16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (2990)

133. mál, framfærslulög

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Ég ætla ekki að þessu sinni að ræða um annað í sambandi við þetta mál en brtt. okkar hv. 1. landsk. um gildistöku laganna, að hún miðist við gildistöku atvinnuleysistrygginganna, en fulltrúi framsóknarflokksins í allshn. vildi ekki láta það mál ganga fram á þessu þingi. Þó að við höfum hvað eftir annað óskað eftir, að þetta mál yrði tekið á dagskrá, þá hefir það ýmist ekki fengizt eða þá að það hefir ekki verið tekið fyrir, þótt það hafi verið á dagskránni. Ég tel héðan af afarlitlar líkur til þess, að mál þetta nái fram að ganga á þessu þingi, a. m. k. ef þingi verður lokið fyrir jól. En það ætti að vera nokkurnveginn tryggt, að það næði framgangi á næsta þingi. Og þar sem þetta mál er eiginlega skylt l. um framfærslu sjúkra manna og örkumla, þá finnst mér eðlilegt, að þau gangi bæði samtímis í gildi. virtist mér því nauðsynlegt, að þau yrðu samþ. á næsta þingi, er saman á að koma 15. febr. næstk.

Þá vildi ég leyfa mér að bera fram lítilsháttar brtt. við 4. lið brtt. á þskj. 748, á undan orðinu „framfærsluþurfar“ komi: einhleypir. (JakM: Hvað segir hv. þm. Hafnf. um það?). Það er ekki flokksmál fremur en ýmislegt annað í þessu frv.