16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (2993)

133. mál, framfærslulög

Forseti (JörB):

Ég skal út af þeim orðum hv. 2. þm. Reykv., að ég hafi ekki tekið á dagskrá frv. um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla geta þess, að ég hefi ekki talið það til nokkurs hlutar að setja málið á dagskrá, sökum þess að jafnan hafa verið mörg mál á dagskrá, sem mér var sagt, að lögð væri áherzla á, að næðu fram að ganga. En frá minni hálfu hefir ekkert verið því til fyrirstöðu að það væri tekið fyrir.