19.12.1935
Sameinað þing: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (313)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 1. kafla (Jónas Guðmundsson) [óyfirl.]:

Þessar fjárlfrv. var afgr. hér síðast, var niðurstaða þess sú, að tekjur þess voru áætlaðar 14368 þús., en gjöldin 14729 þús. Raunverulegur tekjuhalli samkv. frv. er því þá um 360 þús. Eftir þeim brtt., sem fyrir liggja frá allri n., á þskj. 881 og 895, hækkar tekjuhliðin um 1415 þús., en það eru hinir nýju skattar. sem teknir eru upp í frv.:

Hátekjuskattur ..................... 200 þús.

Viðskiptagjald ...................... 750 –

Benzínskattur ..................... 230 –

Áfengisverzlunin .................. 200 –

Landssíminn ......................... 15 –

Samtals 1415 þús.

Frá þessu dragast eftir till. n. til lækkunar á tekjuliðum, sem eru:

Tóbakstollur um ................... 180 þús.

Verðtollur ......................... 130 –

Ríkisútvarpið ...................... 10 –

Samtals 320 þús.

Hin raunverulega tekjuhækkun samkv. áætlun n. nemur því 1095 þús. Tekjurnar nema þannig alls 15463 þús.

Eins og ég sagði áðan, nam gjaldahlið frv. eftir 2. umr. 14729 þús., og nú ber n. fram nýjar till. til útgjalda, sem nema 1147 þús. En jafnframt bar hún fram brtt. til lækkunar á útgjöldunum, sem nema alls 287 þús. Mismunurinn á hækkunar og lækkunar till. n. við þessa hlið fjárl. nemur þannig 160 þús., sem bætast við útgjöldin eins og þau voru áætluð eftir 2. umr., eða 14729 þús. Nema gjöldin þannig samkv. áætlun n. alls 15859 þús. kr. Verður tekjuhallinn þannig samkv. áætlun fjvn. 125 þús.

Við áætlun gjaldahliðarinnar ber þess að gæta, að ýmsir útgjaldaliðir eru áætlaðir mjög ríflega, eins og t. d. tillag til Alþýðutrygginga 410 þús., en þær koma ekki til framkvæmda að öllu leyti 1936. Þannig er og um ýmsa fleiri útgjaldaliði, sem eru áætlaðir mjög ríflega, má því gera ráð fyrir, svo framarlega sem tekjustofnarnir bregðast ekki, að hægt verði að reka ríkisbúskapinn tekjuhallalaust þetta næsta ár.

Um hinar einstöku brtt., sem tilheyra mínum kafla fjárl., get ég verið stuttorður, þar sem líka till. við tekjuhliðina hafa allmjög verið ræddar í þinginu. Að gert er ráð fyrir tekjuafgangi hjá símanum, umfram það, sem áætlað er í frv., stafar af því, að dregið er úr tillagi til einkasima í sveitum frá því, sem er í frv. eftir 2. umr., og jafnframt er ætlazt til, að launatillögur þær, sem n. hefir gert um laun við símann, standi óbreyttar.

Tekjuaukningin af áfengisverzluninni, sem gert er ráð fyrir, er sett með tilliti til þess. að útsöluverð á áfengi verði hækkað frá því, sem það er nú.

Þá er 9. brtt. á þskj. 881, við ríkisútvarpið. Hún gengur fyrst og fremst út á að orða þennan lið um, og auk þess er lagt til að hækka þennan lið frá því, sem hann er í frv. Hér í þinginu hefir verið á ferðinni þáltill. um lækkun útvarpsgjalds, sem n. gengur út frá, að ekki verði samþ. m. a. sakir þess. að það liggur fyrir að umbæta stöðina að miklum mun nú alveg á næstunni, því að erlendar stöðvar munn trufla allt útvarp hér, nema ef til vill í Rvík. Er því ekki annað fyrir hendi en stakka stöðina.

Þá er 10. brtt. um að auka skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta. Um þennan útgjaldalið er það að segja, að n. ætlast til, að bæjarfógetar njóti eingöngu þessarar hækkunar, því að frá þeim liggur skjallega fyrir, að þeir geti alls ekki komizt af með það, sem þeir hafa haft.

Þá er stór hækkunartill. vegna landhelgisgæzlunnar, að í staðinn fyrir 350 þús. komi 450 þús. Eftir mjög nákvæma athugun komst n. að þeirri niðurstöðu, að svo fremi, sem halda ætti uppi sömu gæzlu og undanfarið, og það jafnvel þó að smábátar komi fyrir hin stóru strandvarnarskip okkar, þá megi ekki búast við, að þessi kostnaður verði undir 550 þús. Hvað sektarféð snertir, þá er ekki heldur hægt að búast við, að það verði meira en undanfarin ár.

Þá hefir n. tekið upp þrjá læknisvitjanastyrki. Um þá er ekkert annað að segja en það, að það er alltaf nauðsynlegt að hjálpa stórum og afskekktum héruðum, sem erfitt eiga með að ná í lækni.

