19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2166 í B-deild Alþingistíðinda. (3124)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Pétur Ottesen [óyfirl.]:

Út af því, sem þeim hefir farið í milli hæstv. forseta og hv. 2. þm. Reykv. um það, hvernig bæri að bera upp till. þær, sem hér liggja fyrir og fram hafa komið við þetta frv., þá vildi ég taka í strenginn með hv. 2. þm. Reykv. um það, að sú till., sem hæstv. forseti hefir borið fram, er ekkert réttbærri um það, hvernig hún er borin upp, en aðrar brtt., þó að þær séu minni fyrirferðar. Að sjálfsögðu hér að bera upp hvern lið, sem brtt. eru við, eins og hina aðra liði, sem engar brtt. eru við. Ég vildi láta þetta koma fram til stuðnings því, sem hv. 2. þm. Reykv. hélt fram um þetta efni, hvaða úrskurð sem hæstv. forseti kann að fella um það, hvernig beri að bera upp hans eigin brtt.

Annars finnst mér, að í þessari brtt. hæstv. forseta kenni nokkurs yfirlætis, og hefi ég fengið staðfestingu í því, að sú ályktun var rétt hjá mér, í orðum þeim, sem hæstv. fjmrh. lét falla áðan um brtt. hæstv. forseta, þar sem hann lagði til, að 4 liðir væru felldir niður yfir því frv., sem hv. þm. S.-Þ., sem jafnframt er form. Framsfl., fékk komið í gegnum hv. Ed. Mér virðist þarna koma fram það sjónarmið, að hæstv. fjmrh. sé búinn að mynda með hæstv. forseta nokkurskonar samsæri gegn sparnaðartill. hv. þm. S.-Þ., formanns fjvn., sem náð hafa samþykki í hv. Ed. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en svo, að hæstv. forseti hafi með brtt. sínum gefið það fyllilega í skyn, hvernig eigi að afgr. málið. Það hafa verið teknir inn í brtt. 9 liðir, sem hæstv. forseti og ef til vill einhverjir fleiri af hans flokksmönnum og svo jafnaðarmenn hafa komið sér saman um við hæstv. fjmrh., að eigi að samþ. mér virðist, að formið í brtt. og undirtektir hæstv. fjmrh. gefi verulega bendingu í átt, að þessu sé þannig háttað. Þó að hv. þm. S.-Þ. væri einn flm. að þessum till., þá stóð samt í bak við flestar till. töluvert einbeittur stuðningur fjvn. Að vísu var nokkur ágreiningur um 3 eða 4 af 16 liðum, en að eða leyti stóð fjvn. nokkuð sammála um þetta mál. Nú er þessi framkoma hér í samræmi við, að það hefir nú orðið ofan á hjá stjflokkunum að hverfa meir og meir af þeirri braut að ná jöfnun í fjárl. með því að draga úr útgjöldum, heldur í að leggja í nýja skatta, og í skjóli þeirra hverfa frá öllum sparnaði og bæta í nýjum og nýjum útgjöldum. Það er ekki hægt að segja annað en framkoman hér gagnvart þeim sparnaðarhug, sem felst í till. frá hv. þm. S.-Þ., sé í samræmi við þessa stefnu.

Ég hefði haft tilhneigingu til þess að mæla fram með ýmsum sparnaðartill. hér, og mæta nokkuð þeirri gagnrýni, sem sumir liðirnir hafa orðið fyrir, bæði frá hv. 6. þm. Reykv. og öðrum. Ég skal lýsa því yfir, að ég styð þá till., sem hann fór hörðustum orðum um, en það var 3. liðurinn. En af því að aðstaða hæstv. fjmrh. er slík sem raun er á orðin, og að því er virðist margra manna í hans flokki gagnvart þessum sparnaðartill., þá mun ég ekki hlaupa fram fyrir skjöldu og verja þær, þar sem stj-flokkarnir leggja ekki meira upp úr till. en raun er á orðin. Ég skal líka taka það fram, að þetta getur orðið til þess að sú afstaða, sem ég hafði til till., breytist, og að ég telji mig ekki eins bundinn að fylgja þeim eins og ég hefði talið mig vera, ef ég áliti, að þær hefðu fengið viðunandi móttökur hjá hæstv. fjmrh. og öðrum ráðamönnum stj.flokkanna.

Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um frv. En ég á eina brtt. við 13. lið frv. eins og það kom frá hv. Ed., en sá liður snertir landhelgisgæzluna, og er ríkisstj. þar heimilað að selja eða leigja 2 af varðskipunum og auk þess vitabátinn Hermóð, sem notaður hefir verið til þess að flytja efni til byggingar vita og eldsneyti og hitt og annað til rekstrar vitanna. Í þessum lið er gert ráð fyrir, að stj. sé heimilt að gera þetta, ef hún fær viðunandi boð og skilmála, sem hægt er að hlíta. Ef það fæst, þá er henni heimilt að gera þessar ráðstafanir með skipin. Þessi till. hefir nú orðið fyrir allhörðum dómum í þessari hv. d. út frá því sjónarmiði, að með þessu væri mikið verið að draga úr þeirri landhelgisgæzlu, sem við nú höfum, eða möguleikunum til þess að halda uppi sæmilegri landhelgisgæzlu. Ég skal ekki ganga langt inn á að gagnrýna það, sem sagt hefir verið í þessa átt, því ég lét það litla skyldu mína, úr því sem komið er, að verja sparnaðartill. þær, sem fram koma í þessu frv. Ég vil aðeins benda á, og ég staðfesti það með brtt. minni, að ég lít ekki á þessa ráðstöfun sem afturför eða afturkipp í því að halda uppi landhelgisgæzlunni, heldur sé þetta gert með það fyrir augum, að breyting verði á fyrirkomulagi landhelgisgæzlunnar. Það er vitað, hvernig sú landhelgisgæzla hefir reynzt, sem hefir verið hér að undanförnu með þessum skipum. Hún hefir oft verið lítilfjörleg, vegna þess að það hefir ekki verið hægt vegna fjárhags ríkissjóðs að halda skipunum úti við gæzluna, þó að þörf hefði verið á því og það verið æskilegt. En um þessi skip er það að segja, að þó þau séu góð, þá koma þau því aðeins að gagni, að þau séu á siglingu með ströndum fram, því að það skiptir ekki miklu máli um útbúnað þeirra og stærð, þegar þau liggja bundin inni á höfn. En sú breyt., sem mér virðist, að ætti að veiða á landhelgisgæzlunni í framtíðinni, er sú, að hún verði meir og meir sameinuð björgunarstarfseminni. Eins og nú er háttað fiskiflotanum, þá getur það ekki talizt sæmilegt til afspurnar að hafa ekkert björgunarskip með bátunum, þar sem þeir eru að veiðum kannske svo hundruðum skiptir, eins og t. d. í Faxaflóa, og það í svartasta skammdeginu, þegar veður eru hörðust. Ég sé ekki, að þessi skip séu þannig útbúin, að þau séu líkleg til þess að veita liðsinni, þegar vél bilar og skip rekur fyrir straumi og vindi.

