19.12.1935
Efri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2202 í B-deild Alþingistíðinda. (3184)

190. mál, málning úr íslenzkum hráefnum

Sigurjón Á. Ólafsson [óyfirl.]:

Út af ummælum hæstv. forsrh. um vikurinn vil ég segja það, að ég legg alls ekki að jöfnu. Þar var einum manni leyft að safna vikri við eina af stórám landsins, til þess - ef hann sæi sér fært - að skapa þar möguleika fyrir nærri útflutningsvöru og með því aukinn gjaldeyri. Hitt er framleiðsla á vöru unninni úr íslenzkum jarðveg, til sölu innanlands.

Það er ekki rétt, að smjörlíkið hafi ekki lækkað í verði vegna þess að samkeppnin var hörð. Hæstv. ráðh. veit það eins vel og ég, að svo hefir verið, - eða er hann búinn að gleyma öllum auglýsingunum í útvarpi og blöðum, sem rigndi niður frá smjörlíkisgerðunum?

Ég hélt, að hæstv. ráðh. væri allt annars sinnis en að hann vildi hlaða undir kapitalistisk fyrirtæki hér í þessu landi, en það er annað að heyra nú.