Þrettánda brtt. er tekin aftur.

Þá er 14. brtt. Þar er engin breyt. á upphæð, heldur er liðurinn orðaður um. Jafnframt vil ég geta þess, að fjvn. hefir á þskj. 895 leiðrétt þessa till. Í till. stendur: „gegn 2/3 hlutum annarsstaðar að“, en þar sem n. taldi, að þetta orðalag gæti valdið misskilningi, þá hefir hún lagt til á þskj. 895, að þetta orðist þannig: Gegn tvöföldu framlagi annarsstaðar að.

Þá er næst till. um hækkun á styrk til þeirra sjúklingi, sem ekki heyra undir berklavarnalögin. Hækkunartill. þessi er gerð með tilliti til þess, að fyrir fjvn. hafa legið beiðnir um styrki til þessara sjúklinga fra ýmsum sveitarfélögum. Sama er að segja um styrk til ákveðins manns, sem nú er sjúklingur á Nýja-Kleppi.

Sextánda brtt. er um Holtavörðuheiðarveginn. Eins og getið var við 2. umr., var gert ráð fyrir, að Holtavörðuheiðarvegurinn felli niður af frv., því að gengið var út frá, að þangað yrði látið af benzínskattinnm nægilega mikið fé. En nú hefir það komið í ljós, að það, sem úthlutað var til þessa vegar af benzínskattinum, nægir ekki, eða er ekki í samræmi við það, sem áður hefir verið veitt til hans, sem hefir verið undanfarin ár 60–80 þús. Þótti því ekki annað fært en láta upphæð þá, sem var í fjárlfrv. standa, að frádregnum 10 þús. En með því fær vegur þessi svipað og vant er, eða um 70 þús.

Þá er 17. brtt. um Vatnsskarðsveginn. Nú er lagt til, að þessu fé verði ekki varið í Vatnsskarðsveginn sjálfan, heldur til Húnvetningabrautar frá Hólabaki norðan Vatnsdalshóla að Hnausakvísl, og er þetta gert eftir till. þm. sjálfs o. fl.

Átjánda brtt. a-liður er um Sogsveginn, að lækka hann niður í 15 þús. og fella niður klausuna, sem fylgdi þeirri fjárveitingu, að Rvík legði helming á móti. Það þótti ekki fært að halda þessari klausu lengur, því að sá hluti þessa vegar, sem Rvíkbær ætlaði upphaflega að styrkja, er nú búinn, kominn alla leið að stöðinni. Er því tæplega sanngjarnt að skylda hann til þess að leggja fé á móti ríkissjóði í veg þennan lengur. Hitt er annað mál, hvað bærinn vill gera af fúsum vilja, því að vegur þessi hlýtur að verða „túristavegur“ og þá sérstaklega fyrir Rvíkinga. Er þess því vænzt, að barinn leggi eitthvað af mörkum til hans framvegis. Þá eru og taldir upp í 18. brtt. þeir vegir, sem leggja á fyrir benzínskattinn, og mun ég ekki fara neitt út í að ræða um þá, nema sérstakt tilefni gefist til.

Þá er 19. brtt. Hana tekur n. aftur, því að hún var af vangá sett inn.

Tuttugasta brtt. er um Ríkisskip. Það fór eins og minnzt var á við 2. umr., að ekki hefir tekizt að koma í framkvæmd þeim breyt. á rekstri ríkisskipanna, að lækka mætti tillagið til þeirra um 100 þús. kr., eins mg n. lagði til. Það er ekki hægt með öðru móti en því, að gefa skipum þessum eftir hafnargjöld úti á landi. En n. þótti ekki fært að leggja það til, að farið væri að höggva í tekjur hafnarsjóðanna, því að margir þeirra þurfa að standa undir miklum útgjöldum. Hefir n. því lagt til, að tillagið verði lækkað um 70 þús. í stað 100 þús. króna.

Þá er 21. brtt. Þar leggur n. til, að tillagið til h/f Skaftfellings verði fært niður í 22 þús., úr 24 þús. Ástæðan til þess, að n. flytur þessa till. er sú, að til mála hefir komið að semja við félagið, sem að skipi þessu stendur, um flutninga til vitanna, og verði það úr, er ekki nema sjálfsagt að gæta þess, að styrkurinn til þessa báts verði færður niður með tilliti til þeirra tekna, sem hann kann að hafa af þessum flutningum.

Tuttugasta og önnur brtt. n. er sú, að hún hefir tekið upp brtt. hv. þm. G.-K. um að veita 5 þús. kr. til þess að setja upp hljóð- og ljósdufl við Sandgerðissund, og á þetta að vera fyrsta greiðsla af fjórum. Aftur er vitaféð lækkað sem þessu nemur. Annars er það svo, að hér er beinlínis um að ræða vita, sem selja á á Sandgerðissundi. N. hefir viljað verða við þessari beiðni. Þess vegna hefir hún tekið þessa till. upp á sína arma.

