10.12.1935
Sameinað þing: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 3. kafla Þorbergur Þorleifsson):

Það er aðeins út af fyrirspurn hv. 11. landsk. viðvíkjandi brtt. á þskj. 727, 8. brtt. Ég get í raun og veru engu bætt við það, sem ég sagði áður. Fjvn. tók ekki afstöðu til hennar, en ég hygg, að ef hv. þm. er annt um, að till. gangi fram, þá sé það ekki betra, að hún komi til atkv. nú. Að n. tók ekki afstöðu til till. nú. er m. a. af því, að við þessa gr. eru fleiri brtt., sem n. hefir ekki enn tekið afstöðu til, en væntanlega verða teknar til afhugunur. (EE: Má skilja þetta svo, að n.brtt. velviljuð og vilji vinna að því, að hún fái framgang?). Fjvn. lætur ekkert í ljós um það að svo stöddu.

Ég þarf ekki að svara þeim ummælum, sem hér hafa fallið út af till. um rithöfundastyrk til skáldsins Halldórs K. Laxness. Hv. þm. Ak. endurtók nokkur af þeim gullkornum, sem voru í ræðu hans á laugardaginn. En ég svaraði þeim öllum í ræðu minni og þarf ekki að fara um það fleiri orðum. Að vísu beindi hann nokkrum skeytum til mín persónulega, en ég læt mér þ.m í léttu rúmi liggja. Hv. þm. G.-K. fann líka ástæðu til þess að ávarpa mig með nokkrum orðum, og er það í fyrstu sinni, sem hann hefir fundið ástæðu til þess, og hann gerði það á nákvæmlega sama hátt eins og flokksblöð hans hafa ávarpað mig og aðra þá alþýðumenn, sem ekki hafa gefið sig undir það ok að vinna með íhaldinu. Þennan persónulega skæting læt ég mig litlu skipta, en er ánægður yfir því, að á þann málstað, sem ég beitti mér fyrir, hefir ekki verið ráðizt síðan.