21.12.1935
Neðri deild: 105. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2279 í B-deild Alþingistíðinda. (3252)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Frsm. minni hl. (Garðar Þorsteinsson) [óyfirl.]:

Allshn. hefir nú rætt þetta mál. Hv. d. er kunn afstaða sjálfstæðisfl. til þessa máls, og það, sem hann hefir lagt höfuðáherzlu á, er, að það væri ekki ríkið eitt, sem hefði einkarétt á að reka hér ferðaskrifstofu. — Með þessum brtt. allshn. er fengin sú bót, að öðrum er einnig veitt leyfi til þess að reka slíkar ferðaskrifstofur og erlendum ferðaskrifstofum gefið leyfi til þess að hafa hér sína umboðsmenn. Þetta er að vísu aðeins heimild, sem ráðh. getur notfært sér. Þess vegna mun ég óska þess, að hv. atvmrh. vildi staðfesta það hér í umr., að þessi heimild yrði notuð á þann hátt, að hinar erlendu ferðaskrifstofur fengju leyfi til að hafa hér umboðsmenn á svipuðum grundvelli og verið hefir. — Önnur brtt. er aðeins leiðrétting í samræmi við 1. brtt. þess efnis að aftan af gr. falli ákvæðið, sem heimilar ferðaskrifstofunni að semja um fargjöld við skipa félög og bifreiðafélög. Þetta ákvæði er vitanlega óþarft, og leiðir af sjálfu sér, að ferðaskrifstofan hefir eins og hver annar aðili rétt til þess að semja. — Þá er 3. brtt., um að jafna skuli akstri á milli bifreiðastöðva. Það er atriði, sem Sjálfstfl. er vitanlega ekkert á móti. Telur hann rétt, þegar erlend skemmtiferðaskip koma hingað og þurfa á mörgum bifreiðum að halda, að þá sé þeim akstri skipt sem réttlátast milli hinna einstöku bifreiðastöðva. Loks er hér síðasta brtt., um þið, að heimilt sé að svipta umboðsmenn erlendra ferðaskrifstofa réttindum, brjóti þeir verulega settar reglur. Þetta er vitanlega ekkert athugavert, því að það leiðir af sjálfu sér, að þetta er principsatriði, og þið er nauðsynlegt, að þeir, sem með þessi mál fara komi fram gagnvart hinum erlendu ferðamönnum sem góðir og heiðarlegir menn og að þeir vinni í hvívetna fyrir landið sem slíkir.

Þó að Sjálfstfl. hefði kosið, að fellt hefði verið niður ákvæðið um að ríkið ræki ferðaskrifstofu, vill þó flokkurinn ganga inn á frv. með þessum breytingum, enda komi þá umsögn hv. atvmrh. um að þessi heimild verði notuð, sem ég minntist á áðan.