22.11.1935
Efri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2282 í B-deild Alþingistíðinda. (3265)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Eins og getið er um í nál. landbn. á þskj. 571, sá n. ekki ástæðu til að afgr. nema annað þeirra frumv., sem vísað var til hennar um þetta efni. Og hefir n. afgr. það frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 440. — N. flytur fjórar brtt. við frv., á þskj. 571. Fyrsta brtt. er við 4. gr., en sú gr. fjallar um það, að banna megi innflutning á kartöflum og öðrum garðávöxtum. N. þykir óþarft að banna sérstaklega innflutning á þeim garðávöxtum, sem grænmetisverzlun ríkisins kemur til með að hafa einkasölu á; því að vitanlega hefir hún það í hendi sinni að takmarka innflutninginn eftir vild og fella hann niður með öllu vissa tíma. Er því samkv. 1. brtt. bannaður innflutningur á þeim grænmetisvörum, sem framleiddar eru í landinu og grænmetisverzlun ríkisins annast ekki innflutning á.

Þá er 2. brtt. n. við 5. gr. Þar er lagt til, að grænmetisverzlunin geti einnig selt vörur til bæjar- og sveitarfélaga eins og til kaupmanna og kaupfélaga. Það getur vel farið svo, að bæjar- og sveitarfélög vilji gjarnan kaupa vörur beint frá grænmetisverzluninni, og sér n. ekkert á móti því, að það sé leyft.

3. brtt. n. er við ákvæði til brábabirgða. Samkv. frv. eru heimilaðar 60 þús. kr. á næstu þremur árum til þess að veita verðlaun fyrir aukna kartöfluframleiðslu. N. þykir rétt að takmarka, hversu miklu skuli varið á hverju ári fyrir sig til verðlauna, m. a. vegna þess, að réttara er að tiltaka þá fjárhæð í fjárl. N. hefir reynt að skipta þessu niður á árin, eftir því sem hún taldi líkur til, að kostnaðurinn mundi verða hvert árið fyrir sig, miðað við þar reglur, sem í frv. eru um það. Vitanlega verður hann mestur fyrsta árið, en svo dregur smámsaman úr því. Hvort n. hefir hitt nákvæmlega rétt á um þetta, er ekki gott að fullyrða neitt um, en varla mun það fara mjög fjarri lagi. — 4. brtt. n. þarf engra skýringa við.

N. hefir verið einhuga um þessar brtt. og stendur öll að þeim. En hinsvegar er það kunnugt, að hv. 4. landsk. óskar eftir frekari breyt. á frv. og vill sennilega koma því í sama horf og það frv. var, sem hann flutti hér í d. — Hv. 2. þm. Rang. skrifaði undir nál. með fyrirvara, og geri ég ráð fyrir, að hann geri grein fyrir honum.