21.12.1935
Neðri deild: 105. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (3255)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Frsm. minni hl. (Garðar Þorsteinsson) [óyfirl.]:

Ég get sætt mig við þá yfirlýsingu, sem hæstv. atvmrh. gaf um það, hvernig hann ætlaði að framkvæma þá heimild, sem þarna er um að ræða. En ég vil, til þess að ég sé ekki misskilinn, taka það sérstaklega fram, að þó að þessar brtt., sem nú eru bornar fram af allshn., nái ekki lengra en rétt til þess að Sjálfstfl. vill ekki á þessu þingi neita um afbrigði fyrir framgangi málsins, þá er hann í sjálfu sér ekki ánægður með ýms atriði frv. og þá sérstaklega með 1. gr. þess, eins og áður hefir verið tekið fram í ræðum.