30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2287 í B-deild Alþingistíðinda. (3276)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Jón Auðunn Jónason [óyfirl.]:

Mér virtist, að eftir brtt. hv. 4. landsk. sé gert ráð fyrir, að grænmetisverzlun ríkisins hafi á hendi sölu á öllum garðávöxtum í landinu. Slíkt held ég, að yrði mjög erfitt, því að þá myndi óhjákvæmilegt að setja upp deildir frá verzluninni úti um allt land, jafnvel í hinum minnstu sjóþorpum. Ég held því, að þessu verði bezt fyrir komið eins og það er í frv., að framleiðendur megi selja vörur sínar annað tveggja beint til neytendanna eða þá til kaupmanna og samvinnufélaga, eftir því sem fyrir liggur. Það vill nú oft verða svo, að bændur t. d. fara ekki nema eina ferð í hverri kauptíð með framleiðsluvörur sínar til markaðsstaðanna. Í því tilfelli, að ekki mætti selja garðávexti nema til neytendanna, myndu þeir oft verða að fara heim aftur með framleiðslu sína, svo fremi sem ekki væri útibú frá grænmetisverzlun ríkisins á staðnum.

Annars hygg ég, að öll þessi verzlun, eins og hún er hugsuð í frv., verði umfangsmikil og erfið, og illt að reka hana.

Hvað snertir ákvæði frv. um verðlaun fyrir aukna framleiðslu á þessari vörutegund, þá get ég fylgt því, a. m. k. fyrst um sinn. Annars held ég, að öllum ætti að vera það ljóst, að það er í mörgum tilfellum jafnvel meira upp úr því að hafa að framleiða kartöflur og grænmeti en t. d. mjólk. Hvað snertir neyzlu grænmetis yfirleitt, þá vantar enn mikið á, að almenningur sé farinn að nota það sem skyldi, og í því efni þarf að kenna fólkinu að lifa. Á Vesturlandi hefir t. d. verið matur um nokkurt skeit, sem kenndi mönnum að hagnýta sér grænmeti umfram það, sem átur hafði þekkzt þar.

Að endingu vil ég benda á, að ég gæti ímyndat mér, að allt þetta umstang geti orðið til þess að gera vörur þessar allt of dýrar fyrir fólkið.