19.12.1935
Efri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2333 í B-deild Alþingistíðinda. (3362)

173. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get ekki svara) þessu alveg tæmandi. Það verður nokkuð eftir ástæðum á hverjum stað, en yfirleitt er gert ráð fyrir, að þessi heimild verði notuð. Ég skal, af því að ég er svo samningalipur, verða við þeim tilmælum fyrir mitt leyti, ef n. getur fallizt á það, að brtt. verði geymdar til 3. umr., og vona ég, að andstæðingar frv. meti það að verðleikum og tefji ekki fyrir frv. til 3. umr.