22.11.1935
Efri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (3384)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil aðeins segja nokkur orð út af meðferð þessa máls. Það er búið að liggja hér í þinginu síðan 21. febr., en 1. umr. fór fram á fyrra hluta þings og 2. umr. fór fram 12. þ. m., og nú er þetta mál komið á dagskrá eftir ósk minni við hæstv. forseta. Ég get auðvitað ekki haft neitt á móti því, að málið verði athugað í n., en ég hefi margsinnis farið fram á það við form. n., að það væri tekið fyrir, og ég hygg, að hinir nm. séu hlynntir því, að þær brtt., sem hér ræðir um, verði teknar til rækilegrar athugunar. Ég óska eindregið eftir því, að málinu verði hraðað, því að ég óska einskis frekar en að málið nái fram að ganga á þessu þingi.