Vestmannaeyjar eru eina veiðistöðin hér á landi, þar sem björgunarmálum og nauðsyn þessara mála hefir verið sinnt með þeim hætti, að þar hefir verið haft skip yfir vertíðina, sem hefir haft það verk með höndum að líta eftir bátum og veiðarfærum þeirra eyjaskeggja. Með stofnun Slysavarnafélags Íslands er lagður grundvöllur að því að færa þessa starfsemi yfir á miklu víðtækara svið, og nú hefir þessum málum miðað það langt áfram, að nú er byrjað að safna fé til þess að kaupa eða láta byggja 4 björgunarbáta; einn fyrir Faxaflóa, einn fyrir Vesturland, einn fyrir Norðurland og þann fjórða fyrir Austfirði. Fjársöfnuninni er mismunandi langt komið hér við Faxaflóa er henni svo langt komið, að Slysavarnafélagið hefir nú nóg fé til þess að láta byggja eitt skip, sem gert er ráð fyrir, að taki til starfa næsta ár. Á Vestfjörðum er búið að safna allmiklu fé í þessu augnamiði, og á Norðurlandi er a. m. k. búið að safna helmingi þess fjár, sem gert er ráð fyrir, að skipið kosti. Af reynslunni þekkjum við það vel, að oft tekst vel að koma fyrirtækjum á fót með samskotum. En hitt vill oft verða ýmsum erfiðleikum bundið, að halda áfram að reka slík fyrirtæki, sem hér er átt við. Þess vegna geri ég ráð fyrir, að sú hugmynd, sem verið er að klæða holdi og blóði, ef ég mætti komast svo að orði, með því að koma upp björgunarskipum á þennan hátt, yrði erfið til framkvæmdar, þegar til þess kæmi að halda slíkum skipum áfram á þessum grundvelli. Þess vegna verður framhald þessa verks að byggjast á því að sameina eftir föngum björgunarstarfsemi og landhelgisgæzlu, og ætla ég, að það megi víða takast, t. d. við Faxaflóa og sumstaðar annarsstaðar meðfram ströndum landsins. Þegar á þessa hlið málsins er litið, þá er auðsætt, að það verður að taka nokkuð af því fé, sem ríkissjóður leggur nú fram til landhelgisgæzlu, og verja því til rekstrar þessara báta, sem eiga að taka að sér landhelgisgæzluna í hlutfalli við það fjármagn, sem til útgerðar þeirra er varið úr ríkissjóði. Það er með hliðsjón af því, að undanfarið hefir reynzt mjög örðugt að halda varðskipunum í gangi, og er óhætt að fullyrða, að ekki blási byrlega í því efni núna frekar en áður, það er með hliðsjón af þessu, sem ég get fallizt á, að þessu nýja viðhorfi verði mætt með þeim hætti, sem lagt er til í þessu frv. um bráðabirgðabreyt. nokkurra laga. En þar sem dráttur getur orðið á því, að þessi björgunarskip verði tekin til notkunar, þá vil ég tryggja það, að ekki falli niður landhelgisgæzla hér við land; og að því lýtur mín brtt., því að hún felur það í sér, að ef til þess kemur, að þessi varðskip, sem hér uni ræðir, yrðu seld eða leigð, þá yrði það tryggt, að jafnframt því skipi, sem eftir yrði, væru starfræktir ekki færri en 4 vopnaðir vélbátar, sem hafðir væru við landhelgisgæzlu.

Ég hefi þá gert grein fyrir minni brtt., og ætla ég, að þeir, sem annars eru óánægðir með þennan lið, sem mér finnst ekki óeðlilegt, sjái nokkra úrlausn í slíkum öryggisráðstöfunum, ef til kemur með sölu þessara skipa.

Það var eitt atriði, sem fram kom í sambandi við þetta hjá hv. 6. þm. Reykv., sem ég vil minnast aðeins á. Þegar hann var að andmæla þessum lið, þá vitnaði hann í það, sem menn úr núv. stífla. höfðu sagt um landhelgisgæzluna, þegar Magnús Guðmundsson var atvmrh. í samsteypustj.; höfðu þeir þá fellt harðan dóm yfir honum fyrir að hafa látið leggja varðskipunum. Það var sem sé af alveg sömu rót runnið og það, sem hér um ræðir, sem sé erfiðum fjárhag ríkissjóðs.