20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2182 í B-deild Alþingistíðinda. (3137)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil leyfa mér að benda á það, að þetta frv. hefir raunverulega, þótt það sé tekið hér til einnar umr., aldrei legið fyrir Nd. Það verður þess vegna að fara með það eins og mál við 2. umr. og greiða atkv. um hverja einstaka grein. Þetta er allt óskylt efni hvað öðru. Og hvernig á ég t. d. að greiða atkv. með till. á þskj. 906, ef ég er samþykkur sumum liðunum, en vil fella aðra? Það getur ekki gengið að samþ. fyrst gr. og fara svo að fella burt einstaka liði, í stað þess, að allar brtt. séu í raun og veru teknar aftur og hver einstakur liður á þskj. 862 borinn upp til atkv.