14.12.1935
Efri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2324 í B-deild Alþingistíðinda. (3317)

199. mál, Kreppulánasjóður

Páll Hermannsson:

Allshn. hefir á fundi í morgun athugað frv. þetta á ný, og ég get lýst því yfir fyrir hennar hönd, að hún er meðmælt því í öllum höfuðatriðum. Þó hefir n. í hyggju að bera fram brtt. við það fyrir 3. umr., sem aðallega eru formbreyt., og hagga því ekki við höfuðtilgangi frv., sem er sá, að gera upp lausar skuldir kaupstaða og sveitarfélaga, eins og gert hefir verið með skuldir bænda í Kreppulanasjóði.

Sakir þess, hve skammt hefir verið á milli umræðna, hefir n. ekki unnizt tími til að koma fram með brtt. nú við þessa umr., og væntir hún þess, að það þurfi ekki að tefja framgang málsins.