20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í C-deild Alþingistíðinda. (3424)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt krafa frá 6 hv. dm. um að slíta umr. þegar í stað, svo hljóðandi:

„Undirritaðir alþingismenn í neðri deild Alþingis krefjast þess hér með, með skírskotun til 37. gr. þingskapa Alþingis, að umræðum skuli hætt þegar í stað um 4. mál á dagskrá 104. fundar deildarinnar.

Héðinn Valdimarsson, Bergur Jónsson, Jónas Guðmundsson, Þorbergur Þorleifsson, Páll Þorbjörnsson, Bjarni Bjarnason“.