teknar aftur og geymdar til 3. umr. og urðu flm. þeirra við því, en síðan hefir bætzt talsvert af brtt. við þetta mál. Ég ætla fyrst að geta um þær brtt., sem öll allshn. er sammála um og leggur til að verði samþ., þ. e. a. s. brtt. á þskj. 748.

Það er þá fyrst brtt. við 15. gr., að aftan við síðari málsgr. bætist: „Áfrýja má úrskurði barnaverndarráðs til ráðherra“. - Við 22. gr. er sú brtt. að fella niður orðin sem hjá henni dveljast“. Það þykir óþarft að taka það fram, þar sem talað er um börn, sem eru á framfæri ekkju, að þau þurfi að dvelja hjá henni, eftir því sem gr. er orðuð. - við 27. gr. er gerð sú brtt. að setja „ráðherra“ í stað „atvinnumálaráðherra“. Þetta er gert vegna þess, að það getur komið fyrir, að þessi mál heyri einhvern tíma undir annan ráðherra en hann, sem veitir atvinnumálaráðuneytinu forstöðu, þó að oftast muni það vera þannig, að það heyri undir atvmrh. - Við 39. gr. er lagt til að bæta nýjum málslið á eftir 1. málsgr., svo hljóðandi: „Þar sem almenningsmötuneyti er starfrækt, er framfærslunefnd eða hreppsnefnd heimilt að mæla svo fyrir, að framfærsluþurfar skuli fá mat sinn þar, enda sé mötuneytið að dómi heilbrigðisnefndar að öllu svo útbúið, að sómasamlegt sé.“

Þessari brtt. er einnig öll n. samþykk. Það munu vera komin almenn mötuneyti í Hafnarfirði og á Akureyri, og ekki ástæða til þess að bregða fæti fyrir það. - við 12. gr. er brtt., sem er aðeins orðabreyt. - Við 44. gr. 2. málsgr. leggjum við til, að í staðinn fyrir „innansveitarmenn“ komi „aðrir“. Þar er um það að ræða, hverjir hafi rétt til að kæra yfir illri meðferð á börnum. Þykir okkur engin ástæða til þess, að auk sóknarprests, kennara og héraðslæknis séu það eingöngu innansveitarmenn, sem geta kært yfir illri meðferð á börnum. - Þá er lagt til, að við 62. gr. verði bætt, að sveitarstjórn hafi ekki rétt til að krefjast endurgreiðslu á styrk, sem er veittur mönnum 60 ára eða eldri. Þetta hefir lengi verið í l., en hefir, af vangá að því, er virðist, fallið burt.

Þá er ein till., sem ég best við, að allir nm. séu sammála um, en það er brtt. á þskj. 771 frá fjmrh., þó með þeirri brtt., sem flutt er við hana á þskj. 795, um það að binda þá upphæð, sem endurgreiða má til sveitarsjóða úr ríkissjóði, við 250 þús. kr., ef fjárlög heimila ekki hærri upphæð. Í brtt. stendur 230 þús. kr., en n. vill hafa það 250 þús. með tilliti til þess, að í grg. frv. er gert ráð fyrir, að kostnaðurinn verði 250 þús. kr.

Þessar till. allar mun n. vera sammála um. Þá koma brtt., sem komu fram við 2. umr. frá hv. þm. V.-Sk. og fleirum, á þskj. 740. Ég best við því eftir samtali við hv. þm. V.-Sk., að hann muni taka aftur 1. brtt. - 2. brtt. legg ég til, að verði samþ., og eins 3. brtt., um það, að þurfa skuli úrskurð yfirvalds til þess að vita, hvort maður sé fær um að greiða meðlag. - 4. brtt. vil ég einnig leggja til, að verði samþ. Það hefir verið regla hingað til, að úrskurðarvald í þessum efnum hafi yfirvöldin á hverjum stað, þar sem sú sveit er, sem úrskurðuð er til þess að greiða eitthvað. Það er í samræmi við það, að dómari ákveður ekki dóm nema yfir þeim, sem eru í hans umdæmi. Við hv. þm. V.-Sk. vorum sammála um, að það væri brot á almennum lögfræðilegum reglum að breyta þessu þannig, að yfirvöldin á öðrum stöðum gæfu úrskurð um skyldur manna. Það er yfirleitt hlutverk þess yfirvalds, sem er í sýslunni. Ég býst við, að ástæðan fyrir því, að hv. flm. hafa orðað frv. svona, hafi verið sú, að þeir hafi búizt við, að dómarar og sýslumenn væru hlutdrægir. Þar sem um er að ræða hreppa í þeirra umdæmi, en okkur finnst það ekki nægileg ástæða til þess að brjóta í bág við sjálfsagðar lögfræðilegar reglur, að hvert yfirvald úrskurði um skyldur manna innan síns umdæmis. - Fimmti liður ræðir um skilgreiningu á því, hvað sé lögheimili. Ég játa það fyllilega, að ástæða sé til að fá vel skilgreint hugtakið lögheimili, þar sem breyt. framfærslulaganna hnígur að því, að hver þurfalingur skuli þiggja, þar sem hann á lögheimili, en eigi að síður líkar mér ekki vel þessi skilgreining. - Sjötta brtt. leggur n. til, að verði felld. Aftur leggur hún ekki á móti sjöundu brtt. Eins og flm. brtt. hefir bent a, þá vantar í íslenzka löggjöf ákvæði um þá menn, sem þurfa að þiggja af sveit, en eiga ekki lögheimili hér á landi, enda þótt þeir séu íslenzkir ríkisborgarar, eins og t. d. barn íslenzkra foreldra, sem heima eiga erlendis. Ég tel brtt. frekar til bóta. - Áttunda, níunda, tíunda og ellefta brtt. verða teknar aftur, að því, er ég hygg, þó að undanteknum a-lið 9. gr., þar sem ræðir um framfærslumálastjórann. N. leggur á móti þessari brtt. - Tólfta brtt. er aðeins orðabreyt., sem ekki er ástæða til annars en samþykkja. -Þrettánda brtt. er aðeins til þess að færa til betra máls, og því sjálfsagt að samþykkja. Sama gildir um fjórtándu brtt. - Fimmtánda brtt. er um það, að bætt sé inn í 50. gr. skýringu á því, að kaupgjald það, sem styrkþegi er skyldur að vinna fyrir, ef hann á annað borð getur unnið, skuli miðast við kaupgjald á þeim stað, sem styrkþegi dvelur. Þetta er sjálfsagt atriði, því vitanlega er átt við, að kaupgjaldið skuli miðast við kauptaxta á hverjum stað. Hvað sextándu brtt. snertir, þá er ég einnig á sama máli um hana. - Seytjánda brtt. er orðabreyting, sem telja verður til bóta, og því rétt að samþykkja. - Átjánda brtt. best ég við, að verði tekin aftur, en í stað hennar höfum við 2. þm. Reykv., 1. landsk. og ég flutt brtt. á þskj. 789, sem ég legg til, að verði samþ. - Nítjánda brtt. mun verða tekin aftur. - Tuttugasta brtt. mun frekar verða til bóta, og því rétt að samþykkja hana. Tuttugasta og fyrsta brtt. fer fram á að lengja frest þann, sem sýslumenn og bæjarfógetar hafa til þess að senda atvinnumálaráðuneytinu skýrslur um skuldlausar eignir og skattmat fasteigna, frá 31. marz til 15. júnímánaðar. Þar sem breyt. þessi kann frekar að verða til þæginda fyrir sýslumenn og bæjarfógeta, þá þykir rétt að ganga inn á hana. Frh.