Þá leggur n. einnig til, að hreytt verði nokkuð bæði upphæð til hafnargerðar á Ísafirði, sem hækki úr 8 upp í 20 þús. kr., og færa með því til samræmis greiðslu ríkissjóðs til þessarar hafnar við greiðslu til annara hafna, og eins upphæð til Vestmannaeyjahafnar; n. leggur til að hún hækki úr 15 upp í 30 þús. kr., og skuli það vera fyrsta greiðsla af fjórum til Vestmannaeyjahafnar, til þess að dýpkva höfnina og gera uppfyllingu við hana.

Þá er 25. brtt. um fjárveitingu til Blönduóshafnar, sem ber að skoða sem leiðréttingu, því það mun hafa verið samþ. í fyrra að veita 11 þús. kr. til þeirrar hafnar, en í fjárlfrv. standa aðeins 10 þús. kr. Þetta er því leiðrétting.

Þá er 26. liður, bryggjugerðir og lendingarbætur. við þessa brtt. ber að skoða 7. lið á þskj. 895 sem leiðréttingu, því það, sem þar er sagt, er aths., sem af vangá fell niður af þskj. 881. Þetta er í fyrsta sinni, sem upphæðinni til bryggjugerða og lendingabóta er af fjvn. skipt á milli hinna ýmsu staða. (PO: Nei, það hefir oft verið gert áður). Nú, þá bið ég afsökunar, en það var ekki gert í fyrra. En fjvn. telur þetta til þæginda fyrir starf þingsins og fjvn., að hægt sé að sjá þessa skiptingu frá ári til árs. Ég vil benda á það, að upphæðin til Hofsóss er fyrsta greiðsla af fjórum, sem lofaðar eru til þessa mannvirkis, sem nú er fyrirhugað að byrja á, ef tillag fæst frá ríkissjóði. Það eru ekki margar beiðnir um framlog til bryggjugerða og lendingarbóta, sem fyrir n. hafa komið, og hún tekur ekki upp í sínar till. N. hefir hækkað þessa upphæð um 215000 kr., í 36500 kr. og skipt upphæðinni milli flestra þeirra staða, sem umsóknir hafa borizt frá, þó hverri einstakri umsókn hafi ekki verið hægt að sinna til fullnustu nema þar, sem um smærri framkvæmdir hefir verið að ræða.

Þá er 27. liðurinn um þann dæmalausa brimbrjót í Bolungavík. N. leggur til, að Alþingi reyni nú í eitt skipti fyrir öll að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að ætla í raun og veru 70 þús. kr., með beinu framlagi 30 þús. kr. á þessu ári og heimild til lántöku, svo að hægt verði nú með einu átaki að gera tilraun til að gera þetta mannvirki svo úr garði, að það eyðileggist ekki í fyrsta veðrinu, sem kemur, jafnvel þó það yrði nokkuð sterkt. Þetta mannvirki hefir verið á döfinni síðan elztu menn þingsins muna. Nú er talað um að láta í það 140 þús. kr., til þess að reyna að gera það varanlegt. Fjvn. vill leggja fram helming þessarar upphæðar, þar af 30 þús. kr. á þessu ári, en 40 þús. kr. á næsta eða næstu árum, ef um það semst við væntanlega lánsstofnun og samþ. verður ábyrgðarheimildin í 22. gr. fjárl. Heima fyrir á svo að fást jafnmikið fé á móti þessu.

Ég held, að ég hafi þá ekki fleiru að segja um þær brtt., sem mér tilheyra, nema á þskj. 885; þar er talað um að heimila stj. að hækka styrk til flóabáta um eitt þús. kr., og geri ég ráð fyrir, að enginn mæli á móti því. Hv. samgmn. hefir gert till. um skiptingu á þessu fé, og býst ég ekki við, að fjvn. sjái neitt við þá skiptingu að athuga.

Ég vil þá einnig benda á það, að í 20. gr., sem að nokkru leyti heyrir til þeim greinum, sem ég tala um, hafa verið leiðréttar afborganir ríkissjóðs og ríkisstofnana uf erlendum og innlendum lánum. Í frv. eru þessar afborganir taldar til samans 962434 kr., en í brtt. fjvn. ekki nema 929100 kr., og er það réttara. Þetta er því bara leiðrétting, sem fell niður við 2. umr. og kemur því nú fram. Sama er að segja um tillag til vitabygginga. N. leggur til, að það lækki um 5 þús. kr., en till. hv. þm. G.-K. um byggingu ljósdufls við Sandgerðissund er tekin upp af n., og er ætlazt til, að það komi á þessum lið. Till. frá n. um skiptingu þessa fjár eru í raun og veru engar. Það er búið að samþ. áður að byggja svo marga vita, sem enn eru óbyggðir, og telur n. sjálfsagt, að fé þetta gangi til þeirra eftir till. vitamálastjóra og stjórnarinnar.

Ég sé ekki ástæðu til að svo stöddu að víkja að brtt. einstakra hv. þm. eða hv. minni hl. fjvn. fyrr en flm. þeirra hafa mælt fyrir þeim.