21.12.1935
Neðri deild: 105. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2279 í B-deild Alþingistíðinda. (3251)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson) [óyfirl.]:

Það hefir orðið samkomulag innan allshn. til þess að tryggja framgang þessa máls í sambandi við önnur mál, sem eftir er að afgreiða. — Kemur allshn. því með skrifl. brtt., sem ég ætla að leyfa mér að lesa upp með leyfi hæstv. forseta: [Sjá þskj. 943.]

Út af þessari brtt. vil ég ekki taka annað fram en þið, að með fyrstu brtt. er gefin heimild til þess að veita umboðsmönnum ferðaskrifstofa leyfi til þess að starfa eftir sérleyfi, sem gildir í 5 ár í senn. Ég hefði kosið, að þessi liður hefði ekki verið eins víðtækur eins og hann er. Ég álít, að það verði mikilsvert mál fyrir Íslendinga yfirleitt, að ferðaskrifstofa ríkisins geti orðið sem öflugust, en til þess að tryggja framgang málsins, hefi ég og aðrir nm. fallizt á þetta ákvæði. — Önnur brtt. er um það, að síðasti málsliður 3. gr. falli burt. Það er einmitt vegna þessa ákvæðis. — Þá er 3. brtt. Hún gefur ferðaskrifstofunni heimild til þess að skipta akstri með ferðamenn jafnt á milli bifreiðastöðva. — Loks er 4. brtt., um það, að heimila ríkisstjórninni að svipta umboðsmenn erlendra ferðaskrifstofa, sem hafa fengið leyfi til að starfa, þessu starfsleyfi, ef þeir hafa brotið settar reglur í verulegum atriðum.

Ég vil svo leggja til, að málið verði sem fyrst afgr.