16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2240 í B-deild Alþingistíðinda. (3224)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Forseti (JörB):

Ég hafði að vísu hugsað mér að hafa kveldfund, en þetta mál er nú búið að ganga í gegnum Ed. og ætti ekki að þurfa langan tíma hér við 1. umr. Sjálfstfl. er vanur að hafa flokksfund á mánudagskvöldum og raunar fleiri flokkar, og hefir stjórn flokksins tjáð mér, að flokknum sé brýn nauðsyn að hafa fund í kveld. Ég lét þess getið, hver ætlun mín væri, en sjálfstæðismenn töldu sig ekki geta frestað þessu. Ef þeir halda fast við þessa ósk sína, eins og nú standa sakir, þá mun ég ekki hafa þingfund eftir kl. 8 í kveld.