19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2153 í B-deild Alþingistíðinda. (3113)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Eysteinn Jónason) [óyfirl.]:

Eins og hv. þdm. sjá, hefir þetta frv. tekið allmiklum stakkaskiptum frá því það var á ferðinni hér í d. fyrir nokkru. Ég sé í raun og veru ekki ástæðu til að fjölyrða um þær breyt., sem gerðar hafa verið á frv., en þó tel ég rétt, af því að þær snerta mjög afgreiðslu fjárl., að fara um þær nokkrum orðum.

1. liður frv. er sá, sem var upphaflega í frv., þegar það fór í gegnum þessa d., og sé ég því ekki ástæðu til þess að gera hann að umræðuefni.

2. liðurinn er ákvæði um að greiða dýrtíðaruppbót á sama hátt og gert er þetta ár, 1935, og geri ég ekki ráð fyrir, að um það verði ágreiningur.

Þá er 3. liðurinn, en hann er um það, að á árinu 1936 skuli fella niður prentun umræðuparts Alþt., og skuli það einnig taka til umr. á þingi 1935. Þessi liður er kominn inn í frv. í Ed. fyrir mína tilstuðlan. Eins og menn muna, var gengið til atkv. um það í Sþ. að lækka áætlaða upphæð alþingiskostnaðar með það fyrir augum, að hætt yrði að rita umr., og þá auðvitað einnig hætt að prenta umræðupartinn, en meiri hl. þm. var þessu mótfallinn. Eftir því, sem ég hefi getað kynnt mér þetta mál hjá hv. þm., hefir mér skilizt, að andstaðan hafi mest verið gegn því að fella niður að rita ræðurnar, miklu fremur en að fella niður prentunina. Þess vegna lagði ég til, að það yrði borið undir þingið, hvort það vildi ekki fallast á að fresta prentun umr. frá þinginu 1935 og 1936, þótt þær yrðu ritaðar. Það er auðvitað hægt að segja, að það er margt, sem mælir gegn því, að hætt sé að rita ræður, því að þá tapast sú heimild, sem í þeim felst, og þá er ekki hægt síðar, þó að þingið vildi, að prenta ræðurnar. Þær eru því tapaðar fyrir fullt og allt, ef hætt er að rita þær.

Séu ræðurnar hinsvegar ritaðar, þó að þær séu ekki prentaðar þegar í stað, þá eru heimildirnar til, og ef Alþingi vildi einhverntíma síðar taka upp prentunina á ný, þá er alltaf hægt að grípa til handritanna og fá prentuð þingtíðindi samfellt án þess að nokkuð verði niður fellt.

Ástæðan til, að ég hefi lagt þetta til, er eingöngu sú, að fá sparnað. Fjárl. eru orðin ærið há eins og mönnum er kunnugt og hefir verið reynt að færa niður á mörgum liðum, sem menn hefðu gjarnan viljað láta óhreyfða. Sýnist mér þessi liður eðlilegri til sparnaðar en ýmsir aðrir, sem krukkað hefir verið í. Vil ég því vænta þess, að þessari till. verði tekið vel í þessari d. Ég veit vel, að ýmsir eru henni andvígir, og get ég vel skilið þeirra afstöðu út af fyrir sig, en ég hefi þó ímyndað mér, að menn vildu samþ. þennan sparnað með tilliti til þeirrar niðurfærslu, sem orðið hefir á ýmsum öðrum liðum.

Ég skal benda á það, að ef þessi till. verður ekki samþ. koma til prentunar tveir árgangar af Alþt. á næsta ári, sem sé frá þinginu 1935, sem nú stendur yfir, og ennfremur frá þingi 1936, sem væntanlega verður haldið á fyrri hluta næsta árs. Mundi ríkissjóður því hljóta þungan bagga af, ef engu af prentuninni verður frestað.

Hæstv. forseti hefir flutt brtt. við þennan lið, sem er aðeins orðabreyt., og felli ég mig vel við hana, því að þar er skýrt tekið fram, að aðeins skuli fresta prentuninni, en ekki fella hana niður.

