10.12.1935
Sameinað þing: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

1. mál, fjárlög 1936

Gísli Sveinsson:

Herra forseti ! Ég þakka hv. frsm. I. kafla fjárlfrv. fyrir undirtektir hans undir brtt. mína við 12. gr., þar sem einum hrepp í Skaftafellssýslu er áætlaður 300 kr. læknisvitjanastyrkur. Ég heyrði á hv. frsm., að hann taldi sjálfsagt, að þessi hreppur yrði með. Hann hefir sjálfsagt kynnt sér það, að þessi hreppur þarf ekki síður á styrknum að halda en margir aðrir, sem komnir eru hér á skrár.

Ég mun eftir tilmælum frá hv. frsm. fjvn. taka aftur til 3. umr. till. mínar við 22. gr. um kaup á jörðum, sem fyrir skemmdum hafa orðið af vatnagangi. Hv. n. hefir tekið þessum till. vel, og ég býst við, að hún nái fullu fylgi við 3. umr. Sömuleiðis tek ég aftur X. brtt. á sama þskj., við 13. gr. frv. Ég býst við, að ég verði að koma með aðra svipaða till. fyrir mitt hérað, samkv. því, sem vegamálastjóri hefir lagt til. Hann hefir í bréfi í dag mælt með því, að Hækkað verði tillag til Síðuvegar, ef vegagerðin á ekki að liggja undir skemmdum. Hinsvegar hefir fjvn. sétt í fjárl. vegi, sem ekki geta talizt þjóðvegir og eru ekki mjög mikilsverðir, og vegamálastjóri hefir ekki verið spurður ráða í þessu efni. Þessa till. mína mun ég taka aftur til 3. umr. Bréfið, sem ég hefi fengið frá vegamálastjóra, afhendi ég hér með hv. fjvn.