25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í C-deild Alþingistíðinda. (3455)

77. mál, bæjargjöld á Akureyri

Guðbrandur Ásberg:

Ég vil leyfa mér, út af orðum hv. síðasta ræðumanns, að benda á, að svo er ástatt á Akureyri, að þar er búið að leggja svo mikil útsvör í sem bæjarstj. treystir sér til. Það hefir gengið svo til þar, að útgerðin, sem bar mikið af útsvörunum uppi, hefir gengið mjög saman á síðari árum, og hefir þá orðið að taka þann kost að dreifa útsvörunum í hina minni gjaldendur, og hefir verið lagt á þá eins mikið og þeir geta boðið. Þegar svo er komið, að bæjarstj. lítur svo á, að meiru verði ekki jafnað niður, þá eru tvær leiðir fyrir höndum, og er hin fyrri sú, að auka útsvör á verzlunarveltunni til mikilla muna, en hin síðari sú, að fara þessa leit, sem hér er lagt til að farin verði. Það er því alveg rétt hjá hv. 2. þm. Skagf. að það kemur í sama stað niður, hvor leitin er farin, en bæjarstj. á Akureyri hefir kosið, að þessi leit væri farin, af ástæðum, sem hv. þm. V.-Húnv. ætti að geta skilið sem reyndur „forretningsmaður“.