Þá er 4., 5., 6., 7. og 8. liður, sem allir hafa komið inn í frv., að því er ég bezt veit, fyrir tilstuðlan fjvn, en í þeim felst frestun á ýmsum l. í því skyni að koma til leiðar sparnaði á fjárl., sem n. flytur sérstaka till. um í sambandi við fjárl. sjálf. Ætla ég ekki að gera þessa liði að umræðuefni, því að ég býst við, að hv. fjvnm. þessarar d. muni minnast á þá, ef ástæða þykir til.

Um 9. og 10. lið er það sama að segja.

11. liðurinn er hv. þdm. kunnugur frá því þegar hér var rædd þál., sem heimilaði stj. að leita tilboða í varðskipin Óðin og Þór, sem að vísu var í Sþ., og liggja að mestu leyti sömu rök til þessarar till. og færð voru fram fyrir þeirri till, sem sé að ríkissjóð er það gersamlega um megn að halda úti öllum varðskipaflotanum næsta ár til viðbótar þeim bátum, sem nauðsynlegt þykir að hafa til gæzlu, og er sú upphæð, sem fjvn. leggur til, að veitt verði til landhelgisgæzlu, miðuð við það, að ekki sé að staðaldri nema eitt af stóru skipunum við gæzlu, en hinsvegar hafðir 4 bátar til aðstoðar á ýmsum árstímum, eftir því sem talið er nauðsynlegt á hverjum stað. Við þennan lið eru brtt. frá hv. 2. þm. Reykv. og hv. 5. landsk., og ein frá hv. þm. Borgf. Tvær af þessum till., frá hv. 2. þm. Reykv. og hv. 3. landsk., eru um að fella niður heimildina um að selja Þór. Get ég ekki verið því samþykkur fyrir mitt leyti, að þetta verði fellt niður, en geri það þó ekki að kappsmáli, hvort svo verður gert eða ekki. En sú afstaða mín byggist á því, að ég tel landhelgisgæzlunni borgið með stærsta varðskipinu og nokkrum varðbátum, a. m. k. má komast af með það. Og ríkissjóður hefir ekki tök á að verja meira fé til landhelgisgæzlunnar, hvað þá að halda úti slíkum varðskipaflota sem nú er. Þetta vildi ég taka fram um 13. lið) frv. - Um 11., 12., 14. og 16. lið frv. fjölyrði ég ekki, en get aðeins lýst því yfir, að ég mun fylgja brtt. hæstv. forseta, sem gerir ráð fyrir, að felldir verði niður úr frv. Þessir liðir, og mun ég því fylgja 1. gr. frv. eins og hún er orðuð á þskj. 906. Við 3. lið frv. eru tvær brtt., önnur um að fella niður prentun á þingræðum, en hin er um að fresta á næsta ári prentun á umræðupartinum í alþt., og tekur, það einnig til umræðna frá Alþingi 1935.

Vona ég, að samkomulag geti orðið um það meðal þm. að fresta prentun á umræðupartinum, hvað sem öðru líður. Það mun yfirleitt mega segja, að flestir liðir þessa frv. séu framkomnir fyrir atbeina hv. fjvn., og er frv. flutt af form. n. í Ed.

Ég mun ekki fara fleiri orðum um efni frv. Ég veit, að á því eru ýmsir annmarkar, og þykist vita, eftir þeim orðum, sem hv. alþm. úr andstöðufl. stj. hafa látið falla í sambandi við annað mál, að þeim þykir hér vera farið ranglega að, og ekki þingleg meðferð á máli, að við lítið frv. um frestun n greiðslu á útflutningsgjaldi til ræktunarsj. Íslands, sem áður hefir gengið í gegnum þessa d., skuli hafa verið bætt svo mörgum nýjum liðum í Ed. - Það er að vísu æskilegt, að um hvert mál fari fram þrjár umr. í hvorri þd., eins og mælt er fyrir um í þingsköpum, en hinsvegar er ekki hægt að komast hjá því að gera meiri og minni breyt. á málum við 3. umr.

Annars er mér vel kunnugt um það, að þessar till., sem hér liggja fyrir, eru fram komnar vegna starfa hv. fjvn., og einnig 1. liður frv., uni frestun á útflutningsgjaldi til ræktunarsjóðs. Ég veit ekki til, að þessi meðferð á till. hafi sætt neinum ágreiningi í fjvn., og standa þar að fulltrúar úr öllum flokkum. - Ég vil svo að lokum taka það aftur fram, að ég er samþykkur brtt. hæstv. forseta á þskj. 906).