19.12.1935
Sameinað þing: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 2. kafla (Bjarni Bjarnason):

Hér eru nokkrar brtt. við 14. og 15. gr., sem ég ætla að gera afarstutta grein fyrir. þær till., sem ég hefi að tala fyrir, byrja á 28. lið á þskj. 881. Ég gerði grein fyrir þeim lið við 2. umr. og sé ekki ástæðu til að endurtaka það.

29. liður er um verklegt framhaldsnám. við 2. umr. flutti n. brtt. um að færa þessa upphæð úr 10 þús. kr. niður í 2 þús., en hæstv. atvmrh. taldi sig þá hafa reiknað með því, að þarna yrði talsvert fé. veitt, svo að fjvn. hefir nú dregið úr þessari upphæð aðeins 4 þús. kr., og er hún nú 6 þús. eftir till. n.

Þá er till. um 2 þús. kr. til kennaranámskeiðs. Þetta er nýr líður, sem stendur í nokkru sambandi við annan lið, sem felldur var niður eftir till. n. við 2. umr. Það var utanfararstyrkur kennara. N. fellst á, að það sé sanngjarnt, að þessi stétt fái þessar 2 þús. kr. til námskeiðs innanlands, sem auðveldara er að veita en styrk til utanferða.

31. liðurinn er stofnkostnaður héraðsskóla. Í lögum um héraðsskóla er gert ráð fyrir, að helmingur stofnkostnaðar hvers skóla greiðist úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn annarsstaðar frá. Nú telja Reykholtsskóli og Laugaskóli sig eiga eftir að fá greiddar 8–9 þús. kr. af ríkisframlagi þessu, og leggur n. til, að þessari upphæð verði skipt á tvö ár og að þessu sinni verði greitt til skólanna 5500 kr., og að liðurinn verði þá kr. 10500.

Þá er næst byggingarstyrkur til Flensborgarskóla. Leggur n. til, að sá liður hækki úr 15 þús. kr. í 30 þús. kr., og stafar þessi hækkun af því, að byggingunni miðar örar áfram en búizt var við. Eins og lögin um gagnfræðaskóla mæla fyrir, ber ríkissjoði að greiða 2/5 kostnaðarins, og hrökkva þessar 30 þús. kr. næstum því til þess að greiða þá lagalegu kröfu, sem Hafnarfjarðarbær á á ríkið vegna þessa skóla.

Í 33. lið er lagt til, að framlag til unglingaskóla utan kaupstaða hækki um 2 þús. kr. Upphæð þessi var í frv. 13 þús. kr., en eftir skýrslum frá fræðslumálastjóra um unglingaskóla utan kaupstaða kom í ljós, að þessi upphæð mundi reynast of lág. Fjvn. leggur til, að helmingurinn af viðbótinni, eða 1000 kr., fari til skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þessi skóli hefir verið undir sama flokki og unglingaskólar utan kaupstaða, þó það sé eini skólinn hér á landi af þessari tegund. Má líta svo á, að sanngjarnt se, að skólinn fái nokkurn styrk umfram hina, af því hann hefir heimavist einn þessara skóla.

34. liður, sem er nýr, er um 2000 kr. til alþýðuskólans í Reykjavík, sem er nýstofnaður. Þessi skóli hefir um 140 nemendur, og má í raun og veru segja, að hann sé sama eðlis og unglingaskólar utan kaupstaða. Telur n. rétt, ef hægt er, að styrkja nokkuð þessa kennslu, sem stunduð er yfir daufasta tíma ársins.

Þá er hér 500 kr. hækkun á styrk til Kvenfélagsins Óskar á Ísafirði, úr 5500 kr. í 6000 kr. 36. liður er nýr: Styrkur til raflýsingar á Staðarfellsskóla. Er fullkomlega réttmætt að gera allt, sem auðið er, til þess að heimavistarskólar geti orðið raflýstir. Þessi litli styrkur, 2500 kr., verður auðvitað ekki nægilegur til þess að koma raflýsingunni á, en hann er þó nokkur viðleitni í þá átt. Allir, sem nokkuð þekkja til þessara skóla, vita, að það er eitt af höfuðatriðunum í útbúnaði þeirra, að þeir séu raflýstir.

Þá er styrkur til húsmæðraskólans á Laugalandi hækkaður úr 10 þús. kr. í 15 þús.

38. liður er nýr, um að veita 2 þús. kr. til sjóvinnunámskeiðs. Við hann er brtt. á þskj. 895, um að atvmrh. skuli ráðstafa þessu fé eftir till. frá Fiskifélagi Íslands. Þetta er ætlað til námskeiðs fyrir þá, sem sjómennsku stunda og aðra vinnu, er að fiskveiðum lýtur.

39. liður, sem er nýr, er um 3 þús. kr. byggingarstyrk til Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara, sem er þekktur maður hér í bæ og byggði nýlega mjög myndarlegt íþróttabús. N. leggur til, að honum sé veittur þessi styrkur. Þótt hann að vísu hafi sótt um miklu meira, má telja, að þessi upphæð megi verða að nokkru liði.

40. til 41. liður og stafl. þar á milli eru nýir liðir. Þetta eru nokkrir bókmennta- og listamannastyrkir, til þeirra prófessors Árna Pálssonar, séra Jóns Thorarensens og Helga Guðmundssonar kennara, til ýmiskonar ritstarfa. og ennfremur til Tómasar Guðmundssonar skálds, söngmanranna Péturs Jónssonar og Eggerts Stefánssonar og til Gunnlaugs Blöndals listmálara. Tómas hefir að vísu ekki ort mikið. en hefir fengið ágæta dóma fyrir ljóðabók, sem hann nýlega hefir gefið út. Pétur Jónsson og Eggert Stefánsson eru þekktir söngvarar, og Gunnlaugur Blöndal er orðinn þekktur listamaður bæði innan lands og utan.

Þá hefi ég stuttlega gert grein fyrir þeim brtt., sem fellu í mitt skaut. Á brtt. einstakra þm. ætla ég ekki að minnast að svo stöddu, en má vera, að ég geri það, þegar flm. hafa gert grein fyrir þeim.