19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (3416)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Forseti (JörB):

Ég vil taka það fram, að ég sem forseti hefi ekki gefið þingmönnum fararleyfi af fundi þessum; get ég því ekki átt sök á því, þó að deildin sé fámenn. Ef ég hefði gefið þm. fararleyfi, mætti ef til vill telja það mína sök, að ekki er hægt að bera brtt. þessa undir atkv. nú, en þar sem svo er ekki ástatt, tel ég mig enga skuld eiga á því, þó að deildin sé svo fámenn nú sem raun ber vitni um. Hinsvegar tel ég, að færa mætti mér til sektar, ef ég frestaði umr. um mál þetta nú vegna þess að brtt. þessi er komin fram. Get ég því ekki orðið við tilmælum hv. þm. og tel mig í þessu efni hafa uppfyllt skyldu mína.