25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í C-deild Alþingistíðinda. (3453)

77. mál, bæjargjöld á Akureyri

Sigfús Jónsson:

Það var aðeins út af þeirri fyrirspurn, sem hv. þm. V.-Húnv. beindi til mín. Ég greiddi atkv. með frv. um bæjargjöld á Ísafirði, vegna þess að ég álít, að kaupstaðirnir verð að afla sér aukinna tekna, og ef þeir fá ekki að gera það á þennan hátt, þá gera þeir það með hækkaðri niðurjöfnun. Ég sé engan mun í því, hvort verzlanirnar borga 500 kr. hærra útsvar, eða þær borga 500 kr. á þennan hitt. Ef þær gera það ekki á þennan hátt, þá verða útsvörin bara að vera þess hærri. Þessi tekjuauki þarf einhvernveginn að nást, hvort sem það er með þessum hætti eða öðrum.