16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2063 í B-deild Alþingistíðinda. (2999)

133. mál, framfærslulög

Gísli Sveinsson [óyfirl.]:

Ég get fellt mig við þessa breytingu á brtt. á þskj. 789, því að gefið er, að með því orðalagi, sem er á brtt. þessari, er hægt að ganga fram hjá bæði framfærslun. og hreppsn. Ég tel fullnægjandi að leita álits beggja þessara stofnana, því að oftast munu vera aðrir menn í framfærslun. en í hreppsn. En ef hv. þm. finnst rétt að leita einnig álits annara, þá vantar um það ákvæði í frv., og má þá bæta úr því með brtt. hv. 2. þm. N.-M.

Þá eru síðari brtt. tvær á þskj. 789. Hv. frsm. tók þar upp hanzkann fyrir sig og sína menn til varnar þeirri fáránlegu ráðstöfun að fella niður 26. og 61. gr. Mér þykir leitt, að hv. kollega minn skuli hafa leiðzt hér út á braut, sem hann getur ekki varið, að sé rétt. Annars hefi ég áður fært rök fyrir minni afstöðu um þetta atriði, og fer því ekki út í það frekar. En ég mun greiða atkv. á móti þessum brtt., þar sem ég tel þessar gr. réttar, eins og þær standa í frv.