19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í C-deild Alþingistíðinda. (3406)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Jakob Möller:

Ég vil beina athygli hæstv. forseta að því, að þegar ég ber fram þessa skrifl. brtt., þá geri ég það til þess að hún verði rædd. En til þess þarf að fá leyfi hv. d. Og ef nú á að ljúka umr., þá fæst alls ekki leyfi hv. d. til þess, að hún verði rædd, því að ég geri ráð fyrir, að hæstv. forseti leyfi engar umr. um málið, þegar þetta mál verður tekið fyrir aftur tíð framhaldsumr., heldur verði þá aðeins greidd atkv. um málið. - Ég krefst þess, að leitað verði afbrigða fyrir till. minni og að með hana verði farið samkv. fyrirmælum þingskapa að öllu